Húsdýragarðurinn fær leyfi til að flytja inn fimm kyrkislöngur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 07:45 Kyrkislangan sem um ræðir er af tegundinni Python regius. vísir/getty Umhverfisstofnun hefur veitt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum leyfi til þess að flytja inn fimm kyrkislöngur sem sýna á í garðinum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en þar kemur fram að í umfjöllun Umhverfisstofnunar var leitað umsagnar hjá sérfræðinganefnd um framandi lífverur. Erlendur sérfræðingur var einnig fenginn til þess að vinna áhættumat. Var niðurstaða áhættumatsins sú að útilokað sé að umrædd tegund kyrkislanga (Python regius) geti lifað af við náttúrulegar aðstæður á Íslandi. Slangan, sem á uppruna sinn í Vestur-Afríku, getur ekki verið í loftslagi þar sem hitinn er minni en 21 gráða og þá þarf raki að vera að minnsta kosti 50%. Hún myndi því deyja ef hún slyppi úr Húsdýragarðinum. Þorkell Heiðarsson, verkefnastjóri hjá garðinum, segir í samtali við Morgunblaðið að kyrkislöngur hafi fyrst verið fluttar inn fyrir garðinn árið 2008. Kyrkislöngurnar sem komu þá hafi hins vegar reynst sýktar og því hafi innflutningur fallið um sjálfan sig. Síðan þá hafi alltaf verið á dagskránni að reyna aftur en önnur slanga sem flutt var inn á þessum tíma er enn til sýnis í garðinum. Að sögn Þorkels tekur langan tíma að flytja inn kyrkislöngur og ekki liggi fyrir hvenær farið verði af stað með verkefnið. „Píþonslöngur eru víða not-aðar við kennslu. Þær þykja þægi-legar, bæði rólegar og vel skapifarnar. Við erum ekkert að flýtaokkur en það kemur að því aðendurnýja í skriðdýrunum,“ segir Þorkell í samtali við Morgunblaðið. Dýr Reykjavík Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur veitt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum leyfi til þess að flytja inn fimm kyrkislöngur sem sýna á í garðinum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en þar kemur fram að í umfjöllun Umhverfisstofnunar var leitað umsagnar hjá sérfræðinganefnd um framandi lífverur. Erlendur sérfræðingur var einnig fenginn til þess að vinna áhættumat. Var niðurstaða áhættumatsins sú að útilokað sé að umrædd tegund kyrkislanga (Python regius) geti lifað af við náttúrulegar aðstæður á Íslandi. Slangan, sem á uppruna sinn í Vestur-Afríku, getur ekki verið í loftslagi þar sem hitinn er minni en 21 gráða og þá þarf raki að vera að minnsta kosti 50%. Hún myndi því deyja ef hún slyppi úr Húsdýragarðinum. Þorkell Heiðarsson, verkefnastjóri hjá garðinum, segir í samtali við Morgunblaðið að kyrkislöngur hafi fyrst verið fluttar inn fyrir garðinn árið 2008. Kyrkislöngurnar sem komu þá hafi hins vegar reynst sýktar og því hafi innflutningur fallið um sjálfan sig. Síðan þá hafi alltaf verið á dagskránni að reyna aftur en önnur slanga sem flutt var inn á þessum tíma er enn til sýnis í garðinum. Að sögn Þorkels tekur langan tíma að flytja inn kyrkislöngur og ekki liggi fyrir hvenær farið verði af stað með verkefnið. „Píþonslöngur eru víða not-aðar við kennslu. Þær þykja þægi-legar, bæði rólegar og vel skapifarnar. Við erum ekkert að flýtaokkur en það kemur að því aðendurnýja í skriðdýrunum,“ segir Þorkell í samtali við Morgunblaðið.
Dýr Reykjavík Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira