Segja Dag aðeins láta sjá sig þegar hann „fær að sitja einn í sjónvarpsviðtali“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 11:11 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Vísir/vilhelm Stéttarfélagið Efling segir ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um tilboð Reykjavíkurborgar í kjaradeilunni við Eflingu villandi. Upphæðir sem borgarstjóri nefndi í sjónvarpsviðtali í gær hafi ekki verið settar fram á réttum forsendum. Þá gagnrýnir Efling Dag fyrir að láta aðeins sjá sig þegar hann fær „að sitja einn í sjónvarpsviðtali“. Dagur sagði í Kastljósi í gær að kröfur Eflingar væru langt umfram lífskjarasamninginn sem undirritaður var á liðnu ári. Kröfur Eflingar væru jafnframt umfram tilboð borgarinnar, sem að hans mati væri mjög sterkt og sé til þess gert að tekjulægstu hóparnir geti lifað mannsæmandi lífi á sínum launum. Þá varpaði Dagur frekara ljósi á tilboð borgarinnar í viðræðunum. Hann sagði að með því myndu grunnlaun ófaglærðra starfsmanna í leikskólum Reykjavíkur hækka úr 310 þúsund krónum á mánuði í 420 þúsund krónur. Þar að auki myndu starfsmenn fá 40 þúsund krónur ofan á grunnlaun vegna álagsgreiðslna. Dagur sagðist jafnframt hafa búist við því að samningagerð myndi ganga hratt og vel, þar sem nýbúið væri að skrifa undir lífskjarasamninginn, samning á almennum vinnumarkaði sem náði til yfir hundrað þúsund launþega og bæði sveitarfélög og ríkið komu að. Fegri mögur tilboð borgarinnar Efling segir í yfirlýsingu sinni að ummæli Dags í sjónvarpsviðtali í gær hafi verið villandi „um þau tilboð sem Reykjavíkurborg hefur gert Eflingarfélögum.“ Reykjavíkurborg hafi ekki boðið Eflingarfélögum sérstaka leiðréttingu lægstu launa umfram taxtahækkanir að fyrirmynd lífskjarasamningsins, svo neinu nemi. „Þær upphæðir sem borgarstjóri fór með í viðtalinu í gær, með vísun í kjör ófaglærðs leikskólastarfsmanns, byggja á því að telja ekki núverandi sérgreiðslur í byrjunarupphæð en telja þær með í lokaupphæð,“ segir í yfirlýsingu Eflingar. Efling metur framsetningu borgarstjóra þannig að hann setji þegar umsamin réttindi í búning kjaraviðbóta, til að „fegra mögur tilboð borgarinnar“. „Staðreyndin er sú að samninganefnd Eflingar myndi samþykkja, og hefur ítrekað boðið, að grunnlaun hækki sem samsvarar lífskjarasamningnum, að viðbættri leiðréttingu á bilinu 17-46 þúsund krónur. Sú leiðrétting þyrfti ekki að vera í formi grunnlaunahækkunar heldur gæti verið sérstakt álag sem ekki kæmi inn í grunn til útreiknings á yfirvinnu og vaktavinnu,“ segir Efling í yfirlýsingu sinni. Frá upphafi sáttafundar samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar í gær.vísir/birgir „Samninganefnd Eflingar hefur nú lagt fram þrjú tilboð byggð á tveimur ólíkum nálgunum til að ná fram leiðréttingu. Samninganefndin hefur lýst sig reiðubúna til viðræðu um upphæðir og forsendur slíkra viðbótarhækkana í tilviki ólíkra starfa og vinnustaða. Reykjavíkurborg hefur hafnað þessum nálgunum án viðræðu um hugsanlegar útfærslur og leiðir sem þær kynnu að bjóða upp á.“ Trúnaðarmenn Eflingar funduðu í morgun og samþykktu ályktun vegna ummæla Dags í Kastljósi. Dagur er ávarpaður beint í ályktuninni og hann sakaður um að „tala niður“ kjara- og réttlætisbaráttu Eflingar. „Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson: þér hefur nú verið boðið að ræða kröfur okkar á fundum með félagsmönnum Eflingar ítrekað. Þú hefur ætíð hafnað þeim boðum. Þess í stað hefur þú aðeins látið sjá þig þegar þú færð að sitja einn í sjónvarpsviðtali, þar sem þú hefur talað niður okkar kjara- og réttlætisbaráttu. Þú kennir þig við stjórnmál samræðunnar. Við hörmum og fordæmum að þú viljir ekki eiga samtal við okkur, þitt eigið starfsfólk.“ Samningafundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkur lauk án árangurs rétt fyrir klukkan 16 í gær. Annar fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni. Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá borginni heldur því áfram. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Mótmælum Eflingar á jafnréttisþingi fagnað Um fimmtíu manns á vegum Eflingar, með Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann í broddi fylkingar, mættu við Jafnréttisþingið í Hörpu klukkan tíu til að mótamæla því sem þau kalla "virðingarleysi samfélagsins gagnvart umönnunarstörfum“. 20. febrúar 2020 10:20 Dagur segir tilboð borgarinnar líklega mestu hækkun lægstu launa sem samið hafi verið um Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir kröfur Eflingar langt umfram lífskjarasamninginn sem undirritaður var á liðnu ári. Kröfurnar séu þá umfram tilboð borgarinnar sem sé, að hans mati, mjög sterkt og sé til þess gert að tekjulægstu hóparnir geti lifað mannsæmandi lífi á sínum launum. 19. febrúar 2020 21:09 „Reykjavíkurborg hefur enn á ný slegið á sáttahönd láglaunafólks“ Samningafundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkur lauk án árangurs rétt fyrir klukkan 16 í dag. Annar fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni. 19. febrúar 2020 16:34 Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Stéttarfélagið Efling segir ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um tilboð Reykjavíkurborgar í kjaradeilunni við Eflingu villandi. Upphæðir sem borgarstjóri nefndi í sjónvarpsviðtali í gær hafi ekki verið settar fram á réttum forsendum. Þá gagnrýnir Efling Dag fyrir að láta aðeins sjá sig þegar hann fær „að sitja einn í sjónvarpsviðtali“. Dagur sagði í Kastljósi í gær að kröfur Eflingar væru langt umfram lífskjarasamninginn sem undirritaður var á liðnu ári. Kröfur Eflingar væru jafnframt umfram tilboð borgarinnar, sem að hans mati væri mjög sterkt og sé til þess gert að tekjulægstu hóparnir geti lifað mannsæmandi lífi á sínum launum. Þá varpaði Dagur frekara ljósi á tilboð borgarinnar í viðræðunum. Hann sagði að með því myndu grunnlaun ófaglærðra starfsmanna í leikskólum Reykjavíkur hækka úr 310 þúsund krónum á mánuði í 420 þúsund krónur. Þar að auki myndu starfsmenn fá 40 þúsund krónur ofan á grunnlaun vegna álagsgreiðslna. Dagur sagðist jafnframt hafa búist við því að samningagerð myndi ganga hratt og vel, þar sem nýbúið væri að skrifa undir lífskjarasamninginn, samning á almennum vinnumarkaði sem náði til yfir hundrað þúsund launþega og bæði sveitarfélög og ríkið komu að. Fegri mögur tilboð borgarinnar Efling segir í yfirlýsingu sinni að ummæli Dags í sjónvarpsviðtali í gær hafi verið villandi „um þau tilboð sem Reykjavíkurborg hefur gert Eflingarfélögum.“ Reykjavíkurborg hafi ekki boðið Eflingarfélögum sérstaka leiðréttingu lægstu launa umfram taxtahækkanir að fyrirmynd lífskjarasamningsins, svo neinu nemi. „Þær upphæðir sem borgarstjóri fór með í viðtalinu í gær, með vísun í kjör ófaglærðs leikskólastarfsmanns, byggja á því að telja ekki núverandi sérgreiðslur í byrjunarupphæð en telja þær með í lokaupphæð,“ segir í yfirlýsingu Eflingar. Efling metur framsetningu borgarstjóra þannig að hann setji þegar umsamin réttindi í búning kjaraviðbóta, til að „fegra mögur tilboð borgarinnar“. „Staðreyndin er sú að samninganefnd Eflingar myndi samþykkja, og hefur ítrekað boðið, að grunnlaun hækki sem samsvarar lífskjarasamningnum, að viðbættri leiðréttingu á bilinu 17-46 þúsund krónur. Sú leiðrétting þyrfti ekki að vera í formi grunnlaunahækkunar heldur gæti verið sérstakt álag sem ekki kæmi inn í grunn