Þurftu að kaupa einnota mataráhöld í þúsundatali vegna verkfallsins Birgir Olgeirsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 11. febrúar 2020 21:30 Jórunn Frímannsdóttir, forstöðumaður Droplaugarstaða. Stöð 2 Forstöðumaður hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða kveðst uggandi yfir stöðu samningaviðræðna Reykjavíkurborgar og Eflingar. Kaupa þurfti einnota diska og hnífapör í þúsundatali á hjúkrunarheimilinu í morgun vegna verkfalls félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg, þar sem ekki hefur fengist undanþága til að vaska upp. Verkfall Eflingar hófst á hádegi í dag. Embætti ríkissáttasemjara sá ekki ástæðu til að boða samninganefndir Reykjavíkurborgar og stéttarfélagsins til fundar í dag. Enn hefur ekki verið boðað til nýs fundar. Ekki fengust svör fá embættinu þegar fréttastofa leitaði eftir ástæðum að baki þeirri ákvörðun. Líklegasta útskýringin er þó sú að embættið meti stöðuna þannig að fundur hefði lítil áhrif á gang viðræðna. Takist ekki samningar hefst ótímabundið verkfall aðfaranótt mánudags. Þetta hefur að sjálfsögðu víðtæk áhrif á starfsemi borgarinnar. Erfið staða Senda þurfti 3.500 börn heim af leikskólum vegna aðgerðanna í dag. Loka þurfti fjórum leikskólum algjörlega og var leikskólinn Borg í Breiðholti einn þeirra. Foreldrar barna á Borg voru margir uggandi yfir stöðunni þegar fréttastofa náði tali af þeim er þeir sóttu börn sín í leikskólann þegar verkfallið hófst í dag. „Það er allavega í boði að fá að fara með hana í vinnuna eða taka hana í launalaust leyfi. Ég er bara ekki í þeirri stöðu til að taka launalaust leyfi,“ sagði Sara Mist Jóhannsdóttir, starfsmaður frístundar Karim Askari, framkvæmdastjóri Stofnunar múslima á Íslandi, sagði stöðuna erfiða. Það væri ekki gott að foreldrar þyrftu að hverfa frá vinnu til að ná í börn sín. Svanborg Sif Sigmarsdóttir nemi sagði kröfur Eflingarfólks sanngjarnar. Quincy Uzo, starfsmaður Droplaugarstaða, sagði stöðuna ekki góða. Gott væri ef Reykjavíkurborg gæti samið svo starfsfólk leikskólanna fái hærri laun. Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri sorphirðu Reykjavíkurborgar.Vísir/Arnar „Hvað er réttlátt?“ Verkfallið hafði áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar. Veittar voru undanþágur fyrir viðkvæmustu þjónustu. Þar á meðal á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum. Annars hefði þurft að flytja viðkvæma sjúklinga á sjúkrahús eða til ættingja. „Við höfum ekki undanþágu til að þvo þvott. Og ekki undanþágu til þess að vaska upp, leirtau og hnífapör og annað slíkt þannig að hér þurfti að kaupa í morgun þúsundir af einnota diskum, glösum, hnífapörum og öðru slíku. Og auðvitað finnst manni það sárt,“ sagði Jórunn Frímannsdóttir forstöðumaður Droplaugarstaða. Henni líst ekki á blikuna. „Þetta verður mjög erfitt hérna eftir helgi ef harka færist í hlutina og þetta verður verkfall til langs tíma. Maður er auðvitað svolítið uggandi. Hvað þá? Og hvað er réttlátt? Það er svolítið stóra spurningin í þessu.“ Sorphirða borgarinnar raskast í verkfallinu. Forstöðumaðurinn biður borgarbúa um að huga að flokkun og frágangi. „Já, bæði þannig að þetta fari ekki að fjúka og komi ekki ólykt og líka fyrir okkur, ef það er gengið þannig frá því, þá erum við fljótari að hirða það þegar við losnum úr þessum deilum,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri sorphirðu Reykjavíkurborgar. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Samningafundi Eflingar og borgarinnar frestað Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar sem átti að hefast klukkan 14 í húsnæði skrifstofu ríkissáttasemjara hefur verið frestað. 10. febrúar 2020 13:13 Þriðja lota verkfallsaðgerða Eflingarfólks skellur á upp úr hádegi Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. 11. febrúar 2020 06:15 Segir ummæli borgarstjóra um forystuleysi skjóta skökku við Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ummæli sem borgarstjóri lét falla í Silfrinu um helgina ekki gefa tilefni fyrir bjartsýni er varðar framhaldið í kjaraviðræðum við borgina. 10. febrúar 2020 15:05 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Forstöðumaður hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða kveðst uggandi yfir stöðu samningaviðræðna Reykjavíkurborgar og Eflingar. Kaupa þurfti einnota diska og hnífapör í þúsundatali á hjúkrunarheimilinu í morgun vegna verkfalls félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg, þar sem ekki hefur fengist undanþága til að vaska upp. Verkfall Eflingar hófst á hádegi í dag. Embætti ríkissáttasemjara sá ekki ástæðu til að boða samninganefndir Reykjavíkurborgar og stéttarfélagsins til fundar í dag. Enn hefur ekki verið boðað til nýs fundar. Ekki fengust svör fá embættinu þegar fréttastofa leitaði eftir ástæðum að baki þeirri ákvörðun. Líklegasta útskýringin er þó sú að embættið meti stöðuna þannig að fundur hefði lítil áhrif á gang viðræðna. Takist ekki samningar hefst ótímabundið verkfall aðfaranótt mánudags. Þetta hefur að sjálfsögðu víðtæk áhrif á starfsemi borgarinnar. Erfið staða Senda þurfti 3.500 börn heim af leikskólum vegna aðgerðanna í dag. Loka þurfti fjórum leikskólum algjörlega og var leikskólinn Borg í Breiðholti einn þeirra. Foreldrar barna á Borg voru margir uggandi yfir stöðunni þegar fréttastofa náði tali af þeim er þeir sóttu börn sín í leikskólann þegar verkfallið hófst í dag. „Það er allavega í boði að fá að fara með hana í vinnuna eða taka hana í launalaust leyfi. Ég er bara ekki í þeirri stöðu til að taka launalaust leyfi,“ sagði Sara Mist Jóhannsdóttir, starfsmaður frístundar Karim Askari, framkvæmdastjóri Stofnunar múslima á Íslandi, sagði stöðuna erfiða. Það væri ekki gott að foreldrar þyrftu að hverfa frá vinnu til að ná í börn sín. Svanborg Sif Sigmarsdóttir nemi sagði kröfur Eflingarfólks sanngjarnar. Quincy Uzo, starfsmaður Droplaugarstaða, sagði stöðuna ekki góða. Gott væri ef Reykjavíkurborg gæti samið svo starfsfólk leikskólanna fái hærri laun. Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri sorphirðu Reykjavíkurborgar.Vísir/Arnar „Hvað er réttlátt?“ Verkfallið hafði áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar. Veittar voru undanþágur fyrir viðkvæmustu þjónustu. Þar á meðal á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum. Annars hefði þurft að flytja viðkvæma sjúklinga á sjúkrahús eða til ættingja. „Við höfum ekki undanþágu til að þvo þvott. Og ekki undanþágu til þess að vaska upp, leirtau og hnífapör og annað slíkt þannig að hér þurfti að kaupa í morgun þúsundir af einnota diskum, glösum, hnífapörum og öðru slíku. Og auðvitað finnst manni það sárt,“ sagði Jórunn Frímannsdóttir forstöðumaður Droplaugarstaða. Henni líst ekki á blikuna. „Þetta verður mjög erfitt hérna eftir helgi ef harka færist í hlutina og þetta verður verkfall til langs tíma. Maður er auðvitað svolítið uggandi. Hvað þá? Og hvað er réttlátt? Það er svolítið stóra spurningin í þessu.“ Sorphirða borgarinnar raskast í verkfallinu. Forstöðumaðurinn biður borgarbúa um að huga að flokkun og frágangi. „Já, bæði þannig að þetta fari ekki að fjúka og komi ekki ólykt og líka fyrir okkur, ef það er gengið þannig frá því, þá erum við fljótari að hirða það þegar við losnum úr þessum deilum,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri sorphirðu Reykjavíkurborgar.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Samningafundi Eflingar og borgarinnar frestað Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar sem átti að hefast klukkan 14 í húsnæði skrifstofu ríkissáttasemjara hefur verið frestað. 10. febrúar 2020 13:13 Þriðja lota verkfallsaðgerða Eflingarfólks skellur á upp úr hádegi Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. 11. febrúar 2020 06:15 Segir ummæli borgarstjóra um forystuleysi skjóta skökku við Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ummæli sem borgarstjóri lét falla í Silfrinu um helgina ekki gefa tilefni fyrir bjartsýni er varðar framhaldið í kjaraviðræðum við borgina. 10. febrúar 2020 15:05 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Samningafundi Eflingar og borgarinnar frestað Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar sem átti að hefast klukkan 14 í húsnæði skrifstofu ríkissáttasemjara hefur verið frestað. 10. febrúar 2020 13:13
Þriðja lota verkfallsaðgerða Eflingarfólks skellur á upp úr hádegi Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. 11. febrúar 2020 06:15
Segir ummæli borgarstjóra um forystuleysi skjóta skökku við Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ummæli sem borgarstjóri lét falla í Silfrinu um helgina ekki gefa tilefni fyrir bjartsýni er varðar framhaldið í kjaraviðræðum við borgina. 10. febrúar 2020 15:05