Frábær byrjun í Hlíðarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 2. maí 2020 08:14 Þær eru fallegar bleikjurnar úr Hlíðarvatni við Selvog. Mynd: María Petrína Ingólfsdóttir Eitt af vinsælustu silungsvötnum á suðvesturhorni landsins er Hlíðarvatn en fyrsti veiðidagurinn í vatninu var í gær 1. maí. Það var heldur hvasst framan af degi við vatnið og aðstæður heldur erfiðar en samkvæmt okkar heimildum kviknaði heldur betur í tökunni þegar það fór að lægja þegar leið á daginn. Það var töluvert af uppítöku og bleikjan að taka. Flestar bleikjurnar komu á Krókinn og Taylor sem eru líklega einhverjar bestu flugur til að nota snemmsumars í bleikju enda líkja þær vel eftir því æti sem fiskurinn er að taka á þessum árstíma. Bleikjurnar sem voru að veiðast í gær voru mest á bilinu 40-50 sm eða tveggja til þriggja punda en vel haldnar. Heildarveiðin úr vatninu í gær náði hátt í 100 bleikjur sem verður að teljast fín veiði miðað við að stærstan part af deginum var illa veiðanlegt vegna veðurs. Besti tíminn í vatninu er framundan svo það verður spennandi að fylgjast með veiðitölum þar á næstunni. Stangveiði Mest lesið Nokkur góð ráð fyrir vatnaveiði að vori Veiði Meiri líkur á góðu vatni í ánum í sumar Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði Norðurá opnar í fyrramálið Veiði Veiðibóka og DVD markaður í Veiðivon Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Fyrstu lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Langir taumar skipta máli Veiði
Eitt af vinsælustu silungsvötnum á suðvesturhorni landsins er Hlíðarvatn en fyrsti veiðidagurinn í vatninu var í gær 1. maí. Það var heldur hvasst framan af degi við vatnið og aðstæður heldur erfiðar en samkvæmt okkar heimildum kviknaði heldur betur í tökunni þegar það fór að lægja þegar leið á daginn. Það var töluvert af uppítöku og bleikjan að taka. Flestar bleikjurnar komu á Krókinn og Taylor sem eru líklega einhverjar bestu flugur til að nota snemmsumars í bleikju enda líkja þær vel eftir því æti sem fiskurinn er að taka á þessum árstíma. Bleikjurnar sem voru að veiðast í gær voru mest á bilinu 40-50 sm eða tveggja til þriggja punda en vel haldnar. Heildarveiðin úr vatninu í gær náði hátt í 100 bleikjur sem verður að teljast fín veiði miðað við að stærstan part af deginum var illa veiðanlegt vegna veðurs. Besti tíminn í vatninu er framundan svo það verður spennandi að fylgjast með veiðitölum þar á næstunni.
Stangveiði Mest lesið Nokkur góð ráð fyrir vatnaveiði að vori Veiði Meiri líkur á góðu vatni í ánum í sumar Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði Norðurá opnar í fyrramálið Veiði Veiðibóka og DVD markaður í Veiðivon Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Fyrstu lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Langir taumar skipta máli Veiði