Formaður BSRB óttast ekki lög á verkföll og viðræður ganga vel Heimir Már Pétursson skrifar 5. mars 2020 19:45 Takist samningar ekki fyrir mánudag hefjast ótímabundin verkföll hjá BSRB. grafík/hafsteinn Formaður BSRB telur enga ástæðu til að óttast að verkfallsaðgerðum bandalagsins verði frestað með lagasetningu. Búið sé að ná saman um styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki og launakrafan byggi á lífskjarasamningunum. Samkvæmt lögum geta ekki allir starfsmenn tiltekinna hópa starfsmanna heilbrigiðsstofnana farið í verkfall. En vegna kórónuveirunnar má að auki búast við að sótt verði um undanþágur fyrir töluverðan fjölda starfsmanna. Þetta horfir öðruvísi við með vínbúðirnar. Engar undanþágur verða gefnar vegna starfsmanna þeirra í tveggja daga verkföllum. Vínbúðirnar verða lokaðar þegar þær aðgerðir standa yfir. Og það sama á við um sundlaugarnar. Það verður ekki hægt að stinga sér til sunds í tveggja daga verkföllum sem hefjast að óbreyttu á mánudag. En kannski verður ekkert af verkföllunum því Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að stórum áfanga hafi verið náð í viðræðum bandalagsins við ríkið í gærkvöldi. „Þá gengum við frá styttingu vinnutímans hjá vaktavinnufólki. Við höfum verið mjög lengi að vinna að því og raunar yfir allt þetta viðræðutímabil sem eru ellefu mánuðir. Þetta er stór liður í því að nálgast lok kjaraviðræðna,“ segir Sonja Ýr. Enn ágreiningur um launaliðinn Enn á þó eftir að ná saman um launaliðinn og því gætu umfangsmiklar aðgerðir hafist á mánudag með ótímabundnum verkföllum í grunnskólum Reykjavíkur og Seltjarnarness, á frístundaheimilum, skrifstofum skattsins og tollsins, sýslumönnum um allt land og í þjónustuverum þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkur og Akraness. Á mánudag hæfust að auki vikuleg teggja daga verkföll sem hefðu mikil áhrif á Landspítala, ummönun aldraðra og fólks með fötlun, grunnskóla utan Reykjavíkur, leikskóla víða um land og á bæjarskrifstofum. Auk þess sem fyrrnefndir staðir myndu loka ásamt skíðasvæðum og Bílastæðasjóði. Sonja Ýr segir út af standi að semja um jöfnun launa milli almenna og opinbera markaðarins og túlkun lífskjarasamningsins. „Við höfum einmitt verið með sömu kröfur; um að launahækkanir yfir kjarasamningstímabilið séu í samræmi við lífskjarasamninginn. Höfum gert þá kröfu að það verði 90 þúsund króna hækkun. Í lífskjarasamningunum var samið um tvær tölur, 68 þúsund fyrir markaðslaun og 90 þúsund krónur fyrir taxtalaun. Það eru allir opinberir starfsmenn á taxtalaunum. En það er hins vegar ekki tilboð ríkisins að bjóða öllum 90 þúsund krónur og um það snýst ágreiningurinn,“ segir formaður BSRB. Ekki sé tímabært að óttast lög á verkföllin enda unnið hörðum höndum að því að ná samningi fyrir mánudag. Þá geti ekki allir opinberir starfsmenn lagt niður störf. „Við erum með fjölbreytta hópa. Annars vegar hópa sem þurfa að sinna heilbrigði og öryggi og þá er hægt að fara með undanþágubeiðnir í tengslum við veiruna. Til að fá undanþágu fyrir þau frá verkfalli. En það eiga ekki sömu sjónarmið við um þá sem eru að starfa í skólunum, frístundaheimilunum, í ÁTVR og svo framvegis,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Furða sig á fyrirmælum um utanlandsferðir en ætla þó að fylgja þeim Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg. 5. mars 2020 15:00 Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45 LSS frestar verkfalli á meðan hættustig vegna kórónuveiru er í gildi Verkfallsaðgerðir LSS, sem beindust gegn bæði ríkinu og sveitarfélögum, áttu að hefjast 10. mars næstkomandi. 5. mars 2020 10:55 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Formaður BSRB telur enga ástæðu til að óttast að verkfallsaðgerðum bandalagsins verði frestað með lagasetningu. Búið sé að ná saman um styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki og launakrafan byggi á lífskjarasamningunum. Samkvæmt lögum geta ekki allir starfsmenn tiltekinna hópa starfsmanna heilbrigiðsstofnana farið í verkfall. En vegna kórónuveirunnar má að auki búast við að sótt verði um undanþágur fyrir töluverðan fjölda starfsmanna. Þetta horfir öðruvísi við með vínbúðirnar. Engar undanþágur verða gefnar vegna starfsmanna þeirra í tveggja daga verkföllum. Vínbúðirnar verða lokaðar þegar þær aðgerðir standa yfir. Og það sama á við um sundlaugarnar. Það verður ekki hægt að stinga sér til sunds í tveggja daga verkföllum sem hefjast að óbreyttu á mánudag. En kannski verður ekkert af verkföllunum því Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að stórum áfanga hafi verið náð í viðræðum bandalagsins við ríkið í gærkvöldi. „Þá gengum við frá styttingu vinnutímans hjá vaktavinnufólki. Við höfum verið mjög lengi að vinna að því og raunar yfir allt þetta viðræðutímabil sem eru ellefu mánuðir. Þetta er stór liður í því að nálgast lok kjaraviðræðna,“ segir Sonja Ýr. Enn ágreiningur um launaliðinn Enn á þó eftir að ná saman um launaliðinn og því gætu umfangsmiklar aðgerðir hafist á mánudag með ótímabundnum verkföllum í grunnskólum Reykjavíkur og Seltjarnarness, á frístundaheimilum, skrifstofum skattsins og tollsins, sýslumönnum um allt land og í þjónustuverum þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkur og Akraness. Á mánudag hæfust að auki vikuleg teggja daga verkföll sem hefðu mikil áhrif á Landspítala, ummönun aldraðra og fólks með fötlun, grunnskóla utan Reykjavíkur, leikskóla víða um land og á bæjarskrifstofum. Auk þess sem fyrrnefndir staðir myndu loka ásamt skíðasvæðum og Bílastæðasjóði. Sonja Ýr segir út af standi að semja um jöfnun launa milli almenna og opinbera markaðarins og túlkun lífskjarasamningsins. „Við höfum einmitt verið með sömu kröfur; um að launahækkanir yfir kjarasamningstímabilið séu í samræmi við lífskjarasamninginn. Höfum gert þá kröfu að það verði 90 þúsund króna hækkun. Í lífskjarasamningunum var samið um tvær tölur, 68 þúsund fyrir markaðslaun og 90 þúsund krónur fyrir taxtalaun. Það eru allir opinberir starfsmenn á taxtalaunum. En það er hins vegar ekki tilboð ríkisins að bjóða öllum 90 þúsund krónur og um það snýst ágreiningurinn,“ segir formaður BSRB. Ekki sé tímabært að óttast lög á verkföllin enda unnið hörðum höndum að því að ná samningi fyrir mánudag. Þá geti ekki allir opinberir starfsmenn lagt niður störf. „Við erum með fjölbreytta hópa. Annars vegar hópa sem þurfa að sinna heilbrigði og öryggi og þá er hægt að fara með undanþágubeiðnir í tengslum við veiruna. Til að fá undanþágu fyrir þau frá verkfalli. En það eiga ekki sömu sjónarmið við um þá sem eru að starfa í skólunum, frístundaheimilunum, í ÁTVR og svo framvegis,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Furða sig á fyrirmælum um utanlandsferðir en ætla þó að fylgja þeim Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg. 5. mars 2020 15:00 Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45 LSS frestar verkfalli á meðan hættustig vegna kórónuveiru er í gildi Verkfallsaðgerðir LSS, sem beindust gegn bæði ríkinu og sveitarfélögum, áttu að hefjast 10. mars næstkomandi. 5. mars 2020 10:55 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Furða sig á fyrirmælum um utanlandsferðir en ætla þó að fylgja þeim Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg. 5. mars 2020 15:00
Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45
LSS frestar verkfalli á meðan hættustig vegna kórónuveiru er í gildi Verkfallsaðgerðir LSS, sem beindust gegn bæði ríkinu og sveitarfélögum, áttu að hefjast 10. mars næstkomandi. 5. mars 2020 10:55