til útreiknings á yfirvinnu og vaktavinnu,“ segir Efling í yfirlýsingu sinni. Frá upphafi sáttafundar samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar í gær.vísir/birgir „Samninganefnd Eflingar hefur nú lagt fram þrjú tilboð byggð á tveimur ólíkum nálgunum til að ná fram leiðréttingu. Samninganefndin hefur lýst sig reiðubúna til viðræðu um upphæðir og forsendur slíkra viðbótarhækkana í tilviki ólíkra starfa og vinnustaða. Reykjavíkurborg hefur hafnað þessum nálgunum án viðræðu um hugsanlegar útfærslur og leiðir sem þær kynnu að bjóða upp á.“ Trúnaðarmenn Eflingar funduðu í morgun og samþykktu ályktun vegna ummæla Dags í Kastljósi. Dagur er ávarpaður beint í ályktuninni og hann sakaður um að „tala niður“ kjara- og réttlætisbaráttu Eflingar. „Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson: þér hefur nú verið boðið að ræða kröfur okkar á fundum með félagsmönnum Eflingar ítrekað. Þú hefur ætíð hafnað þeim boðum. Þess í stað hefur þú aðeins látið sjá þig þegar þú færð að sitja einn í sjónvarpsviðtali, þar sem þú hefur talað niður okkar kjara- og réttlætisbaráttu. Þú kennir þig við stjórnmál samræðunnar. Við hörmum og fordæmum að þú viljir ekki eiga samtal við okkur, þitt eigið starfsfólk.“ Samningafundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkur lauk án árangurs rétt fyrir klukkan 16 í gær. Annar fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni. Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá borginni heldur því áfram.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Mótmælum Eflingar á jafnréttisþingi fagnað Um fimmtíu manns á vegum Eflingar, með Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann í broddi fylkingar, mættu við Jafnréttisþingið í Hörpu klukkan tíu til að mótamæla því sem þau kalla "virðingarleysi samfélagsins gagnvart umönnunarstörfum“. 20. febrúar 2020 10:20 Dagur segir tilboð borgarinnar líklega mestu hækkun lægstu launa sem samið hafi verið um Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir kröfur Eflingar langt umfram lífskjarasamninginn sem undirritaður var á liðnu ári. Kröfurnar séu þá umfram tilboð borgarinnar sem sé, að hans mati, mjög sterkt og sé til þess gert að tekjulægstu hóparnir geti lifað mannsæmandi lífi á sínum launum. 19. febrúar 2020 21:09 „Reykjavíkurborg hefur enn á ný slegið á sáttahönd láglaunafólks“ Samningafundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkur lauk án árangurs rétt fyrir klukkan 16 í dag. Annar fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni. 19. febrúar 2020 16:34 Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Mótmælum Eflingar á jafnréttisþingi fagnað Um fimmtíu manns á vegum Eflingar, með Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann í broddi fylkingar, mættu við Jafnréttisþingið í Hörpu klukkan tíu til að mótamæla því sem þau kalla "virðingarleysi samfélagsins gagnvart umönnunarstörfum“. 20. febrúar 2020 10:20
Dagur segir tilboð borgarinnar líklega mestu hækkun lægstu launa sem samið hafi verið um Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir kröfur Eflingar langt umfram lífskjarasamninginn sem undirritaður var á liðnu ári. Kröfurnar séu þá umfram tilboð borgarinnar sem sé, að hans mati, mjög sterkt og sé til þess gert að tekjulægstu hóparnir geti lifað mannsæmandi lífi á sínum launum. 19. febrúar 2020 21:09
„Reykjavíkurborg hefur enn á ný slegið á sáttahönd láglaunafólks“ Samningafundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkur lauk án árangurs rétt fyrir klukkan 16 í dag. Annar fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni. 19. febrúar 2020 16:34
Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47