Urriðinn að gefa sig á Þingvöllum Karl Lúðvíksson skrifar 28. apríl 2020 08:16 Cecary er einn af þeim sem veiðir vel á þessum árstíma. Hér með stórann urriða. Mynd: www.veidikortid.is Nú er ísinn loksins að mestu farinn af Þingvallavatni þó einstöku flekar séu hér og þar en þetta hefur loksins gert Þjóðgarðinn veiðilegan. Það sem veiðimenn eru auðvitað að sækjast eftir í þjóðgarðinum á þessum árstíma eru stóru urriðarnir og samkvæmt þeim fréttum sem við erum að fá er að lifna yfir veiðinni. Undanfarna daga hefur verið góð mæting við bakkann enda veður gott og skilyrðin til urriðaveiða sjaldan betri en þegar það er hægt og stillt veður á vorkvöldum og hæfilega bjart. Eitt af þeim lykilatriðum við góðann árangur við urriðaveiðar í vatninu er að veiða seint, mjög seint. Við erum að tala um að það sé oft nóg að vera mættur við bakkann klukkan sjö á kvöldin og veiða til miðnættis. Þeir sem hafa gert bestu veiðina eru þeir sem staðið hafa vaktina fram á nótt og dæmi eru um að einn og sami veiðimaðurinn hafi verið að fá fjóra til fimm væna urriða á einni kvöldvakt. Það hangir þó aðeins saman reynslan á staðarvali og aflabrögð en það virðist sem urriðinn sé meira við suma staði en aðra þó það sé ekkert algilt því hann má sjá víða. Við áætlum að það sé í það minnsta tvær vikur eftir af besta tímanum við vatnið svo þeir sem eiga sér þann draum að setja í einn stórann eiga bara að drífa sig upp eftir á meðan veðurspáin er góð. Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Stóra Laxá komin yfir 700 laxa Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Lítið að gerast í Stóru Laxá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði
Nú er ísinn loksins að mestu farinn af Þingvallavatni þó einstöku flekar séu hér og þar en þetta hefur loksins gert Þjóðgarðinn veiðilegan. Það sem veiðimenn eru auðvitað að sækjast eftir í þjóðgarðinum á þessum árstíma eru stóru urriðarnir og samkvæmt þeim fréttum sem við erum að fá er að lifna yfir veiðinni. Undanfarna daga hefur verið góð mæting við bakkann enda veður gott og skilyrðin til urriðaveiða sjaldan betri en þegar það er hægt og stillt veður á vorkvöldum og hæfilega bjart. Eitt af þeim lykilatriðum við góðann árangur við urriðaveiðar í vatninu er að veiða seint, mjög seint. Við erum að tala um að það sé oft nóg að vera mættur við bakkann klukkan sjö á kvöldin og veiða til miðnættis. Þeir sem hafa gert bestu veiðina eru þeir sem staðið hafa vaktina fram á nótt og dæmi eru um að einn og sami veiðimaðurinn hafi verið að fá fjóra til fimm væna urriða á einni kvöldvakt. Það hangir þó aðeins saman reynslan á staðarvali og aflabrögð en það virðist sem urriðinn sé meira við suma staði en aðra þó það sé ekkert algilt því hann má sjá víða. Við áætlum að það sé í það minnsta tvær vikur eftir af besta tímanum við vatnið svo þeir sem eiga sér þann draum að setja í einn stórann eiga bara að drífa sig upp eftir á meðan veðurspáin er góð.
Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Stóra Laxá komin yfir 700 laxa Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Lítið að gerast í Stóru Laxá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði