Stebbi Hilmars á eldheitan aðdáanda í Mexíkó Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 10:48 Yehoshúa Malpica er mikill áhugamaður um tungumál og segist hafa sérstakt dálæti á íslensku og Stefáni Hilmarssyni. skjáskot Hinn mexíkóski Yehoshúa Malpica kolféll fyrir Sálinni hans Jóns míns árið 2018. Hann sendi frá sér myndband í gær sem er óður til sveitarinnar og ekki síst söngvara hennar, Stefáns Hilmarssonar. Malpica segist hafa sérstakt dálæti á Stefáni; hann elski röddina hans, tónlistina og „nokkurn veginn allt við hann,“ eins og Malpica kemst að orði í myndbandinu. Hann segist hafa fyrst heyrt rödd Stefáns í íslenskri þýðingu á Tarzan-teiknimyndinni frá árinu 1999, en Stefán söng inn á helstu lög myndarinnar. „Ekki aðeins er aðalsöngvarinn gríðarlega hæfileikaríkur, heldur er hægt að njóta laga hans sama hvert móðurmál þitt er,“ segir Malpica. „Ég er þeirrar skoðunar að allt hljómi betur, sé svalara, kröftugra og fallegra á íslensku og latínu.“ Malpica þessi heldur úti Youtube-rásinni Hasufel y Arod, sem dregur nafn sitt af tveimur hestum í Hringadróttinssögu. Þar má einmitt nálgast fyrrnefndan óð til Sálarinnar hans Jóns míns. Malpica syngur þar lagið sem hann telur vera fallegasta lag sveitarinnar „Undir þínum áhrifum,“ og er óhætt að segja að íslenski framburðurinn sé bara nokkuð góður hjá tungumálanemanum. Myndband Malpica og söng hans má heyra hér að neðan. Tónlist Mexíkó Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Sjá meira
Hinn mexíkóski Yehoshúa Malpica kolféll fyrir Sálinni hans Jóns míns árið 2018. Hann sendi frá sér myndband í gær sem er óður til sveitarinnar og ekki síst söngvara hennar, Stefáns Hilmarssonar. Malpica segist hafa sérstakt dálæti á Stefáni; hann elski röddina hans, tónlistina og „nokkurn veginn allt við hann,“ eins og Malpica kemst að orði í myndbandinu. Hann segist hafa fyrst heyrt rödd Stefáns í íslenskri þýðingu á Tarzan-teiknimyndinni frá árinu 1999, en Stefán söng inn á helstu lög myndarinnar. „Ekki aðeins er aðalsöngvarinn gríðarlega hæfileikaríkur, heldur er hægt að njóta laga hans sama hvert móðurmál þitt er,“ segir Malpica. „Ég er þeirrar skoðunar að allt hljómi betur, sé svalara, kröftugra og fallegra á íslensku og latínu.“ Malpica þessi heldur úti Youtube-rásinni Hasufel y Arod, sem dregur nafn sitt af tveimur hestum í Hringadróttinssögu. Þar má einmitt nálgast fyrrnefndan óð til Sálarinnar hans Jóns míns. Malpica syngur þar lagið sem hann telur vera fallegasta lag sveitarinnar „Undir þínum áhrifum,“ og er óhætt að segja að íslenski framburðurinn sé bara nokkuð góður hjá tungumálanemanum. Myndband Malpica og söng hans má heyra hér að neðan.
Tónlist Mexíkó Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Sjá meira