„Hefði ekki verið kjörið að hafa Sveindísi frammi á móti þessu miðvarðapari?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. ágúst 2020 12:30 Sveindís Jane Jónsdóttir á ferðinni í leik Breiðabliks og Selfoss á mánudaginn. vísir/vilhelm Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna, hefði viljað sjá Þorstein Halldórsson, þjálfara Breiðabliks, nota Sveindísi Jane Jónsdóttur í fremstu víglínu í leiknum gegn Selfossi á mánudaginn. Selfyssingar unnu 1-2 sigur en þetta var fyrsta tap Blika í sumar. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildar kvenna, er í sóttkví og gat því ekki leikið með Breiðabliki gegn Selfossi. Rakel Hönnudóttir tók stöðu hennar sem fremsti maður Blika. Bára segir að það hefði verið vænlegra til árangurs að færa Sveindísi af hægri kantinum og í fremstu víglínu. „Mig langar aðeins að setja spurningarmerki við uppleggið hans Steina. Hann var ekki Berglindi og ég velti fyrir mér hvort hún sé svona svakalega mikilvæg í þessu liði. En hefði þetta ekki verið kjörið tækifæri til að negla Sveindísi upp á topp?“ velti Bára fyrir sér í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. Hún segir að Sveindís hefði hentað vel gegn miðvörðum Selfoss. „Anna Björk [Kristjánsdóttir] og Áslaug Dóra [Sigurbjörnsdóttir] eru báðar sterkar og góðar að skalla en ekki hraðar. Hefði ekki verið kjörið að hafa Sveindísi frammi á móti þessu miðvarðapari og sjá hvort hún gæti sótt eitthvað? Steini hefur talað um að hann sé íhaldssamur og mögulega var hann of íhaldssamur þarna. Mér fannst þetta ekki virka.“ Sveindís er framherji að upplagi en hefur leikið á hægri kantinum hjá Breiðabliki í sumar með góðum árangri. „Mér finnst svo mikilvægt fyrir hana að halda í þetta framherja „element“ í henni þótt hún sé að spila úti á kanti,“ sagði Bára. Mist Rúnarsdóttir tók í sama streng. „Eins og hann [Þorsteinn] sagði í viðtali er ekkert undan Rakel að kvarta. En að sama skapi er Sveindís framherji og það er mikilvægt fyrir hana að finna að hún sé enn hugsuð þannig.“ Breiðablik er með tveggja stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildarinnar. Valur getur skotist á toppinn með sigri á Þór/KA í kvöld. Næsti leikur Breiðabliks er gegn ÍA í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudaginn kemur. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um Sveindísi Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu mörkin sem Blikar fá á sig og konfektmola Birtu Það voru tólf mörk skoruð í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í gær og þau má sjá öll hér á Vísi. 25. ágúst 2020 15:00 Tvö ár og tveir mánuðir liðu án þess að Blikar töpuðu leik sem skipti máli Breiðablik náði að leika 27 leik í röð án þess að tapa í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, áður en Barbára Sól Gísladóttir tók til sinna ráða í gærkvöld. 25. ágúst 2020 13:15 „Ég var búin að ákveða að skora“ „Ég var búin að ákveða að skora. Ég var ekki búin að skora neitt í sumar og það kom loksins í dag,“ sagði hetja Selfyssinga, Barbára Sól Gísladóttir, rétt eftir að hafa skorað glæsilegt sigurmark gegn Breiðabliki í kvöld. 24. ágúst 2020 21:40 Umfjöllun: Breiðablik - Selfoss 1-2 | Barbára hetjan þegar toppliðið hrasaði í fyrsta sinn Selfoss varð í kvöld fyrsta liðið til að skora gegn Breiðabliki í sumar, fyrsta liðið til að ná í stig gegn Blikakonum og fyrsta liðið til að vinna þær. 24. ágúst 2020 22:10 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna, hefði viljað sjá Þorstein Halldórsson, þjálfara Breiðabliks, nota Sveindísi Jane Jónsdóttur í fremstu víglínu í leiknum gegn Selfossi á mánudaginn. Selfyssingar unnu 1-2 sigur en þetta var fyrsta tap Blika í sumar. