Sparnaðaraðgerðir í mæðravernd ávísun á mæðradauða í stórum stíl Heimsljós 19. ágúst 2020 09:29 UN Women Sameinuðu þjóðirnar áætla að sparnaðaraðgerðir í mæðravernd sem fátækari ríki hafa gripið til í þeim tilgangi að stemma stigu við kostnaði vegna COVID-19 komi til með að kosta allt að 113 þúsund konur lífið. Þetta kemur á vef UN Women sem vekur athygli á því að reynsla af áhrifum faraldra sýni að þeir leggjast af meiri þunga á konur og jaðarsetta hópa en karla. Nýlegar úttektir og rannsóknir sýna, segir UN Women, að á tímum útgöngubanns hafi heimilisofbeldi aukist gríðarlega, barnshafandi konum hafi verið vísað frá fæðingardeildum sjúkrahúsa vegna skorts á rými eða starfsfólki, konur sem starfi við heimilishjálp hafi orðið útundan í efnahagslegum aðgerðaráætlunum ríkisstjórna, og með langvarandi lokunum skóla hafi vinnuframlag kvenna tvöfaldast í faraldrinum. Þá séu konur líklegri til að missa atvinnuna en karlmenn. „Skæðir veirufaraldrar á borð við COVID-19, zika og ebólu ógna ekki aðeins heilsu fólks, heldur hafa þeir neikvæð áhrif á stöðu og réttindi kvenna og jaðarsettra hópa. Strax í vor vöktu ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna athygli á skuggafaraldri sem geisaði samhliða COVID-19. Umræddur skuggafaraldur var heimilisofbeldi sem jókst til muna meðan á samkomutakmörkunum stóð en hafði þá lítið verið rætt um,“ segir í frétt UN Women. Þar segir enn fremur að þegar ebólufaraldur geisaði í Sierra Leone árið 2014 hafi strax mátt greina neikvæð áhrif faraldursins á líf kvenna. „Eftir því sem smitum fjölgaði í landinu, varð tíðni mæðra- og ungbarnadauða hærri. Sjúkrahús lokuðu fæðingardeildum sínum í þeim tilgangi að sinna smituðum og því neyddust margar konur til þess að fæða án aðstoðar fagfólks. Í lok faraldursins höfðu 3.589 látist af ebólu, en um 3.500-4.900 fleiri konur og börn létust við barnsburð en á árunum fyrir 2014.“ „Það er gríðarlega mikilvægt að raddir allra fái að heyrast þegar tekist er á við veirufaraldur. Viðbragðsáætlanir sem taka einungis mið af þörfum afmarkaðra hópa auka aðeins á mismunun og ójöfnuð í samfélögum,“ segir í frétt UN Women. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent
Sameinuðu þjóðirnar áætla að sparnaðaraðgerðir í mæðravernd sem fátækari ríki hafa gripið til í þeim tilgangi að stemma stigu við kostnaði vegna COVID-19 komi til með að kosta allt að 113 þúsund konur lífið. Þetta kemur á vef UN Women sem vekur athygli á því að reynsla af áhrifum faraldra sýni að þeir leggjast af meiri þunga á konur og jaðarsetta hópa en karla. Nýlegar úttektir og rannsóknir sýna, segir UN Women, að á tímum útgöngubanns hafi heimilisofbeldi aukist gríðarlega, barnshafandi konum hafi verið vísað frá fæðingardeildum sjúkrahúsa vegna skorts á rými eða starfsfólki, konur sem starfi við heimilishjálp hafi orðið útundan í efnahagslegum aðgerðaráætlunum ríkisstjórna, og með langvarandi lokunum skóla hafi vinnuframlag kvenna tvöfaldast í faraldrinum. Þá séu konur líklegri til að missa atvinnuna en karlmenn. „Skæðir veirufaraldrar á borð við COVID-19, zika og ebólu ógna ekki aðeins heilsu fólks, heldur hafa þeir neikvæð áhrif á stöðu og réttindi kvenna og jaðarsettra hópa. Strax í vor vöktu ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna athygli á skuggafaraldri sem geisaði samhliða COVID-19. Umræddur skuggafaraldur var heimilisofbeldi sem jókst til muna meðan á samkomutakmörkunum stóð en hafði þá lítið verið rætt um,“ segir í frétt UN Women. Þar segir enn fremur að þegar ebólufaraldur geisaði í Sierra Leone árið 2014 hafi strax mátt greina neikvæð áhrif faraldursins á líf kvenna. „Eftir því sem smitum fjölgaði í landinu, varð tíðni mæðra- og ungbarnadauða hærri. Sjúkrahús lokuðu fæðingardeildum sínum í þeim tilgangi að sinna smituðum og því neyddust margar konur til þess að fæða án aðstoðar fagfólks. Í lok faraldursins höfðu 3.589 látist af ebólu, en um 3.500-4.900 fleiri konur og börn létust við barnsburð en á árunum fyrir 2014.“ „Það er gríðarlega mikilvægt að raddir allra fái að heyrast þegar tekist er á við veirufaraldur. Viðbragðsáætlanir sem taka einungis mið af þörfum afmarkaðra hópa auka aðeins á mismunun og ójöfnuð í samfélögum,“ segir í frétt UN Women. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent