Iceland Airwaves frestað til næsta árs Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2020 10:21 JFDR á hátíðinni í fyrra. Iceland Airwaves/Gunnar Örn Ekkert verður af tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í ár vegna heimsfaraldursins og mun hátíðin næst fara fram 3. til 6. nóvember 2021. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar. Þar segir að „öryggið skipti alltaf öllu máli“ hjá Iceland Airwaves og eftir nýlegar breytingar á samkomutakmörkunum og hertari aðgerðir við landamærin vilji hátíðin leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir áframhaldandi útbreiðslu veirunnar. „Við skoðuðum alla möguleika, til dæmis að minnka hátíðina, fækka tónleikastöðum, hólfa áhorfendur, skerða aðgengi að ákveðnum viðburðum og fleira, en sama svarið blasti alltaf við; það er ómögulegt hægt að halda hátíðina í ár svo vel sé. Hátíðin mun því eiga sér stað á næsta ári, 3. - 6. nóvember 2021 og það gleður okkur mjög að staðfesta hér með að listamennirnir sem búið var að tilkynna munu allir koma fram á hátíðinni á næsta ári. Auk þess tilkynnum við í dag 25 ný atriði.“ Ný atriði Allir þeir sem eiga miða á hátíðina í ár og vilja fara á hátíðina 2021 munu ekkert þurfa að aðhafast og gildi miðinn áfram. Einnig verði hægt að sækja um endurgreiðslu, komist miðahafar ekki á hátíðina að ári. „Alþjóðlegu atriðin sem eru tilkynnt í dag eru meðal annars post-pönk samsteypan frá Vancouver Crack Cloud, Porridge Radio frá Brighton sem hlutu titilinn "besta nýja tónlistin" frá Pitchfork nýlega, Marie Davidson & L’Œil Nu, framúrstefnulegt k-pop frá suður kóreyska bandinu Balming Tiger, íslensk-norskt sóvíeskt þolfimis diskó frá Ultraflex og margt fleira,“ segir í tilkynningunni. Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Airwaves Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Sjá meira
Ekkert verður af tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í ár vegna heimsfaraldursins og mun hátíðin næst fara fram 3. til 6. nóvember 2021. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar. Þar segir að „öryggið skipti alltaf öllu máli“ hjá Iceland Airwaves og eftir nýlegar breytingar á samkomutakmörkunum og hertari aðgerðir við landamærin vilji hátíðin leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir áframhaldandi útbreiðslu veirunnar. „Við skoðuðum alla möguleika, til dæmis að minnka hátíðina, fækka tónleikastöðum, hólfa áhorfendur, skerða aðgengi að ákveðnum viðburðum og fleira, en sama svarið blasti alltaf við; það er ómögulegt hægt að halda hátíðina í ár svo vel sé. Hátíðin mun því eiga sér stað á næsta ári, 3. - 6. nóvember 2021 og það gleður okkur mjög að staðfesta hér með að listamennirnir sem búið var að tilkynna munu allir koma fram á hátíðinni á næsta ári. Auk þess tilkynnum við í dag 25 ný atriði.“ Ný atriði Allir þeir sem eiga miða á hátíðina í ár og vilja fara á hátíðina 2021 munu ekkert þurfa að aðhafast og gildi miðinn áfram. Einnig verði hægt að sækja um endurgreiðslu, komist miðahafar ekki á hátíðina að ári. „Alþjóðlegu atriðin sem eru tilkynnt í dag eru meðal annars post-pönk samsteypan frá Vancouver Crack Cloud, Porridge Radio frá Brighton sem hlutu titilinn "besta nýja tónlistin" frá Pitchfork nýlega, Marie Davidson & L’Œil Nu, framúrstefnulegt k-pop frá suður kóreyska bandinu Balming Tiger, íslensk-norskt sóvíeskt þolfimis diskó frá Ultraflex og margt fleira,“ segir í tilkynningunni.
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Airwaves Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Sjá meira