Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. ágúst 2020 07:00 Ford Kuga PHEV. Varað er við því að hlaða bílana áður en loftstýringu hefur verið bætt við. Bílaumboðin Askja og Brimborg hafa þurft að innkalla bíla í gær og fyrradag. Askja tilkynnt um innköllun á 20 Mercedens-Benz X-Class pallbílum. Brimborg hefur tilkynnt um innköllun á 22 Ford Kuga PHEV bíla. Ford Kuga PHEV Ástæða innköllunar er að rannsóknir Ford hafa leitt í ljós að við afar sjaldgæfar aðstæður getur drifrafhlaða bílsins þurft að losa sig við heitar lofttegundir til þess að minnka þrýsting og hita. Hitinn getur haft áhrif á aðra íhluti og í versta falli valdið eldhættu. Til að fyrirbyggja þetta hefur Ford ákveðið að bæta við loftstýringu. Áður en loftstýringu hefur verið bætt við er rétt að ítreka að bílarnir séu ekki settir í hleðslu og einungis aka bílnum í þeirri stillingu sem bíllinn fer í við ræsingu „AUTO EV“. Viðkomandi bifreiðareigendum verður tilkynnt bréfleiðis um innköllunina. Mercedes Benz X-Class er lýst sem tegund lúxuspallbíla.Wikipedia Mercedes-Benz X-Class Ástæða innköllunar er að hámarksþyngd ofan á þaki bifreiðarinnar er ekki rétt skv. handbók í bifreiðinni. Viðkomandi bifreiðareigendum verður tilkynnt um innköllunina símleiðis samkvæmt tilkynningu frá Öskju. Hægt er að fletta upp hvort útistandandi innköllun sé á bíl, eftir skráningarnúmeri eða vin-númeri á heimasíðu Neytendastofu. Neytendur Innköllun Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent
Bílaumboðin Askja og Brimborg hafa þurft að innkalla bíla í gær og fyrradag. Askja tilkynnt um innköllun á 20 Mercedens-Benz X-Class pallbílum. Brimborg hefur tilkynnt um innköllun á 22 Ford Kuga PHEV bíla. Ford Kuga PHEV Ástæða innköllunar er að rannsóknir Ford hafa leitt í ljós að við afar sjaldgæfar aðstæður getur drifrafhlaða bílsins þurft að losa sig við heitar lofttegundir til þess að minnka þrýsting og hita. Hitinn getur haft áhrif á aðra íhluti og í versta falli valdið eldhættu. Til að fyrirbyggja þetta hefur Ford ákveðið að bæta við loftstýringu. Áður en loftstýringu hefur verið bætt við er rétt að ítreka að bílarnir séu ekki settir í hleðslu og einungis aka bílnum í þeirri stillingu sem bíllinn fer í við ræsingu „AUTO EV“. Viðkomandi bifreiðareigendum verður tilkynnt bréfleiðis um innköllunina. Mercedes Benz X-Class er lýst sem tegund lúxuspallbíla.Wikipedia Mercedes-Benz X-Class Ástæða innköllunar er að hámarksþyngd ofan á þaki bifreiðarinnar er ekki rétt skv. handbók í bifreiðinni. Viðkomandi bifreiðareigendum verður tilkynnt um innköllunina símleiðis samkvæmt tilkynningu frá Öskju. Hægt er að fletta upp hvort útistandandi innköllun sé á bíl, eftir skráningarnúmeri eða vin-númeri á heimasíðu Neytendastofu.
Neytendur Innköllun Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent