Ekki mælt með að ráðherrar taki þátt í samstarfi við einkaaðila Sylvía Hall skrifar 25. ágúst 2020 17:27 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar. Vísir/Vilhelm Skrifstofa löggjafarmála í forsætisráðuneytinu mat það svo að ekki væri unnt að mæla með því að ráðherrar tækju þátt í viðburðum sem væru í samstarfi við einkaaðila í því skyni að auglýsa starfsemi þeirra. Þetta kom fram í áliti skrifstofunnar sem Kjarninn fékk afhent í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, óskaði eftir álitinu vegna umræðu um heimsókn hennar og vinkvenna hennar á Hilton Nordica í Reykjavík. Heimsókn þeirra var hluti af samstarfi Icelandair Hotels og Evu Laufeyjar Kjaran fjölmiðlakonu sem sá um að skipuleggja vinkonuhitting þeirra. Þórdís hefur þó sagt að hún hafi greitt fyrir alla þá þjónustu sem hún þáði. Skrifstofa löggjafarmála lagði mat á það hvort þátttaka Þórdísar samræmdist siðareglum ráðherra. Í álitinu var niðurstaðan sú að hún hefði ekki gerst brotleg við siðareglur, enda lægi ekkert fyrir sem benti til þess að ráðherra hefði „þegið slíkar gjafir, boðsferðir eða afslætti frá Icelandair Hotels eða öðrum" þegar hótelið var heimsótt. „Ráðherra naut þannig hvorki persónulegra fríðinda í krafti embættis síns né vegna umrædds samstarfs. Þá getur ráðherra ekki borið ábyrgð á því að aðrir gestir samsætisins hafi þegið slík fríðindi gegn því að birta kynningarefni á samfélagsmiðli.“ Fréttastofa Ríkisútvarpsins óskaði eftir því að fá kvittanir Þórdísar afhentar en þeirri beiðni var hafnað. Ekki væri unnt að ætlast til þess að „persónuleg útgjöld séu opinber gögn“ og tekið fram að persónuleg fjármál ráðherrans heyri ekki undir upplýsingalög, né starfsemi eða stjórnsýslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Almenningur geti ekki krafist kvittana Þórdísar Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, hafi stigið rétt skef þegar hún bað skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu um að leggja mat á það hvort hún hafi farið á svig við siðareglur með umdeildum vinkonuhittingi um helgina. Hann telur þörf á endurskoðun siðareglna til að þær endurspegli nútímann betur. 19. ágúst 2020 14:57 Afhendir ekki kvittanir frá vinkonudeginum Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- nýsköpunar- og ferðamálaráðherra, hafnaði beiðni fréttastofu Ríkisútvarpsins um að framvísa afritum af reikningum fyrir þjónustu sem hún þáði í heilsulind á Hilton Nordica síðastliðinn laugardag. 18. ágúst 2020 22:20 Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Skrifstofa löggjafarmála í forsætisráðuneytinu mat það svo að ekki væri unnt að mæla með því að ráðherrar tækju þátt í viðburðum sem væru í samstarfi við einkaaðila í því skyni að auglýsa starfsemi þeirra. Þetta kom fram í áliti skrifstofunnar sem Kjarninn fékk afhent í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, óskaði eftir álitinu vegna umræðu um heimsókn hennar og vinkvenna hennar á Hilton Nordica í Reykjavík. Heimsókn þeirra var hluti af samstarfi Icelandair Hotels og Evu Laufeyjar Kjaran fjölmiðlakonu sem sá um að skipuleggja vinkonuhitting þeirra. Þórdís hefur þó sagt að hún hafi greitt fyrir alla þá þjónustu sem hún þáði. Skrifstofa löggjafarmála lagði mat á það hvort þátttaka Þórdísar samræmdist siðareglum ráðherra. Í álitinu var niðurstaðan sú að hún hefði ekki gerst brotleg við siðareglur, enda lægi ekkert fyrir sem benti til þess að ráðherra hefði „þegið slíkar gjafir, boðsferðir eða afslætti frá Icelandair Hotels eða öðrum" þegar hótelið var heimsótt. „Ráðherra naut þannig hvorki persónulegra fríðinda í krafti embættis síns né vegna umrædds samstarfs. Þá getur ráðherra ekki borið ábyrgð á því að aðrir gestir samsætisins hafi þegið slík fríðindi gegn því að birta kynningarefni á samfélagsmiðli.“ Fréttastofa Ríkisútvarpsins óskaði eftir því að fá kvittanir Þórdísar afhentar en þeirri beiðni var hafnað. Ekki væri unnt að ætlast til þess að „persónuleg útgjöld séu opinber gögn“ og tekið fram að persónuleg fjármál ráðherrans heyri ekki undir upplýsingalög, né starfsemi eða stjórnsýslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Almenningur geti ekki krafist kvittana Þórdísar Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, hafi stigið rétt skef þegar hún bað skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu um að leggja mat á það hvort hún hafi farið á svig við siðareglur með umdeildum vinkonuhittingi um helgina. Hann telur þörf á endurskoðun siðareglna til að þær endurspegli nútímann betur. 19. ágúst 2020 14:57 Afhendir ekki kvittanir frá vinkonudeginum Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- nýsköpunar- og ferðamálaráðherra, hafnaði beiðni fréttastofu Ríkisútvarpsins um að framvísa afritum af reikningum fyrir þjónustu sem hún þáði í heilsulind á Hilton Nordica síðastliðinn laugardag. 18. ágúst 2020 22:20 Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Almenningur geti ekki krafist kvittana Þórdísar Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, hafi stigið rétt skef þegar hún bað skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu um að leggja mat á það hvort hún hafi farið á svig við siðareglur með umdeildum vinkonuhittingi um helgina. Hann telur þörf á endurskoðun siðareglna til að þær endurspegli nútímann betur. 19. ágúst 2020 14:57
Afhendir ekki kvittanir frá vinkonudeginum Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- nýsköpunar- og ferðamálaráðherra, hafnaði beiðni fréttastofu Ríkisútvarpsins um að framvísa afritum af reikningum fyrir þjónustu sem hún þáði í heilsulind á Hilton Nordica síðastliðinn laugardag. 18. ágúst 2020 22:20
Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01