Þriggja daga verkfall framundan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2020 19:19 Barn sótt snemma á leikskólann vegna verkfalls Eflingar á þriðjudag fyrir viku. Vísir/vilhelm Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst kl 12:30 á morgun og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. Fundi samninganefnda deiluaðila var frestað í dag þar sem ríkisáttasemjari mat það svo að samninganefndirnar þyrftu að undirbúa sig betur við frekari samningaviðræður. „Það kom mér á óvart að heyra þetta en við munum kappkosta að mæta vel undirbúin á næsta fund,“ sagði Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar. Aðspurð um hvort að samninganefnd borgarinnar hefði í huga að koma til móts við kröfur Eflingar í kjaradeilunni vísaði hún í að í dag var tilkynnt að félagsmenn sautján félaga Starfsgreinasambandsins hafi samþykkt kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga sem undirritaður var um miðjan síðasta mánuð. Hátt í tvö þúsund starfsmenn Eflingar hjá borginni lögðu niður störf í tvígang í síðustu viku til að krefjast betri kjara, en aukinn þungi mun færast í verkfallsaðgerðirnar á morgun þegar starfsfólkið leggur aftur niður störf í tvo og hálfan sólarhring frá og með hádegi á þriðjudaginn. „Við höfum verið að bjóða það sama og þar hefur verið samþykkt. Það þýðir að í lok samnings eru félagsmenn Eflingar með um 400 þúsund og deildarstjórar á leikskóla ófaglærðir væru með 520 þúsund þannig að þetta er alveg á sömu nótum og aðrir hafa verið að semja um,“ sagði Harpa. Verkfallið mun hafa áhrif á 3.500 börn Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að verkfallið muni að óbreyttu hafa áhrif á rúmlega helming leikskólabarna í borginni eða um 3.500 börn.Verkfallið hefur einnig áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar auk þess sem sorphirða frestast í þeim hverfum þar sem tæming á að fara fram samkvæmt sorphirðudagatali.„Mest verða áhrif verkfallsaðgerða Eflingarfólks á leikskólana auk matarþjónustu í grunnskólum. Þau börn sem fá vistun í leikskólum verður skipt upp í hópa, einn fyrir hádegi og annar eftir hádegi. Fyrirséð er að matarþjónusta í einhverjum grunnskólum borgarinnar raskast og þurfa nemendur þar að koma með nesti í skólann,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Deildu um höfrungahlaup á vinnumarkaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni. 9. febrúar 2020 20:22 Miklar líkur á nærri þriggja daga verkfalli Miklar líkur eru á að tæplega þriggja daga verkfall Eflingar hefjist á þriðjudag. Ekkert hefur miðað í kjaraviðræðum Eflingar og borgarinnar. Borgarstjóri segist ekki hafa eins miklar áhyggjur af neinum kjarasamningum og samningnum við Eflingu, enda erfitt að verða við ýtrustu kröfum félagsins. 9. febrúar 2020 18:14 Samningafundi Eflingar og borgarinnar frestað Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar sem átti að hefast klukkan 14 í húsnæði skrifstofu ríkissáttasemjara hefur verið frestað. 10. febrúar 2020 13:13 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst kl 12:30 á morgun og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. Fundi samninganefnda deiluaðila var frestað í dag þar sem ríkisáttasemjari mat það svo að samninganefndirnar þyrftu að undirbúa sig betur við frekari samningaviðræður. „Það kom mér á óvart að heyra þetta en við munum kappkosta að mæta vel undirbúin á næsta fund,“ sagði Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar. Aðspurð um hvort að samninganefnd borgarinnar hefði í huga að koma til móts við kröfur Eflingar í kjaradeilunni vísaði hún í að í dag var tilkynnt að félagsmenn sautján félaga Starfsgreinasambandsins hafi samþykkt kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga sem undirritaður var um miðjan síðasta mánuð. Hátt í tvö þúsund starfsmenn Eflingar hjá borginni lögðu niður störf í tvígang í síðustu viku til að krefjast betri kjara, en aukinn þungi mun færast í verkfallsaðgerðirnar á morgun þegar starfsfólkið leggur aftur niður störf í tvo og hálfan sólarhring frá og með hádegi á þriðjudaginn. „Við höfum verið að bjóða það sama og þar hefur verið samþykkt. Það þýðir að í lok samnings eru félagsmenn Eflingar með um 400 þúsund og deildarstjórar á leikskóla ófaglærðir væru með 520 þúsund þannig að þetta er alveg á sömu nótum og aðrir hafa verið að semja um,“ sagði Harpa. Verkfallið mun hafa áhrif á 3.500 börn Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að verkfallið muni að óbreyttu hafa áhrif á rúmlega helming leikskólabarna í borginni eða um 3.500 börn.Verkfallið hefur einnig áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar auk þess sem sorphirða frestast í þeim hverfum þar sem tæming á að fara fram samkvæmt sorphirðudagatali.„Mest verða áhrif verkfallsaðgerða Eflingarfólks á leikskólana auk matarþjónustu í grunnskólum. Þau börn sem fá vistun í leikskólum verður skipt upp í hópa, einn fyrir hádegi og annar eftir hádegi. Fyrirséð er að matarþjónusta í einhverjum grunnskólum borgarinnar raskast og þurfa nemendur þar að koma með nesti í skólann,“ segir í tilkynningu borgarinnar.
Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Deildu um höfrungahlaup á vinnumarkaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni. 9. febrúar 2020 20:22 Miklar líkur á nærri þriggja daga verkfalli Miklar líkur eru á að tæplega þriggja daga verkfall Eflingar hefjist á þriðjudag. Ekkert hefur miðað í kjaraviðræðum Eflingar og borgarinnar. Borgarstjóri segist ekki hafa eins miklar áhyggjur af neinum kjarasamningum og samningnum við Eflingu, enda erfitt að verða við ýtrustu kröfum félagsins. 9. febrúar 2020 18:14 Samningafundi Eflingar og borgarinnar frestað Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar sem átti að hefast klukkan 14 í húsnæði skrifstofu ríkissáttasemjara hefur verið frestað. 10. febrúar 2020 13:13 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Deildu um höfrungahlaup á vinnumarkaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni. 9. febrúar 2020 20:22
Miklar líkur á nærri þriggja daga verkfalli Miklar líkur eru á að tæplega þriggja daga verkfall Eflingar hefjist á þriðjudag. Ekkert hefur miðað í kjaraviðræðum Eflingar og borgarinnar. Borgarstjóri segist ekki hafa eins miklar áhyggjur af neinum kjarasamningum og samningnum við Eflingu, enda erfitt að verða við ýtrustu kröfum félagsins. 9. febrúar 2020 18:14
Samningafundi Eflingar og borgarinnar frestað Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar sem átti að hefast klukkan 14 í húsnæði skrifstofu ríkissáttasemjara hefur verið frestað. 10. febrúar 2020 13:13
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent