Uppsagnirnar á Herjólfi „hrikalega þungbærar“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2020 12:35 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Jóhann K. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir það afar þungbært að öllum starfsmönnum Herjólfs ohf. Hafi verið sagt upp störfum í gær. Allt verði gert til þess að halda uppi óbreyttum samgöngum til og frá Vestmannaeyjum. Þá séu uppsagnirnar í Herjólfi ekki sambærilegar uppsögnum hjá Icelandair í vor. Alls var 68 starfsmönnum Herjólfs sagt upp í gær. Herjólfur ohf., félag í eigu Vestmannaeyjabæjar sem sér um rekstur ferjunnar, sagði í tilkynningu í gær að uppsagnirnar skrifuðust bæði á kórónuveirufaraldurinn og stöðu sem uppi er í deilu við ríkið um efndir á þjónustusamningi. Félagið telur ríkið ekki hafa staðið við sinn hluta samningsins upp á 400 milljónir króna. „Þetta er hrikalega þungbært að stjórn félagsins telji sig þurfa að grípa til þessara aðgerða sem eru nauðsynlegar til að endurskipuleggja reksturinn. En þetta þýðir það að það liggur fyrir að staðan á félaginu er alvarleg eins og hefur margoft komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „En auðvitað er þetta þannig að Herjólfur siglir áfram og það verða áfram störf þarna um borð. En þetta er bara ekki einfalt. Það er ekki einfalt að hald uppi samgöngum við Vestmannaeyjar eins og verið hefur.“ Innt eftir því hvort uppsagnirnar á Herjólfi væru af svipuðum meiði og þegar Icelandair sagði upp um 2000 starfsmönnum í vor sagði Íris að hún teldi svo ekki vera. „Nei, það held ég nú ekki. Þá voru menn ekkert að fljúga. Þetta er ekki þannig. Þetta er svigrúm sem stjórnin telur sig þurfa til að geta endurskipulagt reksturinn, af því að auðvitað finnst mér að það ætti að vera borðleggjandi að ríkið greiði samkvæmt þeim samningi sem er á borðinu. En ef peningarnir koma ekki þá þarf stjórn félagsins að hafa eitthvað svigrúm til að sjá hvað hún getur gert,“ sagði Íris. „Það sem er algjör lykill er að ferðatíðnin verði varin. Við erum ekki tilbúin að fara til baka, hvorki við sem stýrum sveitarfélaginu né samfélagið í Vestmannaeyjum. Við ætlum okkur að halda þessari ferðatíðini. […] Það er enginn að fara að bjóða upp á það að það verði enginn Herjólfur.“ Vestmannaeyjar Herjólfur Samgöngur Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp Öllum starfsmönnum Herjólfs hefur verið sagt upp samkvæmt heimildum fréttastofu. 31. ágúst 2020 15:18 Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44 Lífróður í ólgusjó verkfalla Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. 17. júlí 2020 11:51 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir það afar þungbært að öllum starfsmönnum Herjólfs ohf. Hafi verið sagt upp störfum í gær. Allt verði gert til þess að halda uppi óbreyttum samgöngum til og frá Vestmannaeyjum. Þá séu uppsagnirnar í Herjólfi ekki sambærilegar uppsögnum hjá Icelandair í vor. Alls var 68 starfsmönnum Herjólfs sagt upp í gær. Herjólfur ohf., félag í eigu Vestmannaeyjabæjar sem sér um rekstur ferjunnar, sagði í tilkynningu í gær að uppsagnirnar skrifuðust bæði á kórónuveirufaraldurinn og stöðu sem uppi er í deilu við ríkið um efndir á þjónustusamningi. Félagið telur ríkið ekki hafa staðið við sinn hluta samningsins upp á 400 milljónir króna. „Þetta er hrikalega þungbært að stjórn félagsins telji sig þurfa að grípa til þessara aðgerða sem eru nauðsynlegar til að endurskipuleggja reksturinn. En þetta þýðir það að það liggur fyrir að staðan á félaginu er alvarleg eins og hefur margoft komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „En auðvitað er þetta þannig að Herjólfur siglir áfram og það verða áfram störf þarna um borð. En þetta er bara ekki einfalt. Það er ekki einfalt að hald uppi samgöngum við Vestmannaeyjar eins og verið hefur.“ Innt eftir því hvort uppsagnirnar á Herjólfi væru af svipuðum meiði og þegar Icelandair sagði upp um 2000 starfsmönnum í vor sagði Íris að hún teldi svo ekki vera. „Nei, það held ég nú ekki. Þá voru menn ekkert að fljúga. Þetta er ekki þannig. Þetta er svigrúm sem stjórnin telur sig þurfa til að geta endurskipulagt reksturinn, af því að auðvitað finnst mér að það ætti að vera borðleggjandi að ríkið greiði samkvæmt þeim samningi sem er á borðinu. En ef peningarnir koma ekki þá þarf stjórn félagsins að hafa eitthvað svigrúm til að sjá hvað hún getur gert,“ sagði Íris. „Það sem er algjör lykill er að ferðatíðnin verði varin. Við erum ekki tilbúin að fara til baka, hvorki við sem stýrum sveitarfélaginu né samfélagið í Vestmannaeyjum. Við ætlum okkur að halda þessari ferðatíðini. […] Það er enginn að fara að bjóða upp á það að það verði enginn Herjólfur.“
Vestmannaeyjar Herjólfur Samgöngur Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp Öllum starfsmönnum Herjólfs hefur verið sagt upp samkvæmt heimildum fréttastofu. 31. ágúst 2020 15:18 Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44 Lífróður í ólgusjó verkfalla Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. 17. júlí 2020 11:51 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp Öllum starfsmönnum Herjólfs hefur verið sagt upp samkvæmt heimildum fréttastofu. 31. ágúst 2020 15:18
Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44
Lífróður í ólgusjó verkfalla Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. 17. júlí 2020 11:51