„Gætum þurft að borga himinháan þrifakostnað ef ein okkar missir legvatnið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. febrúar 2020 14:30 Þessar konur hafa slegið í gegn sem uppistandarar. mynd/Hlín Arngrímsdóttir Uppistandshópurinn Fyndnustu mínar skaut fyrst upp kollinum árið 2018 og fjallar um veruleika ungra kvenna árið 2020. Undanfarin tvö ár hafa þær staðið fyrir reglulegum uppistandskvöldum á hinum ýmsu stöðum og selt upp á sýningar í Þjóðleikhússkjallaranum, Hard Rock og Tjarnarbíói. Nú er komið að næstu sýningarröð en næstkomandi laugardag frumsýna þær sýninguna Bestu Mínar á jarðhæð Kex, oft kallað Gamla Nýló. Um leið slá þær til heljarinnar veislu en DJ Mellí heldur uppi stuðinu fyrir og eftir sýningu. Hópurinn samanstendur af Lóu Björk Björnsdóttur, Rebeccu Scott Lord og Heklu Elísabetu Aðalsteinsdóttur. Sú síðastnefnda er nýjasti meðlimur hópsins og fyllir upp í skarðið fyrir Sölku Gullbrá Þórarinsdóttur, sem er í tímabundnu þungunarleyfi frá uppistandi. Síminn stoppar ekki „Það er náttúrulega ekkert grín að vera ólétt svo hún tók ákvörðun um að setjast á bekkinn um stundarsakir og hvíla sig fyrir komandi átök,“ segir Hekla Elísabet. „Við gætum þurft að borga himinháan þrifakostnað ef ein okkar missir legvatnið á sviðinu þannig að ég er hæstánægð með þetta fyrirkomulag“. Vinsældir hópsins hafa farið ört vaxandi og hafa þær verið að troða upp á hinum ýmsu viðburðum, fyrirtækjaskemmtunum og í skólum upp á síðkastið. „Síminn stoppar ekki, ég þurfti að hætta á Instagram til að fá smá frið,“ segir Lóa Björk, fjölmiðla- og sviðslistakona. „Enda leggjum við mikinn metnað í það sem við gerum og stefnum á algjöra yfirtöku á þessu sviði,“ bætir hún við en hægt er að kaupa miða á sýningar þeirra á tix.is. Uppistand Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
Uppistandshópurinn Fyndnustu mínar skaut fyrst upp kollinum árið 2018 og fjallar um veruleika ungra kvenna árið 2020. Undanfarin tvö ár hafa þær staðið fyrir reglulegum uppistandskvöldum á hinum ýmsu stöðum og selt upp á sýningar í Þjóðleikhússkjallaranum, Hard Rock og Tjarnarbíói. Nú er komið að næstu sýningarröð en næstkomandi laugardag frumsýna þær sýninguna Bestu Mínar á jarðhæð Kex, oft kallað Gamla Nýló. Um leið slá þær til heljarinnar veislu en DJ Mellí heldur uppi stuðinu fyrir og eftir sýningu. Hópurinn samanstendur af Lóu Björk Björnsdóttur, Rebeccu Scott Lord og Heklu Elísabetu Aðalsteinsdóttur. Sú síðastnefnda er nýjasti meðlimur hópsins og fyllir upp í skarðið fyrir Sölku Gullbrá Þórarinsdóttur, sem er í tímabundnu þungunarleyfi frá uppistandi. Síminn stoppar ekki „Það er náttúrulega ekkert grín að vera ólétt svo hún tók ákvörðun um að setjast á bekkinn um stundarsakir og hvíla sig fyrir komandi átök,“ segir Hekla Elísabet. „Við gætum þurft að borga himinháan þrifakostnað ef ein okkar missir legvatnið á sviðinu þannig að ég er hæstánægð með þetta fyrirkomulag“. Vinsældir hópsins hafa farið ört vaxandi og hafa þær verið að troða upp á hinum ýmsu viðburðum, fyrirtækjaskemmtunum og í skólum upp á síðkastið. „Síminn stoppar ekki, ég þurfti að hætta á Instagram til að fá smá frið,“ segir Lóa Björk, fjölmiðla- og sviðslistakona. „Enda leggjum við mikinn metnað í það sem við gerum og stefnum á algjöra yfirtöku á þessu sviði,“ bætir hún við en hægt er að kaupa miða á sýningar þeirra á tix.is.
Uppistand Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira