Ummæli Bloomberg um minnihlutahópa og glæpi vekja umtal Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2020 23:30 Frambjóðandinn Michael Bloomberg er eigandi Bloomberg News. Getty/Jim Spellman Ummæli sem Michael Bloomberg, einn af forsetaframbjóðendum Demókrata og einn ríkasti maður heims, lét falla árið 2015 um að lögregla ætti að einbeita sér að hverfum þar sem minnihlutahópar búi vegna þar séu „allir glæpirnir framdir“ gætu komið honum í klandur.BBC fjallar um ummælin sem Bloomberg lét falla á fundi hugveitunnar Aspen Institute í Colorado-ríki Bandaríkjanna í febrúar 2015. Er frétt BBC byggð á hljóðupptöku af fundinum. Þar má heyra Bloomberg, sem var borgarstjóri New York borgar á árunum 2002 til 2014, segja að 95 prósent allra morða, morðingja og fórnarlamba þeirra falli í einn flokk.„Það er hægt að taka lýsinguna, ljósrita hana og láta löggurnar fá hana. Þetta eru karlar sem tilheyra minnihlutahópi á aldrinum 15 til 25. Þetta gildir um New York,“ sagði Bloomberg og bætti við að þetta mætti heimfæra á flestar borgir.Þá ræddi hann einnig af hverju algengt væri að löggur einbeittu sér að hverfum þar sem minnihlutahópar eru í meirihluta.„Af hverju gerum við það? Vegna þess að þar eru allir glæpirnir framdir,“ sagði Bloomberg.Bloomberg hefur nýtt gríðarleg auðævi sín til þess að koma sér fyrir í kosningabaráttu forsetaframbjóðenda demókrata þar sem þröngt er á þingi. Forkosningarnar demókrata eru nýhafnar og fara kosningar númer tvo á dagatalinu fram í New Hampshire í dag. Bloomberg er þó ekki á kjörskrá í New Hampshire, sem þykir óvenjulegt. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Buttigieg er enginn Obama“ Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi, þar munu Demókratar freista þess að koma í veg fyrir annað kjörtímabil Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Kosningabaráttan innan Demókrataflokksins er í fullum gangi en þegar hafa farið fram forkosningar í ríkinu Iowa. 9. febrúar 2020 11:18 Trump siglir seglum þöndum að endurkjöri Ef allt fer sem horfir þá verður Donald Trump endurkjörinn forseti Bandaríkjanna eftir rúma níu mánuði. 7. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Ummæli sem Michael Bloomberg, einn af forsetaframbjóðendum Demókrata og einn ríkasti maður heims, lét falla árið 2015 um að lögregla ætti að einbeita sér að hverfum þar sem minnihlutahópar búi vegna þar séu „allir glæpirnir framdir“ gætu komið honum í klandur.BBC fjallar um ummælin sem Bloomberg lét falla á fundi hugveitunnar Aspen Institute í Colorado-ríki Bandaríkjanna í febrúar 2015. Er frétt BBC byggð á hljóðupptöku af fundinum. Þar má heyra Bloomberg, sem var borgarstjóri New York borgar á árunum 2002 til 2014, segja að 95 prósent allra morða, morðingja og fórnarlamba þeirra falli í einn flokk.„Það er hægt að taka lýsinguna, ljósrita hana og láta löggurnar fá hana. Þetta eru karlar sem tilheyra minnihlutahópi á aldrinum 15 til 25. Þetta gildir um New York,“ sagði Bloomberg og bætti við að þetta mætti heimfæra á flestar borgir.Þá ræddi hann einnig af hverju algengt væri að löggur einbeittu sér að hverfum þar sem minnihlutahópar eru í meirihluta.„Af hverju gerum við það? Vegna þess að þar eru allir glæpirnir framdir,“ sagði Bloomberg.Bloomberg hefur nýtt gríðarleg auðævi sín til þess að koma sér fyrir í kosningabaráttu forsetaframbjóðenda demókrata þar sem þröngt er á þingi. Forkosningarnar demókrata eru nýhafnar og fara kosningar númer tvo á dagatalinu fram í New Hampshire í dag. Bloomberg er þó ekki á kjörskrá í New Hampshire, sem þykir óvenjulegt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Buttigieg er enginn Obama“ Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi, þar munu Demókratar freista þess að koma í veg fyrir annað kjörtímabil Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Kosningabaráttan innan Demókrataflokksins er í fullum gangi en þegar hafa farið fram forkosningar í ríkinu Iowa. 9. febrúar 2020 11:18 Trump siglir seglum þöndum að endurkjöri Ef allt fer sem horfir þá verður Donald Trump endurkjörinn forseti Bandaríkjanna eftir rúma níu mánuði. 7. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
„Buttigieg er enginn Obama“ Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi, þar munu Demókratar freista þess að koma í veg fyrir annað kjörtímabil Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Kosningabaráttan innan Demókrataflokksins er í fullum gangi en þegar hafa farið fram forkosningar í ríkinu Iowa. 9. febrúar 2020 11:18
Trump siglir seglum þöndum að endurkjöri Ef allt fer sem horfir þá verður Donald Trump endurkjörinn forseti Bandaríkjanna eftir rúma níu mánuði. 7. febrúar 2020 09:00