Rafmagnaður strætó til reynslu á Íslandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 21. febrúar 2020 07:00 Mercedes eCitaro hefur verið á Íslandi undanfarið. Vísir/Askja Nýr Mercedes-Benz eCitaro strætisvagn sem gengur eingöngu fyrir rafmagni hefur verið hér á landi í prófunum og reynsluakstri. Bíllinn vakti mikla athygli hér á götum en hann var m.a. hjá Strætó, Hópbílum, Kynnisferðum og Isavia til reynslu í rekstri þessara fyrirtækja. Hinn rafknúni eCitaro var frumsýndur á atvinnubílasýningunni IAA á síðasta ári og er þegar kominn í akstur víða í Evrópu þar sem honum er ætlað að leysa af hólmi dísilknúna strætisvagna. Bíllinn er án útblásturs og ekur um nánast hljóðlaust þar sem ekkert heyrist í rafmótornum. Strætisvagninn gengur fyrir rafmagni í stað eldsneytis og er með rafhlöður sem skila alls 243 kW afli. Mercedes-Benz leggur mikla áherslu á að eCitaro sé góður í akstri og þægilegur fyrir farþega og ökumann. Sætin eru mjög góð og gott pláss innandyra í vagninum. Bíllinn er vel búinn nýjustu aksturs- og öryggiskerfum frá Mercedes-Benz. Hinn nýi eCitaro reyndist íslensku fyrirtækjunum mjög vel. Þeir sem prófuðu bílinn voru sammála um að aksturseiginleikar bílsins hentuðu vel fyrir íslenskar aðstæður. „Hann hefur einstaklega góða fjöðrun og umhverfi ökumanns er sérstaklega þægilegt,“ segir Hannes Strange, sölustjóri Mercedes-Benz atvinnubíla hjá Öskju. Hinn rafknúni eCitaro er byggður á hinum vinsæla Citaro, sem er einn mest seldi strætisvagn í heimi en alls hafa rúmlega 50 þúsund eintök selst af vagninum á heimsvísu á síðustu árum. eCitaro hefur reynst vel fyrir almenningssamgöngur í nokkrum af stærstu borgum Evrópu og eftir prófanir á Íslandi er ljóst að hann hentar vel fyrir almenningssamgöngur á Íslandi. Bílar Samgöngur Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent
Nýr Mercedes-Benz eCitaro strætisvagn sem gengur eingöngu fyrir rafmagni hefur verið hér á landi í prófunum og reynsluakstri. Bíllinn vakti mikla athygli hér á götum en hann var m.a. hjá Strætó, Hópbílum, Kynnisferðum og Isavia til reynslu í rekstri þessara fyrirtækja. Hinn rafknúni eCitaro var frumsýndur á atvinnubílasýningunni IAA á síðasta ári og er þegar kominn í akstur víða í Evrópu þar sem honum er ætlað að leysa af hólmi dísilknúna strætisvagna. Bíllinn er án útblásturs og ekur um nánast hljóðlaust þar sem ekkert heyrist í rafmótornum. Strætisvagninn gengur fyrir rafmagni í stað eldsneytis og er með rafhlöður sem skila alls 243 kW afli. Mercedes-Benz leggur mikla áherslu á að eCitaro sé góður í akstri og þægilegur fyrir farþega og ökumann. Sætin eru mjög góð og gott pláss innandyra í vagninum. Bíllinn er vel búinn nýjustu aksturs- og öryggiskerfum frá Mercedes-Benz. Hinn nýi eCitaro reyndist íslensku fyrirtækjunum mjög vel. Þeir sem prófuðu bílinn voru sammála um að aksturseiginleikar bílsins hentuðu vel fyrir íslenskar aðstæður. „Hann hefur einstaklega góða fjöðrun og umhverfi ökumanns er sérstaklega þægilegt,“ segir Hannes Strange, sölustjóri Mercedes-Benz atvinnubíla hjá Öskju. Hinn rafknúni eCitaro er byggður á hinum vinsæla Citaro, sem er einn mest seldi strætisvagn í heimi en alls hafa rúmlega 50 þúsund eintök selst af vagninum á heimsvísu á síðustu árum. eCitaro hefur reynst vel fyrir almenningssamgöngur í nokkrum af stærstu borgum Evrópu og eftir prófanir á Íslandi er ljóst að hann hentar vel fyrir almenningssamgöngur á Íslandi.
Bílar Samgöngur Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent