Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Stefán Ó. Jónsson og Eiður Þór Árnason skrifa 23. febrúar 2020 15:45 Áfram má búast við umtalsverðu raski á skólahaldi í næstu viku. Vísir/vilhelm Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. Áfram má búast við umtalsverðu raski á skólahaldi í næstu viku vegna yfirstandandi kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Í fjölda grunnskóla borgarinnar einkenndist síðasta vika af lokunum og svokölluðu veltukerfi, þar sem hluti skólabarna þurfti að sitja heima meðan skólastofur þeirra voru ekki þrifnar. Örn Halldórsson er skólastjóri Grandaskóla, en þar koma bekkjardeildir í skólann tvo daga í hverri skorpu. Börnunum býðst þó áfram að hreyfa sig. Reglulega sund- og íþróttakennsla fer fram samkvæmt stundatöflu, án þess þó að gerð sé krafa um mætingu. „Það er bara samkvæmt stundatöflunni þeirra. Ef að þú áttir tíma klukkan 10:10 þá kannski getur þú komið í íþróttatíma og átt þar 70 mínútur og svo þarftu bara að fara heim aftur.“ Þá er hætt við að Öskudagurinn næstkomandi miðvikudag sé í uppnámi, sem Örn segir börnin hafa miklar áhyggjur af. „Það er mikill tilbreytingardagur í skólastarfinu en það er hætt við að það sé í miklu uppnámi, við jafnvel sjáum ekki fyrir það að geta haldið því úti. Það verða bara hefðbundnir skóladagar fyrir þá sem mæta þann dag.“ Fleiri skólar standa frammi fyrir röskun á skólastarfi í næstu viku. Þannig mun aðeins 10. bekkur Réttarholtsskóla mæta í skólann mánudag fram á miðvikudag og þá sjá stjórnendur Hamraskóla og Vogaskóla einnig fram á að þurfa að taka upp veltukerfi frá og með þriðjudegi. Þá eru ótalin áhrif verkfallsins á starfsemi allra 63 leikskóla borgarinnar. Sumum þeirra hefur verið lokað á meðan aðrir geta aðeins haldið úti lágmarksþjónustu. Fjölmörg foreldrafélög á leikskólum hafa sent frá sér áskoranir á Eflingu og borgina að leysa deiluna, en þeim hefur ekki orðið að ósk sinni. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni, en samninganefndirnar funduðu síðast á miðvikudag. Örn segist vona að deilan leysist sem fyrst. „Heitt og innilega, við þurfum ekki að hugsa til þess,“ segir Örn Halldórsson, skólastjóri Grandaskóla. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Viðræðuslit Eflingar komu Aldísi mjög á óvart Efling sleit viðræðunum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær . 22. febrúar 2020 14:16 Segja Dag aðeins láta sjá sig þegar hann „fær að sitja einn í sjónvarpsviðtali“ Stéttarfélagið Efling segir ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um tilboð Reykjavíkurborgar í kjaradeilunni við Eflingu villandi. 20. febrúar 2020 11:11 Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15 Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. Áfram má búast við umtalsverðu raski á skólahaldi í næstu viku vegna yfirstandandi kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Í fjölda grunnskóla borgarinnar einkenndist síðasta vika af lokunum og svokölluðu veltukerfi, þar sem hluti skólabarna þurfti að sitja heima meðan skólastofur þeirra voru ekki þrifnar. Örn Halldórsson er skólastjóri Grandaskóla, en þar koma bekkjardeildir í skólann tvo daga í hverri skorpu. Börnunum býðst þó áfram að hreyfa sig. Reglulega sund- og íþróttakennsla fer fram samkvæmt stundatöflu, án þess þó að gerð sé krafa um mætingu. „Það er bara samkvæmt stundatöflunni þeirra. Ef að þú áttir tíma klukkan 10:10 þá kannski getur þú komið í íþróttatíma og átt þar 70 mínútur og svo þarftu bara að fara heim aftur.“ Þá er hætt við að Öskudagurinn næstkomandi miðvikudag sé í uppnámi, sem Örn segir börnin hafa miklar áhyggjur af. „Það er mikill tilbreytingardagur í skólastarfinu en það er hætt við að það sé í miklu uppnámi, við jafnvel sjáum ekki fyrir það að geta haldið því úti. Það verða bara hefðbundnir skóladagar fyrir þá sem mæta þann dag.“ Fleiri skólar standa frammi fyrir röskun á skólastarfi í næstu viku. Þannig mun aðeins 10. bekkur Réttarholtsskóla mæta í skólann mánudag fram á miðvikudag og þá sjá stjórnendur Hamraskóla og Vogaskóla einnig fram á að þurfa að taka upp veltukerfi frá og með þriðjudegi. Þá eru ótalin áhrif verkfallsins á starfsemi allra 63 leikskóla borgarinnar. Sumum þeirra hefur verið lokað á meðan aðrir geta aðeins haldið úti lágmarksþjónustu. Fjölmörg foreldrafélög á leikskólum hafa sent frá sér áskoranir á Eflingu og borgina að leysa deiluna, en þeim hefur ekki orðið að ósk sinni. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni, en samninganefndirnar funduðu síðast á miðvikudag. Örn segist vona að deilan leysist sem fyrst. „Heitt og innilega, við þurfum ekki að hugsa til þess,“ segir Örn Halldórsson, skólastjóri Grandaskóla.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Viðræðuslit Eflingar komu Aldísi mjög á óvart Efling sleit viðræðunum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær . 22. febrúar 2020 14:16 Segja Dag aðeins láta sjá sig þegar hann „fær að sitja einn í sjónvarpsviðtali“ Stéttarfélagið Efling segir ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um tilboð Reykjavíkurborgar í kjaradeilunni við Eflingu villandi. 20. febrúar 2020 11:11 Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15 Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Viðræðuslit Eflingar komu Aldísi mjög á óvart Efling sleit viðræðunum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær . 22. febrúar 2020 14:16
Segja Dag aðeins láta sjá sig þegar hann „fær að sitja einn í sjónvarpsviðtali“ Stéttarfélagið Efling segir ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um tilboð Reykjavíkurborgar í kjaradeilunni við Eflingu villandi. 20. febrúar 2020 11:11
Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15
Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47