Fótbolti

Leikur Bayern og Hoffenheim tafðist vegna hegðunar stuðningsmanna | Myndskeið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leiknum á PreZero vellinum, heimavelli Hoffenheim, í dag.
Úr leiknum á PreZero vellinum, heimavelli Hoffenheim, í dag. Vísir/Getty

Leikur Hoffenheim og Bayern München í þýsku úrvalsdeildinni var stöðvaður tímabundið vegna hegðunar stuðningsmanna Bayern. Reikna má með að þýska knattspyrnusambandið muni aðhafast eitthvað í málinu. Staðan er leikurinn var stöðvaður var 6-0 Bayern í vil.

Leiknum var svo haldið áfram eftir um það bil 20 mínúta töf en hvorugt lið gerði tilraun til að skora þangað til leikurinn var flautaður af.

Stuðningsmenn Bayern mættu með borða á leikinn sem innihélt hatursfull skilaboð um eigenda Hoffenheim, Dietmar Hopp. Þá sungu stuðningsmenn gestanna frá einnig níðsöngva um Hopp.

Leikmenn, þjálfarar og stjórnarmenn Bayern munu hafa biðlað til stuðningsmanna um að haga sér. Virðist það á endanum hafa gengið upp og leik var haldið áfram. Þetta mun væntanlega draga dilk á eftir sér og reikna má með að þýska knattspyrnusambandið sekti Bayern vegna hegðunar stuðningsmanna sinna í dag.

Mörk Bayern í dag skoruðu Serge Gnabry, Joshua Kimmich, Joshua Zirkzee, Philippe Coutinho (2) og Leon Goretzka. Þá lagði Thomas Muller upp tvö þeirra en hann er nú stoðsendingahæsti leikmaður Evrópu.

Bayern er eftir leik dagsins með 52 stig og þar af leiðandi fjögurra stiga forystu á RB Leipzig sem er í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Hoffenheim er hins vegar í 8. sæti með 34 stig.


Tengdar fréttir

Victor lagði upp í sigri Darmstadt

Guðlaugur Victor Pálsson lagði upp annað mark Darmstadt í 2-0 sigri á Heidenheim í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag. Darmstadt er í 6. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×