Þriggja daga verkfall framundan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2020 19:19 Barn sótt snemma á leikskólann vegna verkfalls Eflingar á þriðjudag fyrir viku. Vísir/vilhelm Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst kl 12:30 á morgun og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. Fundi samninganefnda deiluaðila var frestað í dag þar sem ríkisáttasemjari mat það svo að samninganefndirnar þyrftu að undirbúa sig betur við frekari samningaviðræður. „Það kom mér á óvart að heyra þetta en við munum kappkosta að mæta vel undirbúin á næsta fund,“ sagði Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar. Aðspurð um hvort að samninganefnd borgarinnar hefði í huga að koma til móts við kröfur Eflingar í kjaradeilunni vísaði hún í að í dag var tilkynnt að félagsmenn sautján félaga Starfsgreinasambandsins hafi samþykkt kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga sem undirritaður var um miðjan síðasta mánuð. Hátt í tvö þúsund starfsmenn Eflingar hjá borginni lögðu niður störf í tvígang í síðustu viku til að krefjast betri kjara, en aukinn þungi mun færast í verkfallsaðgerðirnar á morgun þegar starfsfólkið leggur aftur niður störf í tvo og hálfan sólarhring frá og með hádegi á þriðjudaginn. „Við höfum verið að bjóða það sama og þar hefur verið samþykkt. Það þýðir að í lok samnings eru félagsmenn Eflingar með um 400 þúsund og deildarstjórar á leikskóla ófaglærðir væru með 520 þúsund þannig að þetta er alveg á sömu nótum og aðrir hafa verið að semja um,“ sagði Harpa. Verkfallið mun hafa áhrif á 3.500 börn Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að verkfallið muni að óbreyttu hafa áhrif á rúmlega helming leikskólabarna í borginni eða um 3.500 börn.Verkfallið hefur einnig áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar auk þess sem sorphirða frestast í þeim hverfum þar sem tæming á að fara fram samkvæmt sorphirðudagatali.„Mest verða áhrif verkfallsaðgerða Eflingarfólks á leikskólana auk matarþjónustu í grunnskólum. Þau börn sem fá vistun í leikskólum verður skipt upp í hópa, einn fyrir hádegi og annar eftir hádegi. Fyrirséð er að matarþjónusta í einhverjum grunnskólum borgarinnar raskast og þurfa nemendur þar að koma með nesti í skólann,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Deildu um höfrungahlaup á vinnumarkaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni. 9. febrúar 2020 20:22 Miklar líkur á nærri þriggja daga verkfalli Miklar líkur eru á að tæplega þriggja daga verkfall Eflingar hefjist á þriðjudag. Ekkert hefur miðað í kjaraviðræðum Eflingar og borgarinnar. Borgarstjóri segist ekki hafa eins miklar áhyggjur af neinum kjarasamningum og samningnum við Eflingu, enda erfitt að verða við ýtrustu kröfum félagsins. 9. febrúar 2020 18:14 Samningafundi Eflingar og borgarinnar frestað Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar sem átti að hefast klukkan 14 í húsnæði skrifstofu ríkissáttasemjara hefur verið frestað. 10. febrúar 2020 13:13 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst kl 12:30 á morgun og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. Fundi samninganefnda deiluaðila var frestað í dag þar sem ríkisáttasemjari mat það svo að samninganefndirnar þyrftu að undirbúa sig betur við frekari samningaviðræður. „Það kom mér á óvart að heyra þetta en við munum kappkosta að mæta vel undirbúin á næsta fund,“ sagði Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar. Aðspurð um hvort að samninganefnd borgarinnar hefði í huga að koma til móts við kröfur Eflingar í kjaradeilunni vísaði hún í að í dag var tilkynnt að félagsmenn sautján félaga Starfsgreinasambandsins hafi samþykkt kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga sem undirritaður var um miðjan síðasta mánuð. Hátt í tvö þúsund starfsmenn Eflingar hjá borginni lögðu niður störf í tvígang í síðustu viku til að krefjast betri kjara, en aukinn þungi mun færast í verkfallsaðgerðirnar á morgun þegar starfsfólkið leggur aftur niður störf í tvo og hálfan sólarhring frá og með hádegi á þriðjudaginn. „Við höfum verið að bjóða það sama og þar hefur verið samþykkt. Það þýðir að í lok samnings eru félagsmenn Eflingar með um 400 þúsund og deildarstjórar á leikskóla ófaglærðir væru með 520 þúsund þannig að þetta er alveg á sömu nótum og aðrir hafa verið að semja um,“ sagði Harpa. Verkfallið mun hafa áhrif á 3.500 börn Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að verkfallið muni að óbreyttu hafa áhrif á rúmlega helming leikskólabarna í borginni eða um 3.500 börn.Verkfallið hefur einnig áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar auk þess sem sorphirða frestast í þeim hverfum þar sem tæming á að fara fram samkvæmt sorphirðudagatali.„Mest verða áhrif verkfallsaðgerða Eflingarfólks á leikskólana auk matarþjónustu í grunnskólum. Þau börn sem fá vistun í leikskólum verður skipt upp í hópa, einn fyrir hádegi og annar eftir hádegi. Fyrirséð er að matarþjónusta í einhverjum grunnskólum borgarinnar raskast og þurfa nemendur þar að koma með nesti í skólann,“ segir í tilkynningu borgarinnar.
Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Deildu um höfrungahlaup á vinnumarkaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni. 9. febrúar 2020 20:22 Miklar líkur á nærri þriggja daga verkfalli Miklar líkur eru á að tæplega þriggja daga verkfall Eflingar hefjist á þriðjudag. Ekkert hefur miðað í kjaraviðræðum Eflingar og borgarinnar. Borgarstjóri segist ekki hafa eins miklar áhyggjur af neinum kjarasamningum og samningnum við Eflingu, enda erfitt að verða við ýtrustu kröfum félagsins. 9. febrúar 2020 18:14 Samningafundi Eflingar og borgarinnar frestað Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar sem átti að hefast klukkan 14 í húsnæði skrifstofu ríkissáttasemjara hefur verið frestað. 10. febrúar 2020 13:13 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Deildu um höfrungahlaup á vinnumarkaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni. 9. febrúar 2020 20:22
Miklar líkur á nærri þriggja daga verkfalli Miklar líkur eru á að tæplega þriggja daga verkfall Eflingar hefjist á þriðjudag. Ekkert hefur miðað í kjaraviðræðum Eflingar og borgarinnar. Borgarstjóri segist ekki hafa eins miklar áhyggjur af neinum kjarasamningum og samningnum við Eflingu, enda erfitt að verða við ýtrustu kröfum félagsins. 9. febrúar 2020 18:14
Samningafundi Eflingar og borgarinnar frestað Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar sem átti að hefast klukkan 14 í húsnæði skrifstofu ríkissáttasemjara hefur verið frestað. 10. febrúar 2020 13:13