„Við höfum fundið fyrir umtalsverðum áhuga síðan við komum inn á íslenska markaðinn seint á síðasta ári. Það er greinilegt að Íslendingar eru ólmir í að skipta í umhverfisvænni samgöngur, við erum að gera allt hvað við getum til að aðstoða við að það gangi sem allra best. Við erum stolt af því að bjóða upp á bíla með mikla drægni, mikið öryggi, rúmgott innra rými og rafbíl sem er fjórhjóladrifinn og ræður við síbreytileg akstursskilyrði,“ sagði Roland í samtali við Vísi.
Aðspurður hvort áhuginn hafi komið á óvart svaraði Roland að áhuginn hefði komi skemmtilega á óvart.
„Já það hefur komið okkur skemmtilega á óvart hversu mikil spenna er fyrir Tesla á Íslandi. Fólk um allt landið virðist forvitið og jákvætt gagnvart nýrri tækni og spennt að prófa nýjar leiðir að hlutunum. Lykilatriði þegar kemur að Teslu bifreiðum er samþætting við tækni sem er ætlað að gera bílana öruggari og auðvelda líf viðskiptavina okkar.“
„Viðskiptavinir okkar eru almennt að klára kaupferlið,“ sagði hann. Roland vildi þó ekki gefa upp neinar tölur um selda bíla eða afhenta.
Sama úrval af bílum er í boði á Íslandi og á öðrum evrópskum mörkuðum þar sem Tesla er til staðar. Framboðið felur í sér Model 3, Model S og Model X. Seinni tveir bílarnir eru lúxus bílar, á meðan Model 3 er hagkvæmari kostur. Model 3 er vinsælasti bíllinn frá Tesla á Íslandi að sögn Roland. Model 3 býður góða aksturseiginleika og mikla drægni fyrir hagkvæmt verð. Viðskiptavinir sem vilja það allra besta geta valið Model S eða Model X.
Þá bætti Roland við að lokum að „mikill áhuga væri á langdrægu útgáfunni af Model 3. Sú útgáfa er með meiri drægni, fjórhjóladrifi og uppfærðri útgáfu af innréttingu, miðað við útgáfuna með staðlaða drægni.“