Þyrluferðin „óboðlegt bruðl með almannafé og öryggistæki almennings“ Atli Ísleifsson skrifar 25. ágúst 2020 07:41 Rósa Björk Brynjólsson sakar Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um dómgreindarbrest í færslu á Twitter. Vísir/Vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur gagnrýnt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra harðlega, sem og starfsmenn Landhelgisgæslunnar, fyrir ferð þar sem ráðherra var fluttur úr hestaferð á Suðurlandi til Reykjavíkur og svo aftur til baka með þyrlu Gæslunnar. „Eitt að starfsmenn [Landhelgisgæslunnar] sjái ekki hversu óviðeigandi það er að bjóða ráðherra skutl fram og tilbaka í prívat-hestaferð með þyrlunni, en að ráðherra sjái það ekki sjálf er dómgreindarbrestur. Óboðlegt bruðl með almannafé og öryggistæki almennings,“ segir Rósa Björk í færslu á Twitter þar sem hún vísar í frétt Stundarinnar sem greindi fyrst frá málinu. Ráðherra fór í smitgát daginn eftir umrædda þyrluferð, eftir að tilkynnt hafði verið um hópsmitið á Hótel Rangá þar sem ríkisstjórnin snæddi kvöldverð síðastliðinn fimmtudag. Ráðherra hafði verið fluttur til Reykjavíkur til að sækja samráðsfund heilbrigðisráðherra. Eitt að starfsmenn @gaeslan sjái ekki hversu óviðeigandi það er að bjóða ráðherra skutl fram og tilbaka í prívat-hestaferð með þyrlunni, en að ráðherra sjái það ekki sjálf er dómgreindarbrestur. Óboðlegt bruðl með almannafé og öryggistæki almennings. https://t.co/580YAM0OJA— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) August 24, 2020 Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir í samtali við RÚV að Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, hafi boðið Áslaugu Örnu í ferðina. Þyrlan hafi verið að störfum við Langjökul þennan dag og hafi ekki verið gerðar neinar tímabreytingar á flugi þyrlunnar til að aðlaga flugið áætlunum ráðherrrans. Ennfremur er haft eftir Ásgeiri að flugstjóri þyrlunnar sé nú í sóttkví þar sem hann hafi reynst í svokölluðum innri hring hópsmitsins á Hótel Rangá þar sem hann hafi fengið sér morgunmat á hótelinu á sunnudagsmorgun. Ráðherra var hins vegar í ytri hring smitsins. Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur gagnrýnt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra harðlega, sem og starfsmenn Landhelgisgæslunnar, fyrir ferð þar sem ráðherra var fluttur úr hestaferð á Suðurlandi til Reykjavíkur og svo aftur til baka með þyrlu Gæslunnar. „Eitt að starfsmenn [Landhelgisgæslunnar] sjái ekki hversu óviðeigandi það er að bjóða ráðherra skutl fram og tilbaka í prívat-hestaferð með þyrlunni, en að ráðherra sjái það ekki sjálf er dómgreindarbrestur. Óboðlegt bruðl með almannafé og öryggistæki almennings,“ segir Rósa Björk í færslu á Twitter þar sem hún vísar í frétt Stundarinnar sem greindi fyrst frá málinu. Ráðherra fór í smitgát daginn eftir umrædda þyrluferð, eftir að tilkynnt hafði verið um hópsmitið á Hótel Rangá þar sem ríkisstjórnin snæddi kvöldverð síðastliðinn fimmtudag. Ráðherra hafði verið fluttur til Reykjavíkur til að sækja samráðsfund heilbrigðisráðherra. Eitt að starfsmenn @gaeslan sjái ekki hversu óviðeigandi það er að bjóða ráðherra skutl fram og tilbaka í prívat-hestaferð með þyrlunni, en að ráðherra sjái það ekki sjálf er dómgreindarbrestur. Óboðlegt bruðl með almannafé og öryggistæki almennings. https://t.co/580YAM0OJA— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) August 24, 2020 Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir í samtali við RÚV að Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, hafi boðið Áslaugu Örnu í ferðina. Þyrlan hafi verið að störfum við Langjökul þennan dag og hafi ekki verið gerðar neinar tímabreytingar á flugi þyrlunnar til að aðlaga flugið áætlunum ráðherrrans. Ennfremur er haft eftir Ásgeiri að flugstjóri þyrlunnar sé nú í sóttkví þar sem hann hafi reynst í svokölluðum innri hring hópsmitsins á Hótel Rangá þar sem hann hafi fengið sér morgunmat á hótelinu á sunnudagsmorgun. Ráðherra var hins vegar í ytri hring smitsins.
Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira