Telur sérkennilegt að engin jarðskjálftavirkni sé við landrisið nærri Þorbirni Birgir Olgeirsson skrifar 24. febrúar 2020 19:01 Doktor í jarðeðlisfræði telur líkur á að landrisið við Þorbjörn stafi af jarðvarmavinnslu við Svartsengi. Vísindaráð almannavarna hefur talið líklegustu skýringuna kvikusinnskot. Fyrir rúmum fjórum vikum var lýst yfir óvissustigi vegna mögulegrar kvikusöfnunar við Þorbjörn. Landris mældist mikið en verulega hefur hægt á því undanfarna daga en hefur þó ekki gengið til baka. Sömuleiðis hefur verulega dregið úr jarðskjálftavirkni nærri Grindavík. Ólafur G. Flóvens telur líkur á að niðurdæling við Svartsengi eigi sök á þessu landrisi fremur en kvikuinnskot. Þó hann hafi komið fram með þessa tillögu útilokar hann ekki að landrisið geti stafað af kvikuinnskoti. „Við þekkjum dæmi þess að landris er samfara því að kvika er að troðast inn en það er sérkennilegt þarna að miðjan á landrisinu er ekki þar sem aðal skjálftavirknin hefur verið,“ segir Ólafur. Hann bendir á að miðja landrissins sé nákvæmlega þar sem niðurdælingin á sér stað. Uppruni landrissins er á 3 - 5 kílómetra dýpi. Þar verða hins vegar engir skjálftar. Þeir urðu austar við miðju rissins. „Mér finnst mjög sérkennilegt ef að kvika er að troðast inn í jarðveg á þriggja til fimm kílómetra dýpi, að því fylgi engir jarðskjálftar,“ segir Ólafur. Annað hljóti þá að koma til greina. „Það getur til dæmis gerst við það að vökvi sem er verið að dæla niður fer allt í einu í suðu. Hann nær að komast snögglega að heitu lagi á þriggja til fimm kílómetra dýpi. Þar þenst hann út og myndar gufu sem veldur landrisi,“ segir Ólafur. Þetta geti gerst fyrst núna þó niðurdæling hafi staðið yfir í mörg ár. „Ég var að skoða í síðustu viku líkanareikning sem menn úti í Þýskalandi höfðu verið að gera um hversu langur tími getur liðið frá því niðurdæling er hafin í mjög heit svæði þar til stærri jarðskjálftar verða, þá eru menn að reikna þetta út tíu til tuttugu ár.“ Hann ítrekar að engin hætta skapist af niðurdælingunni. „Þetta væri eðlilegt ferli við rekstur virkjunarinnar. Það er ekkert athugavert við það í sjálfu sér.“ Lengri útgáfu af viðtalinu við Ólaf þar sem hann fer nánar yfir þessa tilgátu má sjá hér fyrir neðan: Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Doktor í jarðeðlisfræði telur líkur á að landrisið við Þorbjörn stafi af jarðvarmavinnslu við Svartsengi. Vísindaráð almannavarna hefur talið líklegustu skýringuna kvikusinnskot. Fyrir rúmum fjórum vikum var lýst yfir óvissustigi vegna mögulegrar kvikusöfnunar við Þorbjörn. Landris mældist mikið en verulega hefur hægt á því undanfarna daga en hefur þó ekki gengið til baka. Sömuleiðis hefur verulega dregið úr jarðskjálftavirkni nærri Grindavík. Ólafur G. Flóvens telur líkur á að niðurdæling við Svartsengi eigi sök á þessu landrisi fremur en kvikuinnskot. Þó hann hafi komið fram með þessa tillögu útilokar hann ekki að landrisið geti stafað af kvikuinnskoti. „Við þekkjum dæmi þess að landris er samfara því að kvika er að troðast inn en það er sérkennilegt þarna að miðjan á landrisinu er ekki þar sem aðal skjálftavirknin hefur verið,“ segir Ólafur. Hann bendir á að miðja landrissins sé nákvæmlega þar sem niðurdælingin á sér stað. Uppruni landrissins er á 3 - 5 kílómetra dýpi. Þar verða hins vegar engir skjálftar. Þeir urðu austar við miðju rissins. „Mér finnst mjög sérkennilegt ef að kvika er að troðast inn í jarðveg á þriggja til fimm kílómetra dýpi, að því fylgi engir jarðskjálftar,“ segir Ólafur. Annað hljóti þá að koma til greina. „Það getur til dæmis gerst við það að vökvi sem er verið að dæla niður fer allt í einu í suðu. Hann nær að komast snögglega að heitu lagi á þriggja til fimm kílómetra dýpi. Þar þenst hann út og myndar gufu sem veldur landrisi,“ segir Ólafur. Þetta geti gerst fyrst núna þó niðurdæling hafi staðið yfir í mörg ár. „Ég var að skoða í síðustu viku líkanareikning sem menn úti í Þýskalandi höfðu verið að gera um hversu langur tími getur liðið frá því niðurdæling er hafin í mjög heit svæði þar til stærri jarðskjálftar verða, þá eru menn að reikna þetta út tíu til tuttugu ár.“ Hann ítrekar að engin hætta skapist af niðurdælingunni. „Þetta væri eðlilegt ferli við rekstur virkjunarinnar. Það er ekkert athugavert við það í sjálfu sér.“ Lengri útgáfu af viðtalinu við Ólaf þar sem hann fer nánar yfir þessa tilgátu má sjá hér fyrir neðan:
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira