Innlent

Efling og Reykjavíkurborg funda enn í Karphúsinu

Andri Eysteinsson skrifar
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa ólíka sýn á samningaviðræðurnar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa ólíka sýn á samningaviðræðurnar. Vísir/Vilhelm
Samningafundir Eflingar og Reykjavíkurborgar halda áfram í húsakynnum Ríkissáttasemjara.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagðist ekki geta svarað því á þessari stundu hvort fundað verði langt fram eftir kvöldi og jafnvel fram á nótt.

„Við erum ennþá hér og það er ennþá verið að skoða hluti,“ sagði Sólveig í samtali við Vísi.

Fundahöld Eflingar og Reykjavíkurborgar halda því áfram en fundi gærdagsins var slitið skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt. Sólveig greindi þá fréttamanni Stöðvar 2 frá því að fundir dagsins hafi verið áhugaverðir.

Hátt í tvö þúsund félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hafa nú verið í ótímabundnu verkfalli frá og með 17. Febrúar. Skóla- og leikskólastarf hefur raskast töluvert í Reykjavík á meðan á verkfallinu hefur staðið.

Í færslu á Facebook-síðu Eflingar sagði að nefnd Eflingar ynni hörðum höndum. Engin afsláttur væri gefinn af því að taka ákvarðanir lýðræðislega. Lífskjör til næstu ára væru í húfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×