Blóðhundurinn í spyrnu aldarinnar Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. mars 2020 07:00 Blóðhundurinn í gömlum litum. Vísir/Getty Í fréttinni er að finna myndband sem ber saman meðal fólksbíl, Bugatti Chiron, Formúlu 1 bíl og landhraðametsbílinn Blóðhundinn. Myndbandið kemur frá teyminu sem vinnur að Blóðhundinum. Engar prófanir eru í gangi sökum COVID 19 faraldursins. Teymið hefur því dundað sér við útreikninga og gerð þessa áhugaverða myndbands. Þar má sjá hversu hægur hinn hefðbundni fólksbíll er í samanburði við Blóðhundinn.Á meðan fólksbíllinn er að komast upp í 100 km/klst. nær Blóðhundurinn rúmlega 170 km/klst. en á sama tíma er Bugatti Chiron kominn á um 235 km/klst. og Formúlu 1 bíllinn er á 273 km/klst. Blóðhundurinn sækir þó á og er byggður til að halda stöðugt áfram að auka hraðan, ekki komast hratt af stað. Eftir 18 sekúndur er Blóðhundurinn farinn að láta Chiron sem þá er á um 330 km/klst. líta út fyrir að fara hægt yfir. Blóðhundurinn er þá kominn á 444 km/klst. og tekur fram úr Chiron. Einungis sekúndu seinna tekur hann svo fram úr Formúlu 1 bílnum sem er kominn á hámarkshraðann sinn, um 320 km/klst., Blóðhundurinn er þá kominn á um 478 km/klst. Chiron nær svo Formúlu 1 bílnum eftir 29 sekúndur á um 385 km/klst. Þá hins vegar er Blóðhundurinn kominn á um 715 km/klst. Hann heldur svo áfram upp í 1011 km/klst. á 50 sekúndum. Markmiðið með smíði Blóðhundsins er að rjúfa 1609 km/klst. múrinn (1000 mílur á klukkustund). Prófanir munu halda áfram um leið og það verður orðið öruggt. Bílar Tengdar fréttir Landhraðametsbíllinn Blóðhundur við prófanir Bloodhound LSR (Blóðhundurinn) er þessa dagana við prófanir á Hakskeen flötunum í Suður Afríku. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá hann ná 160 km/klst. 29. október 2019 14:00 Blóðhundurinn nær 740 km/klst Landhraðametsbíllinn Blóðhundurinn náði fyrir helgina 740 km/klst. Myndband má sjá af bílnum á þeim hraða í fréttinni. 5. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent
Í fréttinni er að finna myndband sem ber saman meðal fólksbíl, Bugatti Chiron, Formúlu 1 bíl og landhraðametsbílinn Blóðhundinn. Myndbandið kemur frá teyminu sem vinnur að Blóðhundinum. Engar prófanir eru í gangi sökum COVID 19 faraldursins. Teymið hefur því dundað sér við útreikninga og gerð þessa áhugaverða myndbands. Þar má sjá hversu hægur hinn hefðbundni fólksbíll er í samanburði við Blóðhundinn.Á meðan fólksbíllinn er að komast upp í 100 km/klst. nær Blóðhundurinn rúmlega 170 km/klst. en á sama tíma er Bugatti Chiron kominn á um 235 km/klst. og Formúlu 1 bíllinn er á 273 km/klst. Blóðhundurinn sækir þó á og er byggður til að halda stöðugt áfram að auka hraðan, ekki komast hratt af stað. Eftir 18 sekúndur er Blóðhundurinn farinn að láta Chiron sem þá er á um 330 km/klst. líta út fyrir að fara hægt yfir. Blóðhundurinn er þá kominn á 444 km/klst. og tekur fram úr Chiron. Einungis sekúndu seinna tekur hann svo fram úr Formúlu 1 bílnum sem er kominn á hámarkshraðann sinn, um 320 km/klst., Blóðhundurinn er þá kominn á um 478 km/klst. Chiron nær svo Formúlu 1 bílnum eftir 29 sekúndur á um 385 km/klst. Þá hins vegar er Blóðhundurinn kominn á um 715 km/klst. Hann heldur svo áfram upp í 1011 km/klst. á 50 sekúndum. Markmiðið með smíði Blóðhundsins er að rjúfa 1609 km/klst. múrinn (1000 mílur á klukkustund). Prófanir munu halda áfram um leið og það verður orðið öruggt.
Bílar Tengdar fréttir Landhraðametsbíllinn Blóðhundur við prófanir Bloodhound LSR (Blóðhundurinn) er þessa dagana við prófanir á Hakskeen flötunum í Suður Afríku. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá hann ná 160 km/klst. 29. október 2019 14:00 Blóðhundurinn nær 740 km/klst Landhraðametsbíllinn Blóðhundurinn náði fyrir helgina 740 km/klst. Myndband má sjá af bílnum á þeim hraða í fréttinni. 5. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent
Landhraðametsbíllinn Blóðhundur við prófanir Bloodhound LSR (Blóðhundurinn) er þessa dagana við prófanir á Hakskeen flötunum í Suður Afríku. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá hann ná 160 km/klst. 29. október 2019 14:00
Blóðhundurinn nær 740 km/klst Landhraðametsbíllinn Blóðhundurinn náði fyrir helgina 740 km/klst. Myndband má sjá af bílnum á þeim hraða í fréttinni. 5. nóvember 2019 14:00