Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Karl Lúðvíksson skrifar 30. ágúst 2020 10:00 Gott dæmi um vel við haldna antik veiðistöng og búnað Þar sem undirritaður hefur mikin áhuga á gömlu veiðidóti fæ ég reglulega tölvupóst með myndum af gömlum veiðistöngum og veiðihjólum með þeirri fyrirspurn hvort ég viti hversu verðmætt þetta er. Í sannleika sagt er það þannig með gamla veiðidótið á Íslandi en mest af því er verðlaust og þetta er ástæðan. Stangirnar sem hafa verið notaðar hér og eru til í mörgum geymslum eru þær tegundir sem uppboðsmarkaðurinn er fullur af og eru margar mjög veðraðar eftir áralanga notkun. Til þess að raunveruleg verðmæti séu í gömlu veiðidóti, fyrir utan auðvitað tilfinningalegt gildi, þá eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga. Gott dæmi um vel við haldna antik veiðistöng og búnað Í fyrsta lagi ef stöngin er ekki þeim mun fágætari þá þarf að fylgja henni upprunalegur poki eða taska. Lykkjur og vafningar þurfa að vera upprunalegir og eða rétt lagað og viðhaldið. Korkurinn þarf að vera mjög vel með farinn og upprunalegur, letrið um tegund þarf að vera læsilegt og upprunalegt og síðast en ekki síst þarf stöngin að vera óbeygð sem sést ef hún er sett saman og lögð á flatt gólf. Ef hún liggur ekki í jafnri línu og í henni er sveigur lækkar virði hennar til mikilla muna. Gamlar veiðistangir þurfa að vera mjög vel með farnar til að vera einhvers virði Veiðihjólin eru að sama skapi oft mjög verðmæt og sum mun verðmætari en stangirnar, sérstaklega þau sem voru framleidd t.d. af Hardy og Orvis á árunum 1880-1910. Það eru auðvitað nokkrar tegundir í viðbót sem geta verið verðmæt en þá er það eins og með allt annað antik, það fer eftir ástandi. Mikið slit, viðgerðir og viðbætur án upprunalegra varahluta eru allt atriði sem draga mikið úr verðgildi gömlu veiðihjólana. Dæmi um gamalt Hardy fluguhjól sem telst í góðu ástandi fyrir uppboð. Verðið liggur líklega á 10-15.000 krónum Það sem heldur sér best í verði eru flugur og svo ég tali ekki um flugur með hinu hefðbundna breska klassíska hnýtingarmunstri. Sem dæmi um það voru 47 flugur seldar á uppboði nýlega sem voru hnýttar af Megan Boyd en hún var goðsögn í fluguhnýtingum á klassískum flugum. Þetta safn fór á 22.000 pund eða rétt yfir fjórar milljónir króna. Hluti af flugunum hnýttar af Megan Boyd sem fóru á metverð á uppboði. Ef þú átt mikið af gömlu veiðidóti og vilt láta meta það þarftu að skoða það sem er nefnt hér að ofan og hafa samband við matsmenn uppboða til dæmis í Bretlandi en það eru fjölmargir aðilar þar sem meta veiðidót. Það þarf að senda góðar myndir og eins mikið af upplýsingum og þú getur með en ég vill minna á að það heyrir til algerra undantekninga að gömlu stangirnar í geymslunni séu einhverra aura virði og flestar eru svo gott sem verðlausar. En fallegar eru þær á veggnum svo þar eiga þær kannski best heima. Stangveiði Mest lesið Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði Nettar græjur og litlar flugur bestar í Minnivallalæk Veiði Salan á veiðileyfum fyrir 2018 gengur vel Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Farið að sjatna í Norðurá Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Nýtt Sportveiðiblað gleður í skammdeginu Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði
Þar sem undirritaður hefur mikin áhuga á gömlu veiðidóti fæ ég reglulega tölvupóst með myndum af gömlum veiðistöngum og veiðihjólum með þeirri fyrirspurn hvort ég viti hversu verðmætt þetta er. Í sannleika sagt er það þannig með gamla veiðidótið á Íslandi en mest af því er verðlaust og þetta er ástæðan. Stangirnar sem hafa verið notaðar hér og eru til í mörgum geymslum eru þær tegundir sem uppboðsmarkaðurinn er fullur af og eru margar mjög veðraðar eftir áralanga notkun. Til þess að raunveruleg verðmæti séu í gömlu veiðidóti, fyrir utan auðvitað tilfinningalegt gildi, þá eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga. Gott dæmi um vel við haldna antik veiðistöng og búnað Í fyrsta lagi ef stöngin er ekki þeim mun fágætari þá þarf að fylgja henni upprunalegur poki eða taska. Lykkjur og vafningar þurfa að vera upprunalegir og eða rétt lagað og viðhaldið. Korkurinn þarf að vera mjög vel með farinn og upprunalegur, letrið um tegund þarf að vera læsilegt og upprunalegt og síðast en ekki síst þarf stöngin að vera óbeygð sem sést ef hún er sett saman og lögð á flatt gólf. Ef hún liggur ekki í jafnri línu og í henni er sveigur lækkar virði hennar til mikilla muna. Gamlar veiðistangir þurfa að vera mjög vel með farnar til að vera einhvers virði Veiðihjólin eru að sama skapi oft mjög verðmæt og sum mun verðmætari en stangirnar, sérstaklega þau sem voru framleidd t.d. af Hardy og Orvis á árunum 1880-1910. Það eru auðvitað nokkrar tegundir í viðbót sem geta verið verðmæt en þá er það eins og með allt annað antik, það fer eftir ástandi. Mikið slit, viðgerðir og viðbætur án upprunalegra varahluta eru allt atriði sem draga mikið úr verðgildi gömlu veiðihjólana. Dæmi um gamalt Hardy fluguhjól sem telst í góðu ástandi fyrir uppboð. Verðið liggur líklega á 10-15.000 krónum Það sem heldur sér best í verði eru flugur og svo ég tali ekki um flugur með hinu hefðbundna breska klassíska hnýtingarmunstri. Sem dæmi um það voru 47 flugur seldar á uppboði nýlega sem voru hnýttar af Megan Boyd en hún var goðsögn í fluguhnýtingum á klassískum flugum. Þetta safn fór á 22.000 pund eða rétt yfir fjórar milljónir króna. Hluti af flugunum hnýttar af Megan Boyd sem fóru á metverð á uppboði. Ef þú átt mikið af gömlu veiðidóti og vilt láta meta það þarftu að skoða það sem er nefnt hér að ofan og hafa samband við matsmenn uppboða til dæmis í Bretlandi en það eru fjölmargir aðilar þar sem meta veiðidót. Það þarf að senda góðar myndir og eins mikið af upplýsingum og þú getur með en ég vill minna á að það heyrir til algerra undantekninga að gömlu stangirnar í geymslunni séu einhverra aura virði og flestar eru svo gott sem verðlausar. En fallegar eru þær á veggnum svo þar eiga þær kannski best heima.
Stangveiði Mest lesið Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði Nettar græjur og litlar flugur bestar í Minnivallalæk Veiði Salan á veiðileyfum fyrir 2018 gengur vel Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Farið að sjatna í Norðurá Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Nýtt Sportveiðiblað gleður í skammdeginu Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði