Faðir Hildar telur hana slá nýjan tón í kvikmyndatónlist Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 10. febrúar 2020 12:01 Hildur Guðnadóttir með verðlaun sín. Bandaríski leikstjórinn Spike Lee klappar henni lof í lófa. Getty/Richard Harbaugh Guðni Franzson, klarinettuleikari og faðir Hildar Guðnadóttur, sat límdur við sjónvarpsskjáinn í Stykkishólmi á fjórða tímanum í nótt þegar ljóst varð að Ísland hafði eignast sinn fyrsta Óskarsverðlaunahafa. „Þetta var smá sjokk, kom svolítið á óvart en svo sem alveg viðbúið þannig. En kemur samt skemmtilega og þægilega á óvart. Maður býst aldrei við neinu svona. Hollywood hefur sína hentisemi og maður gat allt eins búið við því að röðin væri komin að einhverjum öðrum. En þetta var frábært,“ segir Guðni. Hann segist vinna hér á landi og því fylgjast með vegferð Hildar úr nokkurri fjarlægð. „En við erum í góðu sambandi. Hún er með þessi tvö stóru verkefni á árinu og eins og þetta sé eðlilegt framhald af því, þegar bransinn fer að klóra sér, kemur í ljós að hún er með svo falleg og stór verkefni sem fleyta henni áfram í þetta. “ Sterkur karakter sé á tónlist Hildar. Guðni Franzson, annar frá vinstri, veitti Bjartsýnisverðlaunum viðtöku fyrir hönd Hildar í janúar. Með honum á myndinni eru Vigdís Finnbogadóttir, Guðni Th. Jóhannesson og Sigurður Þór Ásgeirsson.ISAL „Hennar tónlist þekkist vel, stingur alltaf út. Það má segja að hún sé fulltrúi sinnar kynslóðar. Lína sem hefur verið að vaxa síðustu ár. Hún kemur úr noisinu og bróminu og öllu þessu, en samt lírísk og tilfinningarík. Ég upplifi að það sé svolítið 21. öldin að taka yfir. Það tekur tíma að ganga inn í öldina og nú er kominn einhver svona 21. aldar tónn og Hildur á fallegar línur á þessari öld, sem verða alltaf hennar og eru mjög skýr höfundareinkenni.“ Baðherbergissenan í Jókernum er líklega sú sem flestir tengja við en þar leikur sellóið stórt hlutverk. „Selló hefur alltaf verið hennar rödd. Stundum felur hún það, í Tjernóbyl notar hún eiginlega ekkert selló, en þetta er eiginlega hennar hljóð - hennar rödd. Leiðir Jókerinn svolítið áfram. Verður svona leiðarstef. Svolítið framhald af henni. Joaquin Phoenix - það er eins og hann falli inn í hennar rödd. Það er mjög sterkt og kannski það akkurat sem setur þetta á þennan stall - heldur en það sem hinir strákarnir hafa verið að gera. Hvort sem það er Williams eða annað þá er það kannski ekki jafndjúpt persónulegt eins og hún gerði.“ Guðni bendir á að Hildur nálgist verkefni sín á mjög persónulegan hátt og sé nú að uppskera. „Það er kannski nýtt sjónarhorn á kvikmyndatónlist. Hún fer mjög persónulega að þessu í stað þess að fara svona iðnaðarleiðina eins og er gjarnan gert. Það er kannski nýr tónn í þessu öllu saman.“ Hildur Guðnadóttir Óskarinn Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Sjá meira
Guðni Franzson, klarinettuleikari og faðir Hildar Guðnadóttur, sat límdur við sjónvarpsskjáinn í Stykkishólmi á fjórða tímanum í nótt þegar ljóst varð að Ísland hafði eignast sinn fyrsta Óskarsverðlaunahafa. „Þetta var smá sjokk, kom svolítið á óvart en svo sem alveg viðbúið þannig. En kemur samt skemmtilega og þægilega á óvart. Maður býst aldrei við neinu svona. Hollywood hefur sína hentisemi og maður gat allt eins búið við því að röðin væri komin að einhverjum öðrum. En þetta var frábært,“ segir Guðni. Hann segist vinna hér á landi og því fylgjast með vegferð Hildar úr nokkurri fjarlægð. „En við erum í góðu sambandi. Hún er með þessi tvö stóru verkefni á árinu og eins og þetta sé eðlilegt framhald af því, þegar bransinn fer að klóra sér, kemur í ljós að hún er með svo falleg og stór verkefni sem fleyta henni áfram í þetta. “ Sterkur karakter sé á tónlist Hildar. Guðni Franzson, annar frá vinstri, veitti Bjartsýnisverðlaunum viðtöku fyrir hönd Hildar í janúar. Með honum á myndinni eru Vigdís Finnbogadóttir, Guðni Th. Jóhannesson og Sigurður Þór Ásgeirsson.ISAL „Hennar tónlist þekkist vel, stingur alltaf út. Það má segja að hún sé fulltrúi sinnar kynslóðar. Lína sem hefur verið að vaxa síðustu ár. Hún kemur úr noisinu og bróminu og öllu þessu, en samt lírísk og tilfinningarík. Ég upplifi að það sé svolítið 21. öldin að taka yfir. Það tekur tíma að ganga inn í öldina og nú er kominn einhver svona 21. aldar tónn og Hildur á fallegar línur á þessari öld, sem verða alltaf hennar og eru mjög skýr höfundareinkenni.“ Baðherbergissenan í Jókernum er líklega sú sem flestir tengja við en þar leikur sellóið stórt hlutverk. „Selló hefur alltaf verið hennar rödd. Stundum felur hún það, í Tjernóbyl notar hún eiginlega ekkert selló, en þetta er eiginlega hennar hljóð - hennar rödd. Leiðir Jókerinn svolítið áfram. Verður svona leiðarstef. Svolítið framhald af henni. Joaquin Phoenix - það er eins og hann falli inn í hennar rödd. Það er mjög sterkt og kannski það akkurat sem setur þetta á þennan stall - heldur en það sem hinir strákarnir hafa verið að gera. Hvort sem það er Williams eða annað þá er það kannski ekki jafndjúpt persónulegt eins og hún gerði.“ Guðni bendir á að Hildur nálgist verkefni sín á mjög persónulegan hátt og sé nú að uppskera. „Það er kannski nýtt sjónarhorn á kvikmyndatónlist. Hún fer mjög persónulega að þessu í stað þess að fara svona iðnaðarleiðina eins og er gjarnan gert. Það er kannski nýr tónn í þessu öllu saman.“
Hildur Guðnadóttir Óskarinn Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp