Þriðji drengurinn sem bjargað var úr höfninni á leið í endurhæfingu á Grensásdeild Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2020 13:45 Mikið fjölmenni kom saman í Hafnarfjarðarkirkju kvöldið eftir slysið til að sýna drengjunum og fjölskyldum þeirra samhug. Vísir/Sigurjón Drengur sem bjargað var úr bíl sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn í janúar er á leið af Barnaspítala Hringsins þaðan sem hann heldur í endurhæfingu á Grensásdeild. Deildarstjóri sálgæslu djákna og presta á Landspítalanum segir fjölskylduna finna fyrir stuðningi í samfélaginu. Batinn sé hægur en góður. Það var föstudagskvöldið 17. janúar sem bíll fór fram af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði. Þrír táningar voru í bílnum. Einn komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum en hinum tveimur var bjargað af köfurum sem kallaðir voru á vettvang. Sá sem komst sjálfur út úr bílnum var í sólarhring á Landspítalanum áður en hann var útskrifaður. Hinir voru lagðir inn á gjörgæsludeild og í framhaldinu fluttir á Barnaspítala Hringsins. Frá vettvangi í Hafnarfjarðarhöfn þann 17. janúar.Óskar Páll Elfarsson Tvær vikur er síðan annar drengurinn fór heim af Barnaspítalanum. Hinn drengurinn er á leiðinni af barnaspítalanum á endurhæfingu á Grensásdeild Landspítalans. Rósa Kristjánsdóttir, deildarstjóri sálgæslu djákna og presta á Landspítalanum, segir um gleðileg tíðindi að ræða. „Það er alltaf stór áfangi,“ segir Rósa. Drengurinn hafi verið í endurhæfingu á Landspítalanum og nú taki hann skrefið yfir á Grensásdeild hjá „öllu því fagfólki“ sem þar starfar. Rósa lýsir framförum drengsins sem mjög hægum en góðum. „Við vitum að góðir hlutir gerast hægt.“ Hún segir fjölskyldu drengsins finna fyrir miklum stuðningi og hlýhug úr samfélaginu sem sé mjög mikilvægt. „Við erum full bjartsýni.“ Hafnarfjörður Piltum bjargað úr Hafnarfjarðarhöfn Tengdar fréttir Annar drengjanna sem bjargað var úr Hafnarfjarðarhöfn kominn heim Þrír voru í bílnum sem fór fram af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði föstudagskvöldið 17. janúar. 7. febrúar 2020 17:35 Annar piltanna sem bjargað var úr Hafnarfjarðarhöfn fluttur af gjörgæslu Þrír voru í jepplingi sem fór fram af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði föstudagskvöldið 17. janúar síðastliðinn. 25. janúar 2020 10:18 Opna Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði Bíllinn sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn við Óseyrarbryggju í kvöld var nú skömmu eftir miðnætti hífður upp úr sjónum með kranabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu opnuðu prestar í Hafnarfiði Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í kvöld. Rauði krossinn á Íslandi var til til aðstoðar til að veita sálrænan stuðning. 18. janúar 2020 00:31 Bíll fór í höfnina í Hafnarfirði Bíll fór í höfnina í Hafnarfirði í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 17. janúar 2020 21:31 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Drengur sem bjargað var úr bíl sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn í janúar er á leið af Barnaspítala Hringsins þaðan sem hann heldur í endurhæfingu á Grensásdeild. Deildarstjóri sálgæslu djákna og presta á Landspítalanum segir fjölskylduna finna fyrir stuðningi í samfélaginu. Batinn sé hægur en góður. Það var föstudagskvöldið 17. janúar sem bíll fór fram af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði. Þrír táningar voru í bílnum. Einn komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum en hinum tveimur var bjargað af köfurum sem kallaðir voru á vettvang. Sá sem komst sjálfur út úr bílnum var í sólarhring á Landspítalanum áður en hann var útskrifaður. Hinir voru lagðir inn á gjörgæsludeild og í framhaldinu fluttir á Barnaspítala Hringsins. Frá vettvangi í Hafnarfjarðarhöfn þann 17. janúar.Óskar Páll Elfarsson Tvær vikur er síðan annar drengurinn fór heim af Barnaspítalanum. Hinn drengurinn er á leiðinni af barnaspítalanum á endurhæfingu á Grensásdeild Landspítalans. Rósa Kristjánsdóttir, deildarstjóri sálgæslu djákna og presta á Landspítalanum, segir um gleðileg tíðindi að ræða. „Það er alltaf stór áfangi,“ segir Rósa. Drengurinn hafi verið í endurhæfingu á Landspítalanum og nú taki hann skrefið yfir á Grensásdeild hjá „öllu því fagfólki“ sem þar starfar. Rósa lýsir framförum drengsins sem mjög hægum en góðum. „Við vitum að góðir hlutir gerast hægt.“ Hún segir fjölskyldu drengsins finna fyrir miklum stuðningi og hlýhug úr samfélaginu sem sé mjög mikilvægt. „Við erum full bjartsýni.“
Hafnarfjörður Piltum bjargað úr Hafnarfjarðarhöfn Tengdar fréttir Annar drengjanna sem bjargað var úr Hafnarfjarðarhöfn kominn heim Þrír voru í bílnum sem fór fram af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði föstudagskvöldið 17. janúar. 7. febrúar 2020 17:35 Annar piltanna sem bjargað var úr Hafnarfjarðarhöfn fluttur af gjörgæslu Þrír voru í jepplingi sem fór fram af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði föstudagskvöldið 17. janúar síðastliðinn. 25. janúar 2020 10:18 Opna Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði Bíllinn sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn við Óseyrarbryggju í kvöld var nú skömmu eftir miðnætti hífður upp úr sjónum með kranabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu opnuðu prestar í Hafnarfiði Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í kvöld. Rauði krossinn á Íslandi var til til aðstoðar til að veita sálrænan stuðning. 18. janúar 2020 00:31 Bíll fór í höfnina í Hafnarfirði Bíll fór í höfnina í Hafnarfirði í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 17. janúar 2020 21:31 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Annar drengjanna sem bjargað var úr Hafnarfjarðarhöfn kominn heim Þrír voru í bílnum sem fór fram af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði föstudagskvöldið 17. janúar. 7. febrúar 2020 17:35
Annar piltanna sem bjargað var úr Hafnarfjarðarhöfn fluttur af gjörgæslu Þrír voru í jepplingi sem fór fram af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði föstudagskvöldið 17. janúar síðastliðinn. 25. janúar 2020 10:18
Opna Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði Bíllinn sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn við Óseyrarbryggju í kvöld var nú skömmu eftir miðnætti hífður upp úr sjónum með kranabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu opnuðu prestar í Hafnarfiði Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í kvöld. Rauði krossinn á Íslandi var til til aðstoðar til að veita sálrænan stuðning. 18. janúar 2020 00:31
Bíll fór í höfnina í Hafnarfirði Bíll fór í höfnina í Hafnarfirði í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 17. janúar 2020 21:31