Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Eiður Þór Árnason skrifar 1. mars 2020 19:15 Um miðjan febrúar var greint frá því að verkfall starfsmanna Eflingar hafi meðal annars haft áhrif á skólastarf í Réttarholtsskóla. Víða í skólanum var farið að sjá að ekki hafi verið þrifið lengi til dæmis á salernum. Vísir/Egill Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. Nefndin kom saman nú í morgun og samþykkti að veita tímabundna undanþágu frá verkfallsaðgerðum á velferðarsviði borgarinnar í ljósi kórónuveirusmitsins sem fregnir bárust af í fyrradag. Áður hafði nefndin veitt undanþágu frá verkfallsaðgerðum vegna sorphirðu í Reykjavík af sömu ástæðu í samráði við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Sorphirða hefst aftur í Breiðholti á morgun. Skóla- og frístundarsvið borgarinnar óskaði einnig eftir undanþágu á sama grundvelli en Efling féllst ekki á þau rök. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greindi frá því í samtali við mbl.is að borgin hefði óskað eftir þriðju undanþágunni í ljósi leiðbeininga frá almannavörnum um aukin þrif í húsum þar sem þjónusta er veitt. Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Á hvaða grundvelli hafnið þið þessari beiðni? „Bara einfaldlega vegna þess að borgin sjálf getur komið í veg fyrir alla hættu með því að bjóða ekki þjónustuna, eins og hún hefur verið að gera bæði í tilfellum þessara tilteknu grunnskóla og líka bara eins og verið er að gera inn á leikskólunum,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. „Við lítum þannig á að borgin hafi í þessu tilviki færar leiðir til þess að bregðast við, sem að verkfallið í sjálfu sér kemur ekki veg í fyrir.“ Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir lýstu í gær yfir áhyggjum vegna yfirstandandi og yfirvofandi verkfalla. „Þetta eru aðgerðir sem geta haft áhrif á viðkvæmustu hópa samfélagsins eins og fólk á hjúkrunarheimilum. Þá getur takmörkuð sorphirða jafnframt dregið úr áhrifamætti sóttvarnaaðgerða,“ sagði í tilkynningu. Viðar segir að Efling hafi brugðist mjög hratt við undanþágubeiðnum undanfarna daga og yfirleitt afgreitt slíkar beiðnir á innan við sólarhring. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling veitir undanþágu fyrir velferðarsvið Undanþágunefnd Eflingar hefðu að höfðu samráði við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra veitt undanþágu frá verkfallsaðgerðum á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar fram til loka dags á miðvikudag. 1. mars 2020 12:30 Efling mun veita undanþágu frá verkfalli vegna veirunnar Undanþágunefnd Eflingar hefur samþykkt einróma að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum vegna sorphirðu, er fram kemur í tilkynningu frá verkalýðsfélaginu. 29. febrúar 2020 18:29 Allir starfsmenn sem sinna þrifum í verkfalli: Staðan á salernum slæm Réttarholtsskóla var lokað í dag þar sem ekki hefur tekist að þrífa skólans vegna verkfalls Eflingar og óvíst hvenær nemendur geta mætt aftur í skólann. 20. febrúar 2020 21:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. Nefndin kom saman nú í morgun og samþykkti að veita tímabundna undanþágu frá verkfallsaðgerðum á velferðarsviði borgarinnar í ljósi kórónuveirusmitsins sem fregnir bárust af í fyrradag. Áður hafði nefndin veitt undanþágu frá verkfallsaðgerðum vegna sorphirðu í Reykjavík af sömu ástæðu í samráði við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Sorphirða hefst aftur í Breiðholti á morgun. Skóla- og frístundarsvið borgarinnar óskaði einnig eftir undanþágu á sama grundvelli en Efling féllst ekki á þau rök. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greindi frá því í samtali við mbl.is að borgin hefði óskað eftir þriðju undanþágunni í ljósi leiðbeininga frá almannavörnum um aukin þrif í húsum þar sem þjónusta er veitt. Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Á hvaða grundvelli hafnið þið þessari beiðni? „Bara einfaldlega vegna þess að borgin sjálf getur komið í veg fyrir alla hættu með því að bjóða ekki þjónustuna, eins og hún hefur verið að gera bæði í tilfellum þessara tilteknu grunnskóla og líka bara eins og verið er að gera inn á leikskólunum,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. „Við lítum þannig á að borgin hafi í þessu tilviki færar leiðir til þess að bregðast við, sem að verkfallið í sjálfu sér kemur ekki veg í fyrir.“ Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir lýstu í gær yfir áhyggjum vegna yfirstandandi og yfirvofandi verkfalla. „Þetta eru aðgerðir sem geta haft áhrif á viðkvæmustu hópa samfélagsins eins og fólk á hjúkrunarheimilum. Þá getur takmörkuð sorphirða jafnframt dregið úr áhrifamætti sóttvarnaaðgerða,“ sagði í tilkynningu. Viðar segir að Efling hafi brugðist mjög hratt við undanþágubeiðnum undanfarna daga og yfirleitt afgreitt slíkar beiðnir á innan við sólarhring.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling veitir undanþágu fyrir velferðarsvið Undanþágunefnd Eflingar hefðu að höfðu samráði við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra veitt undanþágu frá verkfallsaðgerðum á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar fram til loka dags á miðvikudag. 1. mars 2020 12:30 Efling mun veita undanþágu frá verkfalli vegna veirunnar Undanþágunefnd Eflingar hefur samþykkt einróma að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum vegna sorphirðu, er fram kemur í tilkynningu frá verkalýðsfélaginu. 29. febrúar 2020 18:29 Allir starfsmenn sem sinna þrifum í verkfalli: Staðan á salernum slæm Réttarholtsskóla var lokað í dag þar sem ekki hefur tekist að þrífa skólans vegna verkfalls Eflingar og óvíst hvenær nemendur geta mætt aftur í skólann. 20. febrúar 2020 21:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Efling veitir undanþágu fyrir velferðarsvið Undanþágunefnd Eflingar hefðu að höfðu samráði við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra veitt undanþágu frá verkfallsaðgerðum á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar fram til loka dags á miðvikudag. 1. mars 2020 12:30
Efling mun veita undanþágu frá verkfalli vegna veirunnar Undanþágunefnd Eflingar hefur samþykkt einróma að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum vegna sorphirðu, er fram kemur í tilkynningu frá verkalýðsfélaginu. 29. febrúar 2020 18:29
Allir starfsmenn sem sinna þrifum í verkfalli: Staðan á salernum slæm Réttarholtsskóla var lokað í dag þar sem ekki hefur tekist að þrífa skólans vegna verkfalls Eflingar og óvíst hvenær nemendur geta mætt aftur í skólann. 20. febrúar 2020 21:30