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildar kvenna, er í sóttkví og gat því ekki leikið með Breiðabliki gegn Selfossi. Rakel Hönnudóttir tók stöðu hennar sem fremsti maður Blika. Bára segir að það hefði verið vænlegra til árangurs að færa Sveindísi af hægri kantinum og í fremstu víglínu. „Mig langar aðeins að setja spurningarmerki við uppleggið hans Steina. Hann var ekki Berglindi og ég velti fyrir mér hvort hún sé svona svakalega mikilvæg í þessu liði. En hefði þetta ekki verið kjörið tækifæri til að negla Sveindísi upp á topp?“ velti Bára fyrir sér í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. Hún segir að Sveindís hefði hentað vel gegn miðvörðum Selfoss. „Anna Björk [Kristjánsdóttir] og Áslaug Dóra [Sigurbjörnsdóttir] eru báðar sterkar og góðar að skalla en ekki hraðar. Hefði ekki verið kjörið að hafa Sveindísi frammi á móti þessu miðvarðapari og sjá hvort hún gæti sótt eitthvað? Steini hefur talað um að hann sé íhaldssamur og mögulega var hann of íhaldssamur þarna. Mér fannst þetta ekki virka.“ Sveindís er framherji að upplagi en hefur leikið á hægri kantinum hjá Breiðabliki í sumar með góðum árangri. „Mér finnst svo mikilvægt fyrir hana að halda í þetta framherja „element“ í henni þótt hún sé að spila úti á kanti,“ sagði Bára. Mist Rúnarsdóttir tók í sama streng. „Eins og hann [Þorsteinn] sagði í viðtali er ekkert undan Rakel að kvarta. En að sama skapi er Sveindís framherji og það er mikilvægt fyrir hana að finna að hún sé enn hugsuð þannig.“ Breiðablik er með tveggja stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildarinnar. Valur getur skotist á toppinn með sigri á Þór/KA í kvöld. Næsti leikur Breiðabliks er gegn ÍA í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudaginn kemur. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um Sveindísi
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu mörkin sem Blikar fá á sig og konfektmola Birtu Það voru tólf mörk skoruð í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í gær og þau má sjá öll hér á Vísi. 25. ágúst 2020 15:00 Tvö ár og tveir mánuðir liðu án þess að Blikar töpuðu leik sem skipti máli Breiðablik náði að leika 27 leik í röð án þess að tapa í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, áður en Barbára Sól Gísladóttir tók til sinna ráða í gærkvöld. 25. ágúst 2020 13:15 „Ég var búin að ákveða að skora“ „Ég var búin að ákveða að skora. Ég var ekki búin að skora neitt í sumar og það kom loksins í dag,“ sagði hetja Selfyssinga, Barbára Sól Gísladóttir, rétt eftir að hafa skorað glæsilegt sigurmark gegn Breiðabliki í kvöld. 24. ágúst 2020 21:40 Umfjöllun: Breiðablik - Selfoss 1-2 | Barbára hetjan þegar toppliðið hrasaði í fyrsta sinn Selfoss varð í kvöld fyrsta liðið til að skora gegn Breiðabliki í sumar, fyrsta liðið til að ná í stig gegn Blikakonum og fyrsta liðið til að vinna þær. 24. ágúst 2020 22:10 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Sjáðu fyrstu mörkin sem Blikar fá á sig og konfektmola Birtu Það voru tólf mörk skoruð í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í gær og þau má sjá öll hér á Vísi. 25. ágúst 2020 15:00
Tvö ár og tveir mánuðir liðu án þess að Blikar töpuðu leik sem skipti máli Breiðablik náði að leika 27 leik í röð án þess að tapa í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, áður en Barbára Sól Gísladóttir tók til sinna ráða í gærkvöld. 25. ágúst 2020 13:15
„Ég var búin að ákveða að skora“ „Ég var búin að ákveða að skora. Ég var ekki búin að skora neitt í sumar og það kom loksins í dag,“ sagði hetja Selfyssinga, Barbára Sól Gísladóttir, rétt eftir að hafa skorað glæsilegt sigurmark gegn Breiðabliki í kvöld. 24. ágúst 2020 21:40
Umfjöllun: Breiðablik - Selfoss 1-2 | Barbára hetjan þegar toppliðið hrasaði í fyrsta sinn Selfoss varð í kvöld fyrsta liðið til að skora gegn Breiðabliki í sumar, fyrsta liðið til að ná í stig gegn Blikakonum og fyrsta liðið til að vinna þær. 24. ágúst 2020 22:10