Veiðistaðakynning við Sog Bíldsfell á sunnudaginn Veiðivísir skrifar 14. maí 2020 14:58 Það veiðist bæði lax og rígvænar bleikjur í Soginu Bíldsfelli Veiðistaðakynning verður haldin sunnudaginn 17.maí í Soginu í landi Bíldsfells. Þetta magnaða bleikju – og laxasvæði á sína mögnuðu punkta og mun Karl Lúðvíksson leiðsögumaður fara með fólk um svæðið og afhjúpa alla leyndardóma svæðisins. Þarna gefst fólki tækifæri á að læra meira um þetta margrómaða svæði sem er þó leyndardómur og óvissa fyrir marga. Farið verður yfir vaðleiðir, heitustu punktarnir sýndir og góð kynning á helstu veiðistöðum hvort sem það er fyrir silungs eða laxveiðimenn. Mæting er klukkan 10:00 næsta sunnudagsmorgunn við veiðihús Bíldsfells og gengið með bökkum. Boðið verður upp á léttar veitingar. Þá er mælt með því að vera klædd eftir veðri. Félagsmenn og aðrir gestir eru hjartanlega velkomnir!Skráning er á netfangið: svfr@svfr.isLeiðarlýsing að veiðihúsi: Ef komið er frá Reykjavík er beygt til vinstri upp Grafningsveg (vegur 350) áður en komið er að brúnni yfir Sogið hjá Þrastarlundi. Að afleggjaranum að Bíldsfelli eru um 5 km. Sá afleggjari er ekinn alveg niður að á, þar sem veiðihúsið stendur Stangveiði Mest lesið Nokkur góð ráð fyrir vatnaveiði að vori Veiði Meiri líkur á góðu vatni í ánum í sumar Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði Norðurá opnar í fyrramálið Veiði Veiðibóka og DVD markaður í Veiðivon Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Fyrstu lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Langir taumar skipta máli Veiði
Veiðistaðakynning verður haldin sunnudaginn 17.maí í Soginu í landi Bíldsfells. Þetta magnaða bleikju – og laxasvæði á sína mögnuðu punkta og mun Karl Lúðvíksson leiðsögumaður fara með fólk um svæðið og afhjúpa alla leyndardóma svæðisins. Þarna gefst fólki tækifæri á að læra meira um þetta margrómaða svæði sem er þó leyndardómur og óvissa fyrir marga. Farið verður yfir vaðleiðir, heitustu punktarnir sýndir og góð kynning á helstu veiðistöðum hvort sem það er fyrir silungs eða laxveiðimenn. Mæting er klukkan 10:00 næsta sunnudagsmorgunn við veiðihús Bíldsfells og gengið með bökkum. Boðið verður upp á léttar veitingar. Þá er mælt með því að vera klædd eftir veðri. Félagsmenn og aðrir gestir eru hjartanlega velkomnir!Skráning er á netfangið: svfr@svfr.isLeiðarlýsing að veiðihúsi: Ef komið er frá Reykjavík er beygt til vinstri upp Grafningsveg (vegur 350) áður en komið er að brúnni yfir Sogið hjá Þrastarlundi. Að afleggjaranum að Bíldsfelli eru um 5 km. Sá afleggjari er ekinn alveg niður að á, þar sem veiðihúsið stendur
Stangveiði Mest lesið Nokkur góð ráð fyrir vatnaveiði að vori Veiði Meiri líkur á góðu vatni í ánum í sumar Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði Norðurá opnar í fyrramálið Veiði Veiðibóka og DVD markaður í Veiðivon Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Fyrstu lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Langir taumar skipta máli Veiði