Fundi slitið hjá Eflingu og borginni en annar fundur í fyrramálið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2020 18:46 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá ríkissáttasemjara var slitið núna á sjöunda tímanum. Enn er ósamið en búið að er að boða til annars fundar strax í fyrramálið klukkan 10. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, var í beinni útsendingu í fréttatímanum frá húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. Hann sagði að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefði ekki viljað tjá sig við fjölmiðla að loknum fundi og þá vildi hún heldur ekkert láta hafa eftir sér fyrir fundinn í dag. Þá var Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, einnig hjá ríkissáttasemjara í dag í tengslum við samningafundinn en Rakel Guðmundsdóttir, lögmaður hjá borginni, fór fyrir samninganefnd borgarinnar á fundinum í dag. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndarinnar, fór fyrir annarri samninganefnd borgarinnar á samningafundi með Sameyki í dag. Harpa er fyrrverandi starfsmaður Eflingar en hætti þegar Sólveig Anna tók við formennsku í félaginu. Óvenju langur fundur og andrúmsloftið óvenju létt Fundurinn í dag var óvenju langur miðað við fyrri fundi í deilunni. Báðir aðilar sátu við samningaborðið í tvo tíma og var andrúmsloftið óvenju létt. Þá er það kannski til marks um að einhver hreyfing sé komin á málin að strax hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni í fyrramálið. Verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefur nú staðið í tæpar þrjár vikur. Það hefur mikil áhrif á borgarbúa, ekki síst leikskólabörn og foreldra þeirra, þar sem fjöldi félagsmanna Eflingar starfar í leikskólum borgarinnar. Þá hefur verkfallið einnig haft áhrif á sorphirðu í borginni og starfsemi hjúkrunarheimila en um liðna helgi voru veittar undanþágur frá verkfallinu hvað varðar sorphirðuna og vegna þrifa og umönnunar hjá öldruðum og fötluðum vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23 Efling og borgin funda síðdegis og gangur í viðræðum BSRB Ríkissáttasemjari hefur boðað aðila í kjaradeilu Eflingar við Reykjavíkurborg á fund klukkan fjögur í dag. Þetta staðfestir Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara. 5. mars 2020 11:16 Samúðarverkfall Eflingar dæmt ólögmætt Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. 5. mars 2020 18:18 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Sjá meira
Fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá ríkissáttasemjara var slitið núna á sjöunda tímanum. Enn er ósamið en búið að er að boða til annars fundar strax í fyrramálið klukkan 10. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, var í beinni útsendingu í fréttatímanum frá húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. Hann sagði að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefði ekki viljað tjá sig við fjölmiðla að loknum fundi og þá vildi hún heldur ekkert láta hafa eftir sér fyrir fundinn í dag. Þá var Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, einnig hjá ríkissáttasemjara í dag í tengslum við samningafundinn en Rakel Guðmundsdóttir, lögmaður hjá borginni, fór fyrir samninganefnd borgarinnar á fundinum í dag. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndarinnar, fór fyrir annarri samninganefnd borgarinnar á samningafundi með Sameyki í dag. Harpa er fyrrverandi starfsmaður Eflingar en hætti þegar Sólveig Anna tók við formennsku í félaginu. Óvenju langur fundur og andrúmsloftið óvenju létt Fundurinn í dag var óvenju langur miðað við fyrri fundi í deilunni. Báðir aðilar sátu við samningaborðið í tvo tíma og var andrúmsloftið óvenju létt. Þá er það kannski til marks um að einhver hreyfing sé komin á málin að strax hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni í fyrramálið. Verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefur nú staðið í tæpar þrjár vikur. Það hefur mikil áhrif á borgarbúa, ekki síst leikskólabörn og foreldra þeirra, þar sem fjöldi félagsmanna Eflingar starfar í leikskólum borgarinnar. Þá hefur verkfallið einnig haft áhrif á sorphirðu í borginni og starfsemi hjúkrunarheimila en um liðna helgi voru veittar undanþágur frá verkfallinu hvað varðar sorphirðuna og vegna þrifa og umönnunar hjá öldruðum og fötluðum vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23 Efling og borgin funda síðdegis og gangur í viðræðum BSRB Ríkissáttasemjari hefur boðað aðila í kjaradeilu Eflingar við Reykjavíkurborg á fund klukkan fjögur í dag. Þetta staðfestir Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara. 5. mars 2020 11:16 Samúðarverkfall Eflingar dæmt ólögmætt Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. 5. mars 2020 18:18 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Sjá meira
Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23
Efling og borgin funda síðdegis og gangur í viðræðum BSRB Ríkissáttasemjari hefur boðað aðila í kjaradeilu Eflingar við Reykjavíkurborg á fund klukkan fjögur í dag. Þetta staðfestir Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara. 5. mars 2020 11:16
Samúðarverkfall Eflingar dæmt ólögmætt Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. 5. mars 2020 18:18