„Það þarf að fara að líta á þetta sem alvöru íþrótt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. mars 2020 20:00 Umsjónarmenn Gagnaversins eru þau Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. Vísir/Hjalti Umsjónarmenn Gagnaversins eru þau Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. Arnar sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hlaðvarpið sé fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. „Rafíþróttir hafa heldur betur farið hamförum í heiminum síðastliðin tvö til þrjú ár, greinin vex á ógnarhraða og virðist íþróttin hafa sprottið úr engu. Íþróttin á sér samt sem áður sögu alveg aftur til 1970 þar sem fyrsti opinberi keppnisleikur fór fram í Bandaríkjunum. Vöxturinn hefur samt sem áður verið hraðastur síðastliðin fimm ár og má það rekja til mikilla framfara á internetinu sem opnaði fyrir streymi á tölvuleikjaspilun. En er þetta íþrótt? Hverjir eru að spila hana og hvað er í gangi á Íslandi? Við förum yfir þessar spurningar og fleiri. Fengum við til okkar Stefán Atla, vloggara og þjálfara Fylkis í Fortnite og hana Melínu Kolku, varaformann RÍSÍ, eða Rafíþróttasamtaka Íslands.“Fyrsta þátt af hlaðvarpinu Gagnaverið má finna í spilaranum hér að neðan. Stefán Atli Rúnarsson er viðmælandi í þessum fyrsta þætti og talar þar aðeins um starf sitt sem fortnite þjálfari hjá Fylki. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Það er svo gefandi að sjá krakkana koma út úr herbergjunum sínum og vera partur af félagsstarfi,“ segir Stefán Atli um rafíþróttaþjálfunina. „Þú ert með krakka sem eru kannski einir heima hjá sér að spila tölvuleiki og þau geta verið stolt af því að spila tölvuleiki alveg eins og krakkar sem mæta á fimleikaæfingu, karate eða fótboltaæfingu. Við erum svolítið að reyna að normalísera tölvuleiki og heilbrigða tölvuleikjaspilun.“ Krakkarnir á námskeiðunum hita upp með hreyfingu áður en þau setjast fyrir framan tölvuna. Þau eru í miklum samskiptum við hvert annað í gegnum hljóðnemana á heyrnatólunum sínum. „Málið með rafíþróttir er að það þarf að fara að líta á þetta sem alvöru íþrótt. Eins og með tilkomu rafíþróttasamtakanna og það sem þau eru búin að vera að gera, starfið þeirra, þetta frábæra starf sem þau eru búin að vera að gera. Að fræða almenning um mikilvægi þess að taka rafíþróttir alvarlega eins og alvöru íþrótt.“ Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. Rafíþróttir Gagnaverið Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira
Umsjónarmenn Gagnaversins eru þau Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. Arnar sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hlaðvarpið sé fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. „Rafíþróttir hafa heldur betur farið hamförum í heiminum síðastliðin tvö til þrjú ár, greinin vex á ógnarhraða og virðist íþróttin hafa sprottið úr engu. Íþróttin á sér samt sem áður sögu alveg aftur til 1970 þar sem fyrsti opinberi keppnisleikur fór fram í Bandaríkjunum. Vöxturinn hefur samt sem áður verið hraðastur síðastliðin fimm ár og má það rekja til mikilla framfara á internetinu sem opnaði fyrir streymi á tölvuleikjaspilun. En er þetta íþrótt? Hverjir eru að spila hana og hvað er í gangi á Íslandi? Við förum yfir þessar spurningar og fleiri. Fengum við til okkar Stefán Atla, vloggara og þjálfara Fylkis í Fortnite og hana Melínu Kolku, varaformann RÍSÍ, eða Rafíþróttasamtaka Íslands.“Fyrsta þátt af hlaðvarpinu Gagnaverið má finna í spilaranum hér að neðan. Stefán Atli Rúnarsson er viðmælandi í þessum fyrsta þætti og talar þar aðeins um starf sitt sem fortnite þjálfari hjá Fylki. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Það er svo gefandi að sjá krakkana koma út úr herbergjunum sínum og vera partur af félagsstarfi,“ segir Stefán Atli um rafíþróttaþjálfunina. „Þú ert með krakka sem eru kannski einir heima hjá sér að spila tölvuleiki og þau geta verið stolt af því að spila tölvuleiki alveg eins og krakkar sem mæta á fimleikaæfingu, karate eða fótboltaæfingu. Við erum svolítið að reyna að normalísera tölvuleiki og heilbrigða tölvuleikjaspilun.“ Krakkarnir á námskeiðunum hita upp með hreyfingu áður en þau setjast fyrir framan tölvuna. Þau eru í miklum samskiptum við hvert annað í gegnum hljóðnemana á heyrnatólunum sínum. „Málið með rafíþróttir er að það þarf að fara að líta á þetta sem alvöru íþrótt. Eins og með tilkomu rafíþróttasamtakanna og það sem þau eru búin að vera að gera, starfið þeirra, þetta frábæra starf sem þau eru búin að vera að gera. Að fræða almenning um mikilvægi þess að taka rafíþróttir alvarlega eins og alvöru íþrótt.“ Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall.
Rafíþróttir Gagnaverið Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira