Endurbætt veiðihús við Tungufljót Karl Lúðvíksson skrifar 31. mars 2020 08:35 Nýja veiðihúsið við Tungufljót er allt hið glæsilegasta Mynd: Fishpartner Verulegar endurbætur hafa átt sér stað í veiðihúsinu við Tungufljót en eldra húsið var orðið mjög slappt og var orðið þyrst í að láta taka sig í gegn. Í frétt frá Fish Partners segir: "Nú er endubótum að innan í eldra húsinu lokið. Það er einnig á stefnuskránni að lappa uppá nýrra húsið í náinni framtíð en það verður ekki fyrir þessa vertíð sem er jú handan við hornið. Við vonum að vel eigi eftir að fara um gesti okkar í veiðihúsinu við Tungufljót á komandi árum. Við stefnum á að bjóða upp á uppábúið og þrif en erum enþá að leita að þjónustuaðila til að taka það að sér, Þangað til græja veiðimenn og konur þetta sjálf eins og verið hefur. Þú getur skoðað myndir af húsinu hér." Tungufljót er eitt af nýjum svæðum hjá Fishpartner en félagið hefur vaxið mikið síðustu ár og hefur innan sinna banda mörg spennandi svæði en sérstaklega þykja þeir standa sig vel í framboði á hálendisveiði en eftirspurn eftir veiðum á víðáttum landsins hefur vaxið mikið undanfarin ár. Stangveiði Mest lesið Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði
Verulegar endurbætur hafa átt sér stað í veiðihúsinu við Tungufljót en eldra húsið var orðið mjög slappt og var orðið þyrst í að láta taka sig í gegn. Í frétt frá Fish Partners segir: "Nú er endubótum að innan í eldra húsinu lokið. Það er einnig á stefnuskránni að lappa uppá nýrra húsið í náinni framtíð en það verður ekki fyrir þessa vertíð sem er jú handan við hornið. Við vonum að vel eigi eftir að fara um gesti okkar í veiðihúsinu við Tungufljót á komandi árum. Við stefnum á að bjóða upp á uppábúið og þrif en erum enþá að leita að þjónustuaðila til að taka það að sér, Þangað til græja veiðimenn og konur þetta sjálf eins og verið hefur. Þú getur skoðað myndir af húsinu hér." Tungufljót er eitt af nýjum svæðum hjá Fishpartner en félagið hefur vaxið mikið síðustu ár og hefur innan sinna banda mörg spennandi svæði en sérstaklega þykja þeir standa sig vel í framboði á hálendisveiði en eftirspurn eftir veiðum á víðáttum landsins hefur vaxið mikið undanfarin ár.
Stangveiði Mest lesið Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði