Töluvert berst af fyrirspurnum um afbókanir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. mars 2020 20:00 Kórónuveiran hefur haft neikvæð áhrif á ferðaþjónustu um allan heim. vísir/vilhelm Mikil óvissa ríkir í ferðaþjónustunni vegna kórónuveirunnar þar sem farið er að bera á afbókunum. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist hafa áhyggjur af stöðunni. „Okkur sýnist núna undanfarna daga, að eftir því sem útbreiðslan hefur orðið meiri í Evrópu, að þetta sé að hafa heldur hraðari áhrif en við áttum von á fyrir viku síðan. Við erum farin að fá töluvert mikið af fyrirspurnum um afbókunarskilmála og hvernig staðan sé á Íslandi,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Kínverskir hópar hafa verið að afbóka ferðir til Íslands vegna veirunnar í nokkurn tíma. Nú fjölgar Evrópubúum sem eru að spyrjast fyrir og er þá oft um hópa að ræða. „Við erum líka að fá fyrirspurnir frá Bandaríkjunum auk þess sem ákvarðanir sem fyrirtæki og yfirvöld eru að taka hér og þar eru að hafa áhrif á þetta,“ segir Jóhannes. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Óvissan er mikil og sést glögglega hjá Icelandair sem felldi um helgina úr gildi afkomuspá sína og sagði að ekki væri mögulegt að gefa út spá á þessum tímapunkti vegna veirunnar. Hann segir þetta áhyggjuefni en að ferðaþjónustan fylgist náið með stöðunni með stjórnvöldum. „Það er náttúrulega mjög mikið af fyrirtækjum í ferðaþjónustunni sem þreyja veturinn, jafnvel í taprekstri sex mánuði ársins, til þess að ná inn tekjum fyrir árið yfir sumarið. Þannig það má ekki mikið út af bregða fyrir mörg fyrirtæki,“ segir Jóhannes. „Ef allt fer á versta veg erum við að horfa upp á mjög erfiðan vetur á næsta ári.“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Mikil óvissa ríkir í ferðaþjónustunni vegna kórónuveirunnar þar sem farið er að bera á afbókunum. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist hafa áhyggjur af stöðunni. „Okkur sýnist núna undanfarna daga, að eftir því sem útbreiðslan hefur orðið meiri í Evrópu, að þetta sé að hafa heldur hraðari áhrif en við áttum von á fyrir viku síðan. Við erum farin að fá töluvert mikið af fyrirspurnum um afbókunarskilmála og hvernig staðan sé á Íslandi,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Kínverskir hópar hafa verið að afbóka ferðir til Íslands vegna veirunnar í nokkurn tíma. Nú fjölgar Evrópubúum sem eru að spyrjast fyrir og er þá oft um hópa að ræða. „Við erum líka að fá fyrirspurnir frá Bandaríkjunum auk þess sem ákvarðanir sem fyrirtæki og yfirvöld eru að taka hér og þar eru að hafa áhrif á þetta,“ segir Jóhannes. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Óvissan er mikil og sést glögglega hjá Icelandair sem felldi um helgina úr gildi afkomuspá sína og sagði að ekki væri mögulegt að gefa út spá á þessum tímapunkti vegna veirunnar. Hann segir þetta áhyggjuefni en að ferðaþjónustan fylgist náið með stöðunni með stjórnvöldum. „Það er náttúrulega mjög mikið af fyrirtækjum í ferðaþjónustunni sem þreyja veturinn, jafnvel í taprekstri sex mánuði ársins, til þess að ná inn tekjum fyrir árið yfir sumarið. Þannig það má ekki mikið út af bregða fyrir mörg fyrirtæki,“ segir Jóhannes. „Ef allt fer á versta veg erum við að horfa upp á mjög erfiðan vetur á næsta ári.“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira