Djúp lægð spillir færð og veldur snjóflóðahættu á norðurhelmingi landsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 13:33 Lægðinni fylgir mikil snjókoma á Vestfjörðum og á Norðurlandi og hætta getur skapast á snjóflóðum í veðrinu. Töluverð hætta er á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum og utanverðum Tröllaskaga. Vísir/Vilhelm Djúp lægð gengur yfir landið í dag sem spillir færð og veldur snjóflóðahættu. Gul veðurviðvörun hefur verið virkjuð fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og Norðurland eystra. Á Vestfjörðum er víða ýmist þæfingsfærð eða þungfært og stórhríð. Ófært er á Þröskuldum, Steingrímsfjarðarheiði og Klettshálsi og á Norðurlandi hefur veginum um Þverárfjall verið lokað fyrir umferð og það sama á við um Víkurskarð. Á Vestfjörðum og Breiðafirði er spáð norðan hvassviðri eða stormi 15-23 m/s á Ströndum og Norðurlandi vestra og eystra þrettán til tuttugu metrum á sekúndu. Á Norðurlandi eystra er útlit fyrir norðan strekking 13-18 m/s með snjókomu eða skafrenningi og slæmu skyggni, einkum á Eyjafjarðarsvæðinu. Að neðan má sjá myndband sem Guðmundur Gauti Sveinsson tók á Siglufirði í dag. „Það er lægð sem er að koma inn á landið með norðanstreng og snjókomu. Hríðarveður víða norðan til á landinu og snjóar nú talsvert með þessu. Færð orðin ábyggilega víða erfið á Norðurlandi og á Vestfjörðum. Það er frekar að hvessa á Norðvesturlandi, sérstaklega, og má reikna með hvassviðri og stormi staðbundnum og að verði mjög blind og slæmt skyggni. Þetta gengur ekkert almennilega niður fyrr en í nótt,“ segir Hrafn Guðmundsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Lægðinni fylgir mikil snjókoma á Vestfjörðum og á Norðurlandi og hætta getur skapast á snjóflóðum í veðrinu. Töluverð hætta er á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum og utanverðum Tröllaskaga. Búið er að loka Sigulfjarðarvegi, veginum um Ólafsfjarðarmúla og Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Mikill Sjór gengur yfir eyrina og höfnina á Sauðárkróki en Strandvegi hefur verið lokað fyrir umferð þar til aðstæður breytast. Sjá nánar: Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs Samgöngur Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir fram undan og varað við hríðarveðri Útlit er fyrir hríðarveður á Norðurlandi og á Vestfjörðum í nótt og líkur eru á ófærð á vegum í fyrramálið, einkum í Skagafirði, Eyjafirði og austur með ströndinni. 9. febrúar 2020 18:45 Norðan hríð á Norðurlandi og Vestfjörðum og gular viðvaranir í gildi Gular viðvaranir eru í gildi í Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. 10. febrúar 2020 07:23 Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs: „Þetta er bara eins og stórfljót“ Mikill sjór gengur nú yfir Strandveginn á Sauðárkróki og hefur veginum verið lokað þangað til aðstæður breytast. Vegfarendur eru því beðnir um að vera ekki á ferðinni á Strandveginum frá Hegrabraut og að hringtorginu á Eyrinni, hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga. 10. febrúar 2020 12:15 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Djúp lægð gengur yfir landið í dag sem spillir færð og veldur snjóflóðahættu. Gul veðurviðvörun hefur verið virkjuð fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og Norðurland eystra. Á Vestfjörðum er víða ýmist þæfingsfærð eða þungfært og stórhríð. Ófært er á Þröskuldum, Steingrímsfjarðarheiði og Klettshálsi og á Norðurlandi hefur veginum um Þverárfjall verið lokað fyrir umferð og það sama á við um Víkurskarð. Á Vestfjörðum og Breiðafirði er spáð norðan hvassviðri eða stormi 15-23 m/s á Ströndum og Norðurlandi vestra og eystra þrettán til tuttugu metrum á sekúndu. Á Norðurlandi eystra er útlit fyrir norðan strekking 13-18 m/s með snjókomu eða skafrenningi og slæmu skyggni, einkum á Eyjafjarðarsvæðinu. Að neðan má sjá myndband sem Guðmundur Gauti Sveinsson tók á Siglufirði í dag. „Það er lægð sem er að koma inn á landið með norðanstreng og snjókomu. Hríðarveður víða norðan til á landinu og snjóar nú talsvert með þessu. Færð orðin ábyggilega víða erfið á Norðurlandi og á Vestfjörðum. Það er frekar að hvessa á Norðvesturlandi, sérstaklega, og má reikna með hvassviðri og stormi staðbundnum og að verði mjög blind og slæmt skyggni. Þetta gengur ekkert almennilega niður fyrr en í nótt,“ segir Hrafn Guðmundsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Lægðinni fylgir mikil snjókoma á Vestfjörðum og á Norðurlandi og hætta getur skapast á snjóflóðum í veðrinu. Töluverð hætta er á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum og utanverðum Tröllaskaga. Búið er að loka Sigulfjarðarvegi, veginum um Ólafsfjarðarmúla og Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Mikill Sjór gengur yfir eyrina og höfnina á Sauðárkróki en Strandvegi hefur verið lokað fyrir umferð þar til aðstæður breytast. Sjá nánar: Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir fram undan og varað við hríðarveðri Útlit er fyrir hríðarveður á Norðurlandi og á Vestfjörðum í nótt og líkur eru á ófærð á vegum í fyrramálið, einkum í Skagafirði, Eyjafirði og austur með ströndinni. 9. febrúar 2020 18:45 Norðan hríð á Norðurlandi og Vestfjörðum og gular viðvaranir í gildi Gular viðvaranir eru í gildi í Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. 10. febrúar 2020 07:23 Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs: „Þetta er bara eins og stórfljót“ Mikill sjór gengur nú yfir Strandveginn á Sauðárkróki og hefur veginum verið lokað þangað til aðstæður breytast. Vegfarendur eru því beðnir um að vera ekki á ferðinni á Strandveginum frá Hegrabraut og að hringtorginu á Eyrinni, hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga. 10. febrúar 2020 12:15 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Gular viðvaranir fram undan og varað við hríðarveðri Útlit er fyrir hríðarveður á Norðurlandi og á Vestfjörðum í nótt og líkur eru á ófærð á vegum í fyrramálið, einkum í Skagafirði, Eyjafirði og austur með ströndinni. 9. febrúar 2020 18:45
Norðan hríð á Norðurlandi og Vestfjörðum og gular viðvaranir í gildi Gular viðvaranir eru í gildi í Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. 10. febrúar 2020 07:23
Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs: „Þetta er bara eins og stórfljót“ Mikill sjór gengur nú yfir Strandveginn á Sauðárkróki og hefur veginum verið lokað þangað til aðstæður breytast. Vegfarendur eru því beðnir um að vera ekki á ferðinni á Strandveginum frá Hegrabraut og að hringtorginu á Eyrinni, hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga. 10. febrúar 2020 12:15