Netið fjölgar gildrunum fyrir konur með þroskahömlun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. mars 2020 08:00 Eins og kom fram í Kompás í vikunni eru mörg dæmi um að konur með þroskahömlun leiðist út í vændi. Í vikunni hefur komið fram að um tíu konur með þroskahömlun leita til Neyðarmóttökunnar ár hvert og á borði réttindagæslu fatlaðs fólks er á fjórða tug ofbeldismála. Allir viðmælendur eru sammála um að þessi hópur kvenna sé sérstaklega berskjaldaður fyrir ofbeldi og ein besta leiðin til að styrkja þær sé að veita þeim fræðslu og stuðning. María Jónsdóttir, félagsráðgjafi hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, segir fullorðnar konur með þroskahömlun hafa fengið afar litla kynfræðslu þegar þær voru yngri. Þær þurfi sérsniðna, stöðuga og endurtekna fræðslu - sem er myndræn á einföldu máli - svo þær geti tekist á við ýmsar áskoranir. „Þetta er gríðarlega flókinn heimur í dag með tilkomu samfélagsmiðla og nýjum samskiptaformum á netinu. Konurnar ær eru enn þá meira útsettari í dag og við verðum að huga að því hvernig við viljum styrkja þær og styðja til að takast á við þetta samfélag,“ segir hún. María rekur vefinn Leiknir.is ásamt fleirum sem er með fræðsluefni um kynheilbrigði og sérhæfð námskeið fyrir fólk með frávik í þroska. Hún segir aðsóknina ekki nógu góða. „Þær eru ekki að skila sér inn á námskeiðið. Þetta er falinn hópur, þær þekkja ekki hvaða leiðir til að fara að leita sér aðstoðar og þær geta ekki staðið straum af kostnaði við námskeiðið.“ María segir mikilvægt að undirbúa ungar konur með þroskahömlun betur fyrir kynþroskaskeiðið. Undirbúa þurfi ungar konur með þroskahömlun betur undir að vera kynverur. „Við þurfum samstillt átak hvernig við ætlum að gera þetta og með hvaða hætti svo þetta verði þessu fólki að kostnaðarlausu.“ Kompás Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Tíu konur með þroskahömlun leita til Neyðarmóttökunnar á hverju ári Í mörgum tilfellum kynnast konurnar meintum ofbeldismönnum á netinu á fölskum forsendum. 5. mars 2020 07:00 Konum með þroskahömlun ekki trúað Konum meðþroskahömlun er oft ekki trúaðþegar þær segja frá kynferðisofbeldi sem þær eru beittar að sögn verkefnastýru hjá Öryrkjabandalaginu. Horft sé á þær sem kynlausar verur. 5. mars 2020 21:00 Tugir ofbeldismála gegn fötluðu fólki á borði réttindagæslumanna Á fjórða tug ofbeldismála hafa síðasta árið komið á borð réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Aðeins tvö og hálft stöðugildi réttindagæslumanns er á höfuðborgarsvæðinu og því stundum bið eftir þjónustunni 8. mars 2020 08:00 Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira
Eins og kom fram í Kompás í vikunni eru mörg dæmi um að konur með þroskahömlun leiðist út í vændi. Í vikunni hefur komið fram að um tíu konur með þroskahömlun leita til Neyðarmóttökunnar ár hvert og á borði réttindagæslu fatlaðs fólks er á fjórða tug ofbeldismála. Allir viðmælendur eru sammála um að þessi hópur kvenna sé sérstaklega berskjaldaður fyrir ofbeldi og ein besta leiðin til að styrkja þær sé að veita þeim fræðslu og stuðning. María Jónsdóttir, félagsráðgjafi hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, segir fullorðnar konur með þroskahömlun hafa fengið afar litla kynfræðslu þegar þær voru yngri. Þær þurfi sérsniðna, stöðuga og endurtekna fræðslu - sem er myndræn á einföldu máli - svo þær geti tekist á við ýmsar áskoranir. „Þetta er gríðarlega flókinn heimur í dag með tilkomu samfélagsmiðla og nýjum samskiptaformum á netinu. Konurnar ær eru enn þá meira útsettari í dag og við verðum að huga að því hvernig við viljum styrkja þær og styðja til að takast á við þetta samfélag,“ segir hún. María rekur vefinn Leiknir.is ásamt fleirum sem er með fræðsluefni um kynheilbrigði og sérhæfð námskeið fyrir fólk með frávik í þroska. Hún segir aðsóknina ekki nógu góða. „Þær eru ekki að skila sér inn á námskeiðið. Þetta er falinn hópur, þær þekkja ekki hvaða leiðir til að fara að leita sér aðstoðar og þær geta ekki staðið straum af kostnaði við námskeiðið.“ María segir mikilvægt að undirbúa ungar konur með þroskahömlun betur fyrir kynþroskaskeiðið. Undirbúa þurfi ungar konur með þroskahömlun betur undir að vera kynverur. „Við þurfum samstillt átak hvernig við ætlum að gera þetta og með hvaða hætti svo þetta verði þessu fólki að kostnaðarlausu.“
Kompás Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Tíu konur með þroskahömlun leita til Neyðarmóttökunnar á hverju ári Í mörgum tilfellum kynnast konurnar meintum ofbeldismönnum á netinu á fölskum forsendum. 5. mars 2020 07:00 Konum með þroskahömlun ekki trúað Konum meðþroskahömlun er oft ekki trúaðþegar þær segja frá kynferðisofbeldi sem þær eru beittar að sögn verkefnastýru hjá Öryrkjabandalaginu. Horft sé á þær sem kynlausar verur. 5. mars 2020 21:00 Tugir ofbeldismála gegn fötluðu fólki á borði réttindagæslumanna Á fjórða tug ofbeldismála hafa síðasta árið komið á borð réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Aðeins tvö og hálft stöðugildi réttindagæslumanns er á höfuðborgarsvæðinu og því stundum bið eftir þjónustunni 8. mars 2020 08:00 Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira
„Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30
Tíu konur með þroskahömlun leita til Neyðarmóttökunnar á hverju ári Í mörgum tilfellum kynnast konurnar meintum ofbeldismönnum á netinu á fölskum forsendum. 5. mars 2020 07:00
Konum með þroskahömlun ekki trúað Konum meðþroskahömlun er oft ekki trúaðþegar þær segja frá kynferðisofbeldi sem þær eru beittar að sögn verkefnastýru hjá Öryrkjabandalaginu. Horft sé á þær sem kynlausar verur. 5. mars 2020 21:00
Tugir ofbeldismála gegn fötluðu fólki á borði réttindagæslumanna Á fjórða tug ofbeldismála hafa síðasta árið komið á borð réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Aðeins tvö og hálft stöðugildi réttindagæslumanns er á höfuðborgarsvæðinu og því stundum bið eftir þjónustunni 8. mars 2020 08:00
Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00