Fyrstu laxarnir komnir á land úr Norðurá Karl Lúðvíksson skrifar 4. júní 2020 09:22 Nuno með einn af fyrstu löxum sumarsins úr Norðurá í morgun. Norðurá opnaði í morgun með pomp og prakt en mikil eftirvænting er jafnan eftir opnun hennar sem yfirleitt slær taktinn fyrir komandi sumri. Það verður ekki sagt annað en að Norðurá hafi tekið vel á móti opnunarhollinu en þegar þetta er skrifað höfum við aðeins náð sambandi við eina stöng og þar er Nuno Alexandre að setja í hvern fiskinn á fætur öðrum og er kominn með fjóra laxa á land í morgun ásamt makkernum sínum. Fyrsti laxinn sem hann tók í morgun var á micro hitch sem segir manni að það séu topp aðstæður við ánna núna. Af þessum fjórum löxum eru tveir vel haldnir eins árs laxar sem gefur vonandi til kynna að aðstæður í sjó hafi verið laxinum góðar og afföll lítil. Þetta er einstaklega vel mannað opnunarholl í Norðurá skipað mönnum sem þekkja hana vel og eiga væntanlega eftir að bæta vel í tölurnar þegar líður á daginn. Við bíðum spennt fregna eftir veiðitölum í lok dags. Stangveiði Mest lesið Vefsala SVFR opnuð Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Laxveiðisumarið hafið - frábær opnun við Urriðafoss Veiði Köld byrjun á hlýrri veiðihelgi? Veiði Góður gangur í Korpu Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Jökla að nálgast 400 laxa veiði Veiði 100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Veiði Flott opnun í Leirá Veiði Grímsá á leið í útboð Veiði
Norðurá opnaði í morgun með pomp og prakt en mikil eftirvænting er jafnan eftir opnun hennar sem yfirleitt slær taktinn fyrir komandi sumri. Það verður ekki sagt annað en að Norðurá hafi tekið vel á móti opnunarhollinu en þegar þetta er skrifað höfum við aðeins náð sambandi við eina stöng og þar er Nuno Alexandre að setja í hvern fiskinn á fætur öðrum og er kominn með fjóra laxa á land í morgun ásamt makkernum sínum. Fyrsti laxinn sem hann tók í morgun var á micro hitch sem segir manni að það séu topp aðstæður við ánna núna. Af þessum fjórum löxum eru tveir vel haldnir eins árs laxar sem gefur vonandi til kynna að aðstæður í sjó hafi verið laxinum góðar og afföll lítil. Þetta er einstaklega vel mannað opnunarholl í Norðurá skipað mönnum sem þekkja hana vel og eiga væntanlega eftir að bæta vel í tölurnar þegar líður á daginn. Við bíðum spennt fregna eftir veiðitölum í lok dags.
Stangveiði Mest lesið Vefsala SVFR opnuð Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Laxveiðisumarið hafið - frábær opnun við Urriðafoss Veiði Köld byrjun á hlýrri veiðihelgi? Veiði Góður gangur í Korpu Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Jökla að nálgast 400 laxa veiði Veiði 100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Veiði Flott opnun í Leirá Veiði Grímsá á leið í útboð Veiði