Fótbolti

Sextán ára stelpa í marki íslenska landsliðsins í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cecilía Rán Rúnarsdóttir fær tækifærið í dag.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir fær tækifærið í dag. Vísir/Bára

Cecilía Rán Rúnarsdóttir fær sitt fyrsta tækifæri með A-landsliði kvenna í dag en landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson hefur valið hana í byrjunarlið sitt á móti Norður Írlandi í opnunarleik Pinatar æfingamótsins á Spáni.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir er aðeins sextán ára en hún heldur ekki upp á sautján ára afmælið sitt fyrr en í lok júlí. Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði mark Fylkis í Pepsi Max deild kvenna á síðasta ári og hefur spilað 22 leiki með yngri landsliðum.

Aðrir leikmenn í byrjunarliðinu eru miklir reynsluboltar fyrir kannski utan hina nítján ára gömlu Hlín Eiríksdóttur. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir spilar sem hægri bakvörður í dag en Rakel Hönnudóttir kemur inn á miðjuna fyrir hana.

Hér fyrir neðan má sjá byrjunarlið Íslands í leiknum.

Byrjunarlið Íslands á móti Norður Írlandi:

Cecilía Rán Rúnarsdóttir (Markvörður)

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir

Ingibjörg Sigurðardóttir

Glódís Perla Viggósdóttir

Hallbera Guðný Gísladóttir

Sara Björk Gunnarsdóttir (Fyrirliði)

Dagný Brynjarsdóttir

Rakel Hönnudóttir

Hlín Eiríksdóttir

Fanndís Friðriksdóttir

Elín Metta Jensen




Fleiri fréttir

Sjá meira


×