Tekjutengdar bætur til sex mánaða og hlutabótaleiðin framlengd um tvo Kolbeinn Tumi Daðason og Birgir Olgeirsson skrifa 26. ágúst 2020 12:40 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með ríkisstjórn sinni í hádeginu. Þar voru tillögur félagsmálaráðherra samþykktar. Vísir/Vilhelm Hlutabótaleiðin verður framlengd um tvo mánuði, tekjutengdar atvinnuleysisbætur fást greiddar í sex mánuði og laun í sóttkví verða greidd til ársins 2021. Þetta er niðurstaða ríkisstjórnarfundar sem fór fram í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í hádeginu. Hlutabótaleiðin rennur út nú um mánaðamótin og hefur verið sterkt ákall frá ferðaþjónustunni um áframhald hennar. Með því að framlengja hana verði fyrirtækjum gert kleift að halda í lykilstarfsfólk sitt og viðhalda þar með nauðsynlegri þekkingu til að geta blásið til sóknar á ný þegar betur betur árár. Var það niðurstaða fundarins að framlengja leiðina um tvo mánuði á meðan verið væri að átta sig á stöðunni. Að neðan útskýrir félagsmálaráðherra nýsamþykktar aðgerðir ríkisstjórnarinnar nánar. Þá ræddi ríkisstjórnin einnig á fundi sínum tekjutengdar atvinnuleysisbætur en Bandalag háskólamenntaðra hefur kallað eftir því að tekjutengdar atvinnuleyisbætur verði hækkaðar og tekjutengda tímabilið framlengt. Var ákveðið að framlengja tekjutengdar bætur úr þremur mánuðum til sex mánaða. Þá ákvað ríkisstjórnin að framlengja úrræði sem varðar tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að sýna merki þess að vera sýktir. Var ákveðið að úrræðið myndi gilda út árið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hlutabótaleiðin Vinnumarkaður Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Hlutabótaleiðin verður framlengd um tvo mánuði, tekjutengdar atvinnuleysisbætur fást greiddar í sex mánuði og laun í sóttkví verða greidd til ársins 2021. Þetta er niðurstaða ríkisstjórnarfundar sem fór fram í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í hádeginu. Hlutabótaleiðin rennur út nú um mánaðamótin og hefur verið sterkt ákall frá ferðaþjónustunni um áframhald hennar. Með því að framlengja hana verði fyrirtækjum gert kleift að halda í lykilstarfsfólk sitt og viðhalda þar með nauðsynlegri þekkingu til að geta blásið til sóknar á ný þegar betur betur árár. Var það niðurstaða fundarins að framlengja leiðina um tvo mánuði á meðan verið væri að átta sig á stöðunni. Að neðan útskýrir félagsmálaráðherra nýsamþykktar aðgerðir ríkisstjórnarinnar nánar. Þá ræddi ríkisstjórnin einnig á fundi sínum tekjutengdar atvinnuleysisbætur en Bandalag háskólamenntaðra hefur kallað eftir því að tekjutengdar atvinnuleyisbætur verði hækkaðar og tekjutengda tímabilið framlengt. Var ákveðið að framlengja tekjutengdar bætur úr þremur mánuðum til sex mánaða. Þá ákvað ríkisstjórnin að framlengja úrræði sem varðar tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að sýna merki þess að vera sýktir. Var ákveðið að úrræðið myndi gilda út árið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hlutabótaleiðin Vinnumarkaður Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira