Allt að 99% afsláttur af veiðileyfum Karl Lúðvíksson skrifar 20. mars 2020 08:56 Kaldakvísl er eitt af veiðisvæðum Fish Partner. Mynd: Fish Partner/Birkir Már Harðarson Það styttist hratt í opnun á þessu veiðitímabili og eins og staðan er í heiminum verða engir erlendir veiðimenn á landinu fyrstu vikurnar hið minnsta við Íslensk veiðisvæði. Það hefur verið mikil fjölgun síðustu ár á erlendum veiðimönnum sem sækja í vorveiði á urriða og sjóbirting en það er ljóst að engin mætir þetta árið. Það eru því frábærir dagar sem verða lausir og líklega verður framboðið af þessum lausu dögum min meira en eftirspurn og þá sérstaklega á dýrustu leyfunum. Sjóbirtingsveiðileyfin sem dæmi hafa snarhækkað síðustu ár með aukningu erlendra veiðimanna en það verður ekki hægt að bjóða þessa lausu daga á því verði sem þeir hafa verið að greiða fyrir það. Það er þá spurning hvað leigutakar og leigusalar gera í þeirri stöðu. Fyrsti aðilinn sem ríður á vaðið með tilboðum á valda daga á nokkrum af sínum veiðisvæðum er Fish Partner en þeir bjóða á vefsölunni sinni allat að 99% afslátt á nokkrum dögum á vorveiðisvæðunum sem þeir hafa á sinni könnu. Það er fullt af skemmtilegum svæðum hjá þeim inná vefsölunni og ef þú ætlar einhvern tímann að grípa tækifærið og bóka veiði fyrir lítinn pening þá er það tækifæri að byrja. Þú getur skoðað vefsöluna hjá Fish Partner HÉR. Stangveiði Mest lesið Ennþá góður reytingur í Ytri Rangá Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði Risaurriði veiddist í Grænavatni Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið á sölustaði Veiði Góður gangur í sjóbirtingsánum Veiði Þrjár nauðsynlegar laxaflugur í boxið Veiði Frábær opnun í Jöklu Veiði Veiðimenn nær hættir að sleppa laxi í Fáskrúð í Dölum Veiði Hreindýraveiðar ganga vel Veiði
Það styttist hratt í opnun á þessu veiðitímabili og eins og staðan er í heiminum verða engir erlendir veiðimenn á landinu fyrstu vikurnar hið minnsta við Íslensk veiðisvæði. Það hefur verið mikil fjölgun síðustu ár á erlendum veiðimönnum sem sækja í vorveiði á urriða og sjóbirting en það er ljóst að engin mætir þetta árið. Það eru því frábærir dagar sem verða lausir og líklega verður framboðið af þessum lausu dögum min meira en eftirspurn og þá sérstaklega á dýrustu leyfunum. Sjóbirtingsveiðileyfin sem dæmi hafa snarhækkað síðustu ár með aukningu erlendra veiðimanna en það verður ekki hægt að bjóða þessa lausu daga á því verði sem þeir hafa verið að greiða fyrir það. Það er þá spurning hvað leigutakar og leigusalar gera í þeirri stöðu. Fyrsti aðilinn sem ríður á vaðið með tilboðum á valda daga á nokkrum af sínum veiðisvæðum er Fish Partner en þeir bjóða á vefsölunni sinni allat að 99% afslátt á nokkrum dögum á vorveiðisvæðunum sem þeir hafa á sinni könnu. Það er fullt af skemmtilegum svæðum hjá þeim inná vefsölunni og ef þú ætlar einhvern tímann að grípa tækifærið og bóka veiði fyrir lítinn pening þá er það tækifæri að byrja. Þú getur skoðað vefsöluna hjá Fish Partner HÉR.
Stangveiði Mest lesið Ennþá góður reytingur í Ytri Rangá Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði Risaurriði veiddist í Grænavatni Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið á sölustaði Veiði Góður gangur í sjóbirtingsánum Veiði Þrjár nauðsynlegar laxaflugur í boxið Veiði Frábær opnun í Jöklu Veiði Veiðimenn nær hættir að sleppa laxi í Fáskrúð í Dölum Veiði Hreindýraveiðar ganga vel Veiði