Sýnir sterkan vilja stjórnvalda að beita sér fyrir jafnrétti á heimsvísu Heimsljós kynnir 24. febrúar 2020 16:15 gunnisal „Við hjá UN Women á Íslandi fögnum því að ríkisstjórnin hafi ákveðið á fundi síðastliðinn föstudag að íslensk stjórnvöld óski formlega eftir að vera meðal forysturíkja átaksverkefnis UN Women: Jafnréttiskynslóðin (Generation Equality) til næstu fimm ára,“ segir á vef UN Women. „Beiðni stjórnvalda um að leiða verkefnið sýnir sterkan vilja stjórnvalda hér á landi til að beita sér fyrir jafnrétti á heimsvísu.“ Átakið er stærsta verkefni UN Women til þessa og verður ýtt úr vör á ráðstefnu í París í júlí með þátttöku leiðtoga ríkisstjórna og þjóðarleiðtoga. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir ráðstefnuna fyrir Íslands hönd. UN Women minnir á að á þessu ári er aldarfjórðungur liðinn frá fjórðu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um málefni í Peking árið 1995. Á ráðstefnunni var samþykkt pólitísk yfirlýsing og framkvæmdaáætlun um réttindi kvenna (Pekingáætlunin), sem meðal annars byggist á ákvæðum Kvennasáttmála SÞ frá árinu 1979, um afnám allrar mismununar gegn konum. „Markmið átaks UN Women Jafnréttiskynslóðin, er að leiða saman ríkisstjórnir, einkageirann og frjáls félagasamtök í sex aðgerðabandalög sem meti hvað hefur áunnist frá því að Pekingáætlunin var samþykkt á meðal aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna og finna leiðir sem koma í veg fyrir að konum og stúlkum sé mismunað á grundvelli kyns síns,“ segir í frétt UN Women. Þar segir ennfremur að nú þegar fimm ár eru liðin frá því að ríki heims komu sér saman um sautján heimsmarkmið „er ljóst að heimsmarkmið fimm, um kynjajafnrétti, er það markmið sem aðildarríki SÞ eiga lengst í land með, enda gengur það þvert á öll hin markmiðin. Ef því fimmta verður ekki náð, nást aldrei hin sautján.“ Í fréttinni kemur fram að öll Norðurlöndin hafi látið í ljós áhuga á forystuhlutverki í verkefninu og óskað eftir að leiða eitt af sex aðgerðabandalögum átaksins, líkt og íslensk stjórnvöld.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
„Við hjá UN Women á Íslandi fögnum því að ríkisstjórnin hafi ákveðið á fundi síðastliðinn föstudag að íslensk stjórnvöld óski formlega eftir að vera meðal forysturíkja átaksverkefnis UN Women: Jafnréttiskynslóðin (Generation Equality) til næstu fimm ára,“ segir á vef UN Women. „Beiðni stjórnvalda um að leiða verkefnið sýnir sterkan vilja stjórnvalda hér á landi til að beita sér fyrir jafnrétti á heimsvísu.“ Átakið er stærsta verkefni UN Women til þessa og verður ýtt úr vör á ráðstefnu í París í júlí með þátttöku leiðtoga ríkisstjórna og þjóðarleiðtoga. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir ráðstefnuna fyrir Íslands hönd. UN Women minnir á að á þessu ári er aldarfjórðungur liðinn frá fjórðu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um málefni í Peking árið 1995. Á ráðstefnunni var samþykkt pólitísk yfirlýsing og framkvæmdaáætlun um réttindi kvenna (Pekingáætlunin), sem meðal annars byggist á ákvæðum Kvennasáttmála SÞ frá árinu 1979, um afnám allrar mismununar gegn konum. „Markmið átaks UN Women Jafnréttiskynslóðin, er að leiða saman ríkisstjórnir, einkageirann og frjáls félagasamtök í sex aðgerðabandalög sem meti hvað hefur áunnist frá því að Pekingáætlunin var samþykkt á meðal aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna og finna leiðir sem koma í veg fyrir að konum og stúlkum sé mismunað á grundvelli kyns síns,“ segir í frétt UN Women. Þar segir ennfremur að nú þegar fimm ár eru liðin frá því að ríki heims komu sér saman um sautján heimsmarkmið „er ljóst að heimsmarkmið fimm, um kynjajafnrétti, er það markmið sem aðildarríki SÞ eiga lengst í land með, enda gengur það þvert á öll hin markmiðin. Ef því fimmta verður ekki náð, nást aldrei hin sautján.“ Í fréttinni kemur fram að öll Norðurlöndin hafi látið í ljós áhuga á forystuhlutverki í verkefninu og óskað eftir að leiða eitt af sex aðgerðabandalögum átaksins, líkt og íslensk stjórnvöld.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent