Kórónuveiran: Fyrirtæki hvött til að þjálfa fólk í fjarvinnu Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. mars 2020 11:15 Fyrirtæki um allan heim eru að gera ráðstafanir vegna kórónuveirunnar og hvetja sérfræðingar til þess að vinnustaðir undirbúi sig undir frekari faraldur kórónuveirunnar með því að þjálfa fólk og undirbúa fleiri fyrir fjarvinnu. Síðastliðinn mánudag tilkynnti Twitter starfsmönnum sínum að allir starfsmenn sem hafa færi á að vinna í fjarvinnu að heiman væru hvattir til að gera það. Á starfsstöðvum Twitter í Hong Kong, Japan og Suður Kórea er fjarvinna að heiman ekki valkvæð heldur skilyrði. Með þessu er ætlunin að draga úr smitleiðum kórónuveirunnar með handabandi, innanhúsfundum eða öðru sem líklegra er til að valda smiti en heimavera. Í Bretlandi eru mannauðstjórar hvattir til að gera öryggisráðstafanir á vinnustöðum og starfsfólk hvatt til að íhuga möguleikann á að vinna að heiman, jafnvel hvetja vinnuveitendur til að horfa á fjarvinnu í auknum mæli. Í Bandaríkjunum fjölgaði fyrirtækjum og stofnunum sem markvisst mælast með stöðugildi í fjarvinnu úr 73 í febrúar 2019 í 77 í febrúar 2020. Þetta hljómar ekki sem mikil breyting en mesta breytingin er sögð sú að fleiri starfsmenn þessara fyrirtækja vinna nú að heiman vegna kórónuveirunnar. Í Þýskalandi hafa fyrirtæki lokað og starfa nú alfarið í fjarvinnu að heiman. Til að mynda ákvað fyrirtækið Webasto að loka höfuðstöðvunum alfarið í kjölfar þess að starfsmaður hjá þeim greindist með kórónuveiruna. Fleiri sambærileg dæmi má finna víðast hvar. Þá eru fyrirtæki sem starfa á alþjóðamarkaði að gera ráðstafanir. Ekki síst þau fyrirtæki þar sem algengt er að starfsmenn þurfi að ferðast mikið vegna vinnu. Algengt samkomulag er að fólk sem er að koma heim frá skilgreindum smitsvæðum mæti ekki til vinnu fyrr en eftir tveggja vikna heimasóttkví. Það sama gildir víða um starfsmenn sem eru að koma heim úr fríum frá skilgreindum smitsvæðum. Þar semja vinnuveitendur og starfsmenn um það sín á milli að ekki verði mætt á vinnustað fyrr en eftir heimasóttkví. Fyrirtæki hvött til að þjálfa fólk í fjarvinnu Þá berast fregnir af því að fyrirtæki séu að undirbúa sig undir frekari faraldur með því að prófa sig áfram. Sem dæmi má nefna fyrirtækið Ladders í New York. Starfsmenn þar eru 60 talsins. Til prufu starfa allir starfsmenn að heiman í dag fimmtudag og segir forstjóri fyrirtækisins í viðtali við The Washington Post helst búast við að mestu viðbrigði starfsmanna verði að hafa ekki nokkra tölvuskjái við vinnu eins og vinnustöðvarnar á skrifstofunni eru. Eins hvetja sérfræðingar fyrirtæki til að þjálfa fólk í fjarvinnu og kenna á ýmsan búnað sem til þarf þannig að víðtæk starfssemi í fjarvinnu gangi sem best upp. Sem dæmi má nefna að kenna fólki á fjarskiptabúnað sem fyrirtækið ætlar að nýta fyrir sameiginlega fundi og fleira. Formaður Global Workplace Analytics, Kate Lister, segir rétta tímann til að þjálfa fólk vera núna. „Það sem fyrirtæki ættu að vera að gera núna er að æfa sig. Byrja að senda fólk heim og kenna þeim þá verkferla sem þarf.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Vinnumarkaður Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Síðastliðinn mánudag tilkynnti Twitter starfsmönnum sínum að allir starfsmenn sem hafa færi á að vinna í fjarvinnu að heiman væru hvattir til að gera það. Á starfsstöðvum Twitter í Hong Kong, Japan og Suður Kórea er fjarvinna að heiman ekki valkvæð heldur skilyrði. Með þessu er ætlunin að draga úr smitleiðum kórónuveirunnar með handabandi, innanhúsfundum eða öðru sem líklegra er til að valda smiti en heimavera. Í Bretlandi eru mannauðstjórar hvattir til að gera öryggisráðstafanir á vinnustöðum og starfsfólk hvatt til að íhuga möguleikann á að vinna að heiman, jafnvel hvetja vinnuveitendur til að horfa á fjarvinnu í auknum mæli. Í Bandaríkjunum fjölgaði fyrirtækjum og stofnunum sem markvisst mælast með stöðugildi í fjarvinnu úr 73 í febrúar 2019 í 77 í febrúar 2020. Þetta hljómar ekki sem mikil breyting en mesta breytingin er sögð sú að fleiri starfsmenn þessara fyrirtækja vinna nú að heiman vegna kórónuveirunnar. Í Þýskalandi hafa fyrirtæki lokað og starfa nú alfarið í fjarvinnu að heiman. Til að mynda ákvað fyrirtækið Webasto að loka höfuðstöðvunum alfarið í kjölfar þess að starfsmaður hjá þeim greindist með kórónuveiruna. Fleiri sambærileg dæmi má finna víðast hvar. Þá eru fyrirtæki sem starfa á alþjóðamarkaði að gera ráðstafanir. Ekki síst þau fyrirtæki þar sem algengt er að starfsmenn þurfi að ferðast mikið vegna vinnu. Algengt samkomulag er að fólk sem er að koma heim frá skilgreindum smitsvæðum mæti ekki til vinnu fyrr en eftir tveggja vikna heimasóttkví. Það sama gildir víða um starfsmenn sem eru að koma heim úr fríum frá skilgreindum smitsvæðum. Þar semja vinnuveitendur og starfsmenn um það sín á milli að ekki verði mætt á vinnustað fyrr en eftir heimasóttkví. Fyrirtæki hvött til að þjálfa fólk í fjarvinnu Þá berast fregnir af því að fyrirtæki séu að undirbúa sig undir frekari faraldur með því að prófa sig áfram. Sem dæmi má nefna fyrirtækið Ladders í New York. Starfsmenn þar eru 60 talsins. Til prufu starfa allir starfsmenn að heiman í dag fimmtudag og segir forstjóri fyrirtækisins í viðtali við The Washington Post helst búast við að mestu viðbrigði starfsmanna verði að hafa ekki nokkra tölvuskjái við vinnu eins og vinnustöðvarnar á skrifstofunni eru. Eins hvetja sérfræðingar fyrirtæki til að þjálfa fólk í fjarvinnu og kenna á ýmsan búnað sem til þarf þannig að víðtæk starfssemi í fjarvinnu gangi sem best upp. Sem dæmi má nefna að kenna fólki á fjarskiptabúnað sem fyrirtækið ætlar að nýta fyrir sameiginlega fundi og fleira. Formaður Global Workplace Analytics, Kate Lister, segir rétta tímann til að þjálfa fólk vera núna. „Það sem fyrirtæki ættu að vera að gera núna er að æfa sig. Byrja að senda fólk heim og kenna þeim þá verkferla sem þarf.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Vinnumarkaður Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira