Gætu fengið 40 milljónir króna fyrir kórónu Biggie Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 07:37 Biggie Smalls var skotinn til bana 9. mars árið 1997, tæplega 25 ára gamall. Þremur dögum áður hafði hann borið kórónuna við myndatöku. Einn af þekktari hip-hop fylgihlutum sögunnar verður boðinn upp hjá Sotheby's um miðjan næsta mánuð. Um er að ræða kórónuna sem rapparinn Christopher Wallace, Notorious B.I.G., skartaði í síðustu formlegu myndatökunni sinni, en hann var skotinn til bana þremur dögum síðar. Áætlað er að kórónan sé föl fyrir 200 til 300 þúsund dali, eða allt að 40 milljónir króna. Myndin af Biggie með kórónuna hefur öðlast sjálfstætt líf og bregður henni fyrir víða; ekki aðeins á klæðnaði, forsíðum og veggmyndum heldur jafnframt í greni vonda kallsins í Netflix-þáttunum Luke Cage. Myndin ber heitið „Konungur New York“ en þaðan gerði rapparinn út og var borgin fyrirferðamikil í glæparappi hans. Ljósmyndarinn og rapparinn Barron Claiborne áritaði kórónuna með Biggie á sínum tíma, 6. mars 1997. Hann kveðst spenntur fyrir að deila þessu þekkta rappminni með almenningi. „Myndin gerði Biggie Smalls að fyrirmenni eða dýrlingi, sem mun ekki aðeins lifa að eilífu í minningunni sem konungur New York heldur jafnframt konungur hip hop-tónlistar og einn besti listamaður sögunnar,“ segir Claiborne. Þó svo að kórónumyndin sé goðsagnakennd í dag þá segir sagan að P. Diddy, umboðsmaður og vörumerkjastjóri Biggie, hafi verið ósáttur við hana. Honum hafi þótt hún eiga betur við Burger King en rappstjörnu (e. more Burger King than hip hop king). Sem fyrr segir er áætlað að um 300 þúsund dalir fáist fyrir kórónuna en hluti upphæðarinnar mun renna til hinna ýmsu félagslegu úrræða í New York. Meðal þeirra 120 hluta sem boðnir verða upp hjá Sotheby's þann 15. september næstkomandi eru bréf sem annar þekktur rappari, Tupac Shakur, skrifaði þegar hann var sextán ára. Nánari upplýsingar um uppboðið má nálgast á vef uppboðshússins. Tónlist Bandaríkin Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Einn af þekktari hip-hop fylgihlutum sögunnar verður boðinn upp hjá Sotheby's um miðjan næsta mánuð. Um er að ræða kórónuna sem rapparinn Christopher Wallace, Notorious B.I.G., skartaði í síðustu formlegu myndatökunni sinni, en hann var skotinn til bana þremur dögum síðar. Áætlað er að kórónan sé föl fyrir 200 til 300 þúsund dali, eða allt að 40 milljónir króna. Myndin af Biggie með kórónuna hefur öðlast sjálfstætt líf og bregður henni fyrir víða; ekki aðeins á klæðnaði, forsíðum og veggmyndum heldur jafnframt í greni vonda kallsins í Netflix-þáttunum Luke Cage. Myndin ber heitið „Konungur New York“ en þaðan gerði rapparinn út og var borgin fyrirferðamikil í glæparappi hans. Ljósmyndarinn og rapparinn Barron Claiborne áritaði kórónuna með Biggie á sínum tíma, 6. mars 1997. Hann kveðst spenntur fyrir að deila þessu þekkta rappminni með almenningi. „Myndin gerði Biggie Smalls að fyrirmenni eða dýrlingi, sem mun ekki aðeins lifa að eilífu í minningunni sem konungur New York heldur jafnframt konungur hip hop-tónlistar og einn besti listamaður sögunnar,“ segir Claiborne. Þó svo að kórónumyndin sé goðsagnakennd í dag þá segir sagan að P. Diddy, umboðsmaður og vörumerkjastjóri Biggie, hafi verið ósáttur við hana. Honum hafi þótt hún eiga betur við Burger King en rappstjörnu (e. more Burger King than hip hop king). Sem fyrr segir er áætlað að um 300 þúsund dalir fáist fyrir kórónuna en hluti upphæðarinnar mun renna til hinna ýmsu félagslegu úrræða í New York. Meðal þeirra 120 hluta sem boðnir verða upp hjá Sotheby's þann 15. september næstkomandi eru bréf sem annar þekktur rappari, Tupac Shakur, skrifaði þegar hann var sextán ára. Nánari upplýsingar um uppboðið má nálgast á vef uppboðshússins.
Tónlist Bandaríkin Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira