Þyrluferðin „óboðlegt bruðl með almannafé og öryggistæki almennings“ Atli Ísleifsson skrifar 25. ágúst 2020 07:41 Rósa Björk Brynjólsson sakar Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um dómgreindarbrest í færslu á Twitter. Vísir/Vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur gagnrýnt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra harðlega, sem og starfsmenn Landhelgisgæslunnar, fyrir ferð þar sem ráðherra var fluttur úr hestaferð á Suðurlandi til Reykjavíkur og svo aftur til baka með þyrlu Gæslunnar. „Eitt að starfsmenn [Landhelgisgæslunnar] sjái ekki hversu óviðeigandi það er að bjóða ráðherra skutl fram og tilbaka í prívat-hestaferð með þyrlunni, en að ráðherra sjái það ekki sjálf er dómgreindarbrestur. Óboðlegt bruðl með almannafé og öryggistæki almennings,“ segir Rósa Björk í færslu á Twitter þar sem hún vísar í frétt Stundarinnar sem greindi fyrst frá málinu. Ráðherra fór í smitgát daginn eftir umrædda þyrluferð, eftir að tilkynnt hafði verið um hópsmitið á Hótel Rangá þar sem ríkisstjórnin snæddi kvöldverð síðastliðinn fimmtudag. Ráðherra hafði verið fluttur til Reykjavíkur til að sækja samráðsfund heilbrigðisráðherra. Eitt að starfsmenn @gaeslan sjái ekki hversu óviðeigandi það er að bjóða ráðherra skutl fram og tilbaka í prívat-hestaferð með þyrlunni, en að ráðherra sjái það ekki sjálf er dómgreindarbrestur. Óboðlegt bruðl með almannafé og öryggistæki almennings. https://t.co/580YAM0OJA— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) August 24, 2020 Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir í samtali við RÚV að Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, hafi boðið Áslaugu Örnu í ferðina. Þyrlan hafi verið að störfum við Langjökul þennan dag og hafi ekki verið gerðar neinar tímabreytingar á flugi þyrlunnar til að aðlaga flugið áætlunum ráðherrrans. Ennfremur er haft eftir Ásgeiri að flugstjóri þyrlunnar sé nú í sóttkví þar sem hann hafi reynst í svokölluðum innri hring hópsmitsins á Hótel Rangá þar sem hann hafi fengið sér morgunmat á hótelinu á sunnudagsmorgun. Ráðherra var hins vegar í ytri hring smitsins. Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur gagnrýnt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra harðlega, sem og starfsmenn Landhelgisgæslunnar, fyrir ferð þar sem ráðherra var fluttur úr hestaferð á Suðurlandi til Reykjavíkur og svo aftur til baka með þyrlu Gæslunnar. „Eitt að starfsmenn [Landhelgisgæslunnar] sjái ekki hversu óviðeigandi það er að bjóða ráðherra skutl fram og tilbaka í prívat-hestaferð með þyrlunni, en að ráðherra sjái það ekki sjálf er dómgreindarbrestur. Óboðlegt bruðl með almannafé og öryggistæki almennings,“ segir Rósa Björk í færslu á Twitter þar sem hún vísar í frétt Stundarinnar sem greindi fyrst frá málinu. Ráðherra fór í smitgát daginn eftir umrædda þyrluferð, eftir að tilkynnt hafði verið um hópsmitið á Hótel Rangá þar sem ríkisstjórnin snæddi kvöldverð síðastliðinn fimmtudag. Ráðherra hafði verið fluttur til Reykjavíkur til að sækja samráðsfund heilbrigðisráðherra. Eitt að starfsmenn @gaeslan sjái ekki hversu óviðeigandi það er að bjóða ráðherra skutl fram og tilbaka í prívat-hestaferð með þyrlunni, en að ráðherra sjái það ekki sjálf er dómgreindarbrestur. Óboðlegt bruðl með almannafé og öryggistæki almennings. https://t.co/580YAM0OJA— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) August 24, 2020 Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir í samtali við RÚV að Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, hafi boðið Áslaugu Örnu í ferðina. Þyrlan hafi verið að störfum við Langjökul þennan dag og hafi ekki verið gerðar neinar tímabreytingar á flugi þyrlunnar til að aðlaga flugið áætlunum ráðherrrans. Ennfremur er haft eftir Ásgeiri að flugstjóri þyrlunnar sé nú í sóttkví þar sem hann hafi reynst í svokölluðum innri hring hópsmitsins á Hótel Rangá þar sem hann hafi fengið sér morgunmat á hótelinu á sunnudagsmorgun. Ráðherra var hins vegar í ytri hring smitsins.
Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira