Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. febrúar 2020 10:49 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vonar að orkunni verði varið til samningagerðar frekar en skeytasendinga. Vísir/vilhelm Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. Hann telur það tilboð sem nú er á borðinu geta markað tímamótasamning með tugprósenta launahækkunum fyrir lægstlaunuðu hópana. Margumrætt tilboð hans í Kastljósi standi „að sjálfsögðu.“ Borgarstjóri vonast jafnframt til þess að Eflingarfólk verji orku sinni heldur í samningagerð fremur en „skeytasendinga“ í sinn garð. Langþráðum fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar var slitið í gær án samkomulags. Hurðum var skellt og fulltrúar samninganefndanna ruku út í fússi eftir þriggja klukkustunda árangurslitlar viðræður. Blammeringar gengu á báða bóga. Efling lýsti margvíslegu skilningsleysi og taldi borgina vera að afveigaleiða fólk - „með gylliboðum í fjölmiðlum sem að borgarstjóri stígur fram með þegar honum virðist henta,“ eins og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, sagði í samtali við fréttastofu eftir fund gærdagsins.Sjá einnig: Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“Samninganefnd borgarinnar svaraði um hæl með yfirlýsingu í gærkvöldi. Þar var tilboð borgarinnar útlistað og sagt það að meðaltali fela í sér rúmlega 30 prósenta launahækkun fyrir félagsmenn Eflingar. Aukinheldur feli það í sér styttingu vinnuvikunnar og fjölgun orlofsdaga. Nánari útlistun á tilboðinu má nálgast hér.Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur ýmislegt við atburðarásina að athuga. Fyrst og fremst vonist hann þó til þess að samningar náist og að það séu vonbrigði að samningaferlið gangi ekki hraðar. Hann segir þó erfitt að verjast þeirri hugsun að efnisleg umræða um samningagerð hafi þurft að líða fyrir átök og skotgrafaumræðu. „Ég vildi óska að sami kraftur væri settur í samningagerðina og ítrekað virðist fara í skeytasendingar í minn garð og samninganefndar borgarinnar,“ skrifar Dagur á Facebook-síðu sína. Eflingarfólk fjölmennti á baráttufund í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lét sig að sjálfsögðu ekki vanta.Vísir/vilhelm Í þessu samhengi nefnir borgarstjóri það sem Viðar drepur á hér að ofan: Meint gylliboð Dags, sem hann er sagður hafa viðrað fyrst í Kastljósi í liðinni viku. Efling hefur sakað samninganefnd Reykjavíkur um að tefla fram öðru tilboði en það sem borgarstjóri kynnti í Kastljósi, gerði það til að mynda í yfirlýsingu í upphafi vikunnar. Dagur blæs hins vegar á gagnrýni um gylliboð og að hann hafi reifað annað tilboð í sjónvarpssal en gert er við samningaborðið. „Að sjálfsögðu“ sé um sama tilboð að ræða. „Tilboð borgarinnar myndi hækka meðal grunnlaun almennra starfsmanna á leikskólum úr 310 þús í 420 þús á mánuði. Ofan á þessar tölur koma álagsgreiðslur sem hafa verið greiddar á leikskólum og eiga að halda áfram og verða heildarlaun í lok samningstímans því 460 þús. á mánuði. Þetta er gott tilboð um mikla hækkun lægstu launa sem er hér með ítrekað. Fyrir ófaglærða deildastjóra á leikskóla úr röðum Eflingar myndu grunnlaun hækka í 520 þús. að meðaltali á mánuði. Með áðurnefndum álagsgreiðslum eru heildarlaun þessa hóps 572 þús á mánuði. Getur þetta verið skýrara?“ skrifar Dagur. Færslu hans má sjá hér að neðan, en þar klykkir hann út með þeim orðum að borgin telji að samningstilboð sitt geti markað tímamótasamning. „Vil ég lýsa þeirri von að samningum náist sem allra fyrst.“ Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Samninganefnd borgarinnar furðar sig á tilburðum Eflingar Samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur lýst yfir vonbrigðum með að ekki hafi náðst árangur á samningafundi milli nefndarinnar og fulltrúa Eflingar í dag. 26. febrúar 2020 21:42 „Við skiljum varla við hvern við erum að semja“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, furðaði sig á því sem fram kom á fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar í dag. Samninganefnd Eflingar hafi verið furðulostin þegar þau yfirgáfu fundinn. 26. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. Hann telur það tilboð sem nú er á borðinu geta markað tímamótasamning með tugprósenta launahækkunum fyrir lægstlaunuðu hópana. Margumrætt tilboð hans í Kastljósi standi „að sjálfsögðu.“ Borgarstjóri vonast jafnframt til þess að Eflingarfólk verji orku sinni heldur í samningagerð fremur en „skeytasendinga“ í sinn garð. Langþráðum fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar var slitið í gær án samkomulags. Hurðum var skellt og fulltrúar samninganefndanna ruku út í fússi eftir þriggja klukkustunda árangurslitlar viðræður. Blammeringar gengu á báða bóga. Efling lýsti margvíslegu skilningsleysi og taldi borgina vera að afveigaleiða fólk - „með gylliboðum í fjölmiðlum sem að borgarstjóri stígur fram með þegar honum virðist henta,“ eins og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, sagði í samtali við fréttastofu eftir fund gærdagsins.Sjá einnig: Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“Samninganefnd borgarinnar svaraði um hæl með yfirlýsingu í gærkvöldi. Þar var tilboð borgarinnar útlistað og sagt það að meðaltali fela í sér rúmlega 30 prósenta launahækkun fyrir félagsmenn Eflingar. Aukinheldur feli það í sér styttingu vinnuvikunnar og fjölgun orlofsdaga. Nánari útlistun á tilboðinu má nálgast hér.Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur ýmislegt við atburðarásina að athuga. Fyrst og fremst vonist hann þó til þess að samningar náist og að það séu vonbrigði að samningaferlið gangi ekki hraðar. Hann segir þó erfitt að verjast þeirri hugsun að efnisleg umræða um samningagerð hafi þurft að líða fyrir átök og skotgrafaumræðu. „Ég vildi óska að sami kraftur væri settur í samningagerðina og ítrekað virðist fara í skeytasendingar í minn garð og samninganefndar borgarinnar,“ skrifar Dagur á Facebook-síðu sína. Eflingarfólk fjölmennti á baráttufund í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lét sig að sjálfsögðu ekki vanta.Vísir/vilhelm Í þessu samhengi nefnir borgarstjóri það sem Viðar drepur á hér að ofan: Meint gylliboð Dags, sem hann er sagður hafa viðrað fyrst í Kastljósi í liðinni viku. Efling hefur sakað samninganefnd Reykjavíkur um að tefla fram öðru tilboði en það sem borgarstjóri kynnti í Kastljósi, gerði það til að mynda í yfirlýsingu í upphafi vikunnar. Dagur blæs hins vegar á gagnrýni um gylliboð og að hann hafi reifað annað tilboð í sjónvarpssal en gert er við samningaborðið. „Að sjálfsögðu“ sé um sama tilboð að ræða. „Tilboð borgarinnar myndi hækka meðal grunnlaun almennra starfsmanna á leikskólum úr 310 þús í 420 þús á mánuði. Ofan á þessar tölur koma álagsgreiðslur sem hafa verið greiddar á leikskólum og eiga að halda áfram og verða heildarlaun í lok samningstímans því 460 þús. á mánuði. Þetta er gott tilboð um mikla hækkun lægstu launa sem er hér með ítrekað. Fyrir ófaglærða deildastjóra á leikskóla úr röðum Eflingar myndu grunnlaun hækka í 520 þús. að meðaltali á mánuði. Með áðurnefndum álagsgreiðslum eru heildarlaun þessa hóps 572 þús á mánuði. Getur þetta verið skýrara?“ skrifar Dagur. Færslu hans má sjá hér að neðan, en þar klykkir hann út með þeim orðum að borgin telji að samningstilboð sitt geti markað tímamótasamning. „Vil ég lýsa þeirri von að samningum náist sem allra fyrst.“
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Samninganefnd borgarinnar furðar sig á tilburðum Eflingar Samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur lýst yfir vonbrigðum með að ekki hafi náðst árangur á samningafundi milli nefndarinnar og fulltrúa Eflingar í dag. 26. febrúar 2020 21:42 „Við skiljum varla við hvern við erum að semja“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, furðaði sig á því sem fram kom á fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar í dag. Samninganefnd Eflingar hafi verið furðulostin þegar þau yfirgáfu fundinn. 26. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30
Samninganefnd borgarinnar furðar sig á tilburðum Eflingar Samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur lýst yfir vonbrigðum með að ekki hafi náðst árangur á samningafundi milli nefndarinnar og fulltrúa Eflingar í dag. 26. febrúar 2020 21:42
„Við skiljum varla við hvern við erum að semja“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, furðaði sig á því sem fram kom á fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar í dag. Samninganefnd Eflingar hafi verið furðulostin þegar þau yfirgáfu fundinn. 26. febrúar 2020 20:30