Gengu í það heilaga á Bókasafni Kópavogs: „Okkur líður vel í kringum bækur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. febrúar 2020 11:30 Einstök athöfn í Kópavoginum. „Við trúum augljóslega ekki á guð en okkur langaði að gifta okkur á stað sem er skemmtilegur,“ segir Ragnheiður Ásta Karlsdóttir sem gekk að eiga Viktor Alex Brynjarsson á Bókasafni Kópavogs á laugardaginn. Helga Einarsdóttir athafnastjóri hjá Siðmennt gaf brúðhjónin saman en hún er einnig starfsmaður bókasafnsins. „Okkur datt þessi staðsetning í hug og með tímanum urðum við alltaf meira og meira skotin í þessari hugmynd. Við prófuðum að senda þeim tölvupóst og þeim leist rosalega vel á þetta. Af öllum stöðunum sem okkar datt í hug var þetta svona besta hugmyndin. Okkur líður vel í kringum bækur, erum bæði úr Kópavoginum og ég var rosalega mikið á bókasafninu þegar ég var lítil. Þetta var líka bara aðeins öðruvísi.“ Ragnheiður er heldur betur sátt við þessa ákvörðun þeirra hjóna. „Þetta var betra en við gátum ímyndað okkur og var bara allt sem við vildum og meira. Við sjáum ekki eftir þessari ákvörðun í eitt augnablik og þetta var það besta sem við gátum gert.“ Óboðinn gestur grét Hjónin létu pússa sig saman á 1. hæð bókasafnsins og voru 130 gestir mættir í athöfnina. „Það voru svona 110 á okkar vegum og síðan voru þarna bara venjulegir gestir bókasafnsins. Þegar við gengum út eftir athöfnina kom strax til okkar fólk og var að segja að þetta hefði verið svo fallegt og flott athöfn. Ein stelpa sagðist hafa verið upp á svölum að hlusta og hafi farið að gráta. Hún sagði að þetta hafi verið fyrsta brúðkaupið sem hún hafi verið viðstödd í og henni hafi ekki einu sinni verið boðið.“ Þetta er í fyrsta skiptið sem óskað hefur verið eftir því að fá að gifta sig á bókasafninu en brúðhjónin eru bæði tölvunarfræðingar og voru mikið á safninu þegar þau voru yngri. Kópavogur Tímamót Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Fleiri fréttir Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan fór út blautbolakeppni Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Sjá meira
„Við trúum augljóslega ekki á guð en okkur langaði að gifta okkur á stað sem er skemmtilegur,“ segir Ragnheiður Ásta Karlsdóttir sem gekk að eiga Viktor Alex Brynjarsson á Bókasafni Kópavogs á laugardaginn. Helga Einarsdóttir athafnastjóri hjá Siðmennt gaf brúðhjónin saman en hún er einnig starfsmaður bókasafnsins. „Okkur datt þessi staðsetning í hug og með tímanum urðum við alltaf meira og meira skotin í þessari hugmynd. Við prófuðum að senda þeim tölvupóst og þeim leist rosalega vel á þetta. Af öllum stöðunum sem okkar datt í hug var þetta svona besta hugmyndin. Okkur líður vel í kringum bækur, erum bæði úr Kópavoginum og ég var rosalega mikið á bókasafninu þegar ég var lítil. Þetta var líka bara aðeins öðruvísi.“ Ragnheiður er heldur betur sátt við þessa ákvörðun þeirra hjóna. „Þetta var betra en við gátum ímyndað okkur og var bara allt sem við vildum og meira. Við sjáum ekki eftir þessari ákvörðun í eitt augnablik og þetta var það besta sem við gátum gert.“ Óboðinn gestur grét Hjónin létu pússa sig saman á 1. hæð bókasafnsins og voru 130 gestir mættir í athöfnina. „Það voru svona 110 á okkar vegum og síðan voru þarna bara venjulegir gestir bókasafnsins. Þegar við gengum út eftir athöfnina kom strax til okkar fólk og var að segja að þetta hefði verið svo fallegt og flott athöfn. Ein stelpa sagðist hafa verið upp á svölum að hlusta og hafi farið að gráta. Hún sagði að þetta hafi verið fyrsta brúðkaupið sem hún hafi verið viðstödd í og henni hafi ekki einu sinni verið boðið.“ Þetta er í fyrsta skiptið sem óskað hefur verið eftir því að fá að gifta sig á bókasafninu en brúðhjónin eru bæði tölvunarfræðingar og voru mikið á safninu þegar þau voru yngri.
Kópavogur Tímamót Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Fleiri fréttir Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan fór út blautbolakeppni Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Sjá meira