Sjónvarpsmaðurinn James Lipton látinn Andri Eysteinsson skrifar 2. mars 2020 20:03 Lipton stýrði Inside the Actors Studio í 24 ár. Getty/Bravo Leikarinn og sjónvarpsmaðurinn James Lipton, sem þekktastur er fyrir viðtalsþættina Inside the Actors Studio, lést í dag 93 ára að aldri. New York Times greinir frá. Lipton fæddist í Detroit í Michiganríki Bandaríkjanna 19. september 1926, hann stefndi upphaflega á að gerast lögfræðingur en sneri sér að leiklist til þess að geta fjármagnað nám sitt. Lipton kom fram á sviði, í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu auk þess sem hann skrifaði handrit fyrir þætti á borð við Leiðarljós en hann lék hlutverk Dr. Dick Grant í þáttunum árin 1952-1962. Þá kom hann einnig fram í Arrested Development, Joey auk þess að koma fram í Simpsons og Family Guy þar sem hann talaði fyrir sig sjálfan.Þekktastur er hann fyrir hlutverk sitt sem þáttastjórnandi, handritshöfundur og framleiðandi, þáttanna Inside the Actors Studio en hann starfaði við gerð þáttanna frá 1994 til 2018 þegar hann settist í helgan stein. Í þáttunum ræddi Lipton við fjölda þekkra leikara um ferilinn og gerð ýmissa verkefna. Síðan að Lipton settist í helgan stein hefur enginn fastur stjórnandi stýrt þættinum.Lipton var frá árinu 1970 giftur fyrirsætunni Kedakai Turner. Lipton lést eins og áður segir fyrr í dag og var banamein hans krabbamein í þvagblöðru. Andlát Bandaríkin Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Leikarinn og sjónvarpsmaðurinn James Lipton, sem þekktastur er fyrir viðtalsþættina Inside the Actors Studio, lést í dag 93 ára að aldri. New York Times greinir frá. Lipton fæddist í Detroit í Michiganríki Bandaríkjanna 19. september 1926, hann stefndi upphaflega á að gerast lögfræðingur en sneri sér að leiklist til þess að geta fjármagnað nám sitt. Lipton kom fram á sviði, í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu auk þess sem hann skrifaði handrit fyrir þætti á borð við Leiðarljós en hann lék hlutverk Dr. Dick Grant í þáttunum árin 1952-1962. Þá kom hann einnig fram í Arrested Development, Joey auk þess að koma fram í Simpsons og Family Guy þar sem hann talaði fyrir sig sjálfan.Þekktastur er hann fyrir hlutverk sitt sem þáttastjórnandi, handritshöfundur og framleiðandi, þáttanna Inside the Actors Studio en hann starfaði við gerð þáttanna frá 1994 til 2018 þegar hann settist í helgan stein. Í þáttunum ræddi Lipton við fjölda þekkra leikara um ferilinn og gerð ýmissa verkefna. Síðan að Lipton settist í helgan stein hefur enginn fastur stjórnandi stýrt þættinum.Lipton var frá árinu 1970 giftur fyrirsætunni Kedakai Turner. Lipton lést eins og áður segir fyrr í dag og var banamein hans krabbamein í þvagblöðru.
Andlát Bandaríkin Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira