Lýðræðinu ógnað með fjölþættum, leynilegum og skipulögðum aðgerðum Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2020 19:30 Sérfræðingur Atlantshafsbandalagsins segir nútíma hernað í vaxandi mæli falinn á bakvið fjölþættar aðgerðir sem lýðræðisríki geti átt í erfiðleikum með að greina og bregðast við. Forsætisráðherra segir markmið slíks hernaðar að grafa undan stöðugleika. Þjóðaröryggisráð Íslands í samvinnu við fjölda stofnana, ráðuneyta og samtaka stóð í dag fyrir ráðstefnu um nýjar og fjölþættar ógnir sem samfélög nútímans þurfi að þekkja og verjast. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu að lýðræðisríkjum væri stöðugt ögrað með fjölþættum og skipulögðum aðferðum. „Sem miða sérstaklega að því að skapa óreiðu og grafa undan stöðugleika samfélaga og draga úr trausti á lýðræðislegum ferlum og stjórnun. Fyrir utan að gera línur milli friðar og ófriðar óskýrar geta þessar aðferðir falið í sér afskipti af kosningum, netárásir, misnotkun á veikleikum í áríðandi innviðum og efnahags- og viðskiptalegan þrýsting,“ sagði Katrín. Fjölmargir erlendir sérfræðingar fluttu erindi og tóku þátt í umræðum í bland með íslenskum sérfræðingum. Antonio Missiroli aðstoðarframkvæmdastjóri rísandi öryggis ögrana hjá Atlantshafsbandalaginu er einn þeirra sem fylgist grannt með fjölþættum ógnum og hernaði, eins og Rússar beittu til að mynda í Úkraínu árið 2014. „Þetta er samsetning leynilegra og augljósra aðgerða. Þar sem beitt er fölskum upplýsingum, tækni og þá sérstaklega starfrænni tækni til netárása. Með það að markmiði að slá vopnin úr höndum andstæðingsins til að framkvæma mjög þróaðar aðgerðir,“ segir Missiroli. Síðar hafi menn gert sér grein fyrir að fjölþættur hernaður væri í raun fjölþættar aðgerðir og ógnir sem lægju faldar undir vopnuðum átökum og hefðu áhrif á öll samfélög okkar. „Þetta er mjög ódýr aðferð til að grafa undan stöðugleika okkar. Þetta er ódýr leið til að valda truflunum hjá okkur. Þetta eru aðferðir sem er mjög erfitt að greina og verjast,“ segir Missiroli. Aðildarríki NATO þyrftu að þekkja ógnirnar og tækin sem jafnvel væru í boði á almennum markaði allir gætu notað. „Það er einnig hægt að beita samfélagsmiðlum og internetinu til að aðgerða gegn okkur. Þetta geta verið netárásir hakkara, skipulagðra hópa eða samtaka sem studd eru studd af ríkjum. Það er þetta sem gerir okkur erfitt að greina ógnirnar og bregðast við þeim. Þetta snýst ekki um skriðdreka sem fara yfir landamæri,“ segir Antonio Missiroli. NATO Varnarmál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sérfræðingur Atlantshafsbandalagsins segir nútíma hernað í vaxandi mæli falinn á bakvið fjölþættar aðgerðir sem lýðræðisríki geti átt í erfiðleikum með að greina og bregðast við. Forsætisráðherra segir markmið slíks hernaðar að grafa undan stöðugleika. Þjóðaröryggisráð Íslands í samvinnu við fjölda stofnana, ráðuneyta og samtaka stóð í dag fyrir ráðstefnu um nýjar og fjölþættar ógnir sem samfélög nútímans þurfi að þekkja og verjast. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu að lýðræðisríkjum væri stöðugt ögrað með fjölþættum og skipulögðum aðferðum. „Sem miða sérstaklega að því að skapa óreiðu og grafa undan stöðugleika samfélaga og draga úr trausti á lýðræðislegum ferlum og stjórnun. Fyrir utan að gera línur milli friðar og ófriðar óskýrar geta þessar aðferðir falið í sér afskipti af kosningum, netárásir, misnotkun á veikleikum í áríðandi innviðum og efnahags- og viðskiptalegan þrýsting,“ sagði Katrín. Fjölmargir erlendir sérfræðingar fluttu erindi og tóku þátt í umræðum í bland með íslenskum sérfræðingum. Antonio Missiroli aðstoðarframkvæmdastjóri rísandi öryggis ögrana hjá Atlantshafsbandalaginu er einn þeirra sem fylgist grannt með fjölþættum ógnum og hernaði, eins og Rússar beittu til að mynda í Úkraínu árið 2014. „Þetta er samsetning leynilegra og augljósra aðgerða. Þar sem beitt er fölskum upplýsingum, tækni og þá sérstaklega starfrænni tækni til netárása. Með það að markmiði að slá vopnin úr höndum andstæðingsins til að framkvæma mjög þróaðar aðgerðir,“ segir Missiroli. Síðar hafi menn gert sér grein fyrir að fjölþættur hernaður væri í raun fjölþættar aðgerðir og ógnir sem lægju faldar undir vopnuðum átökum og hefðu áhrif á öll samfélög okkar. „Þetta er mjög ódýr aðferð til að grafa undan stöðugleika okkar. Þetta er ódýr leið til að valda truflunum hjá okkur. Þetta eru aðferðir sem er mjög erfitt að greina og verjast,“ segir Missiroli. Aðildarríki NATO þyrftu að þekkja ógnirnar og tækin sem jafnvel væru í boði á almennum markaði allir gætu notað. „Það er einnig hægt að beita samfélagsmiðlum og internetinu til að aðgerða gegn okkur. Þetta geta verið netárásir hakkara, skipulagðra hópa eða samtaka sem studd eru studd af ríkjum. Það er þetta sem gerir okkur erfitt að greina ógnirnar og bregðast við þeim. Þetta snýst ekki um skriðdreka sem fara yfir landamæri,“ segir Antonio Missiroli.
NATO Varnarmál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira