Lífið

„Þetta er leit alla ævi“

Stefán Árni Pálsson skrifar
dhdh

Fjörutíu og sex ár eru síðan að Ragnar Axelsson, RAX, hóf störf sem ljósmyndari og er óhætt að segja að hann hafi komið víða við á ferlinum og tekið hverja snilldarmynd á eftir annarri.

Nú er RAX gengin til liðs við Vísi og má nú finna stutta viðtalsþætti um þekktustu ljósmyndir hans þar.

Sindri Sindrason hitti RAX á dögunum og fór yfir ferilinn með honum fyrir Ísland í dag.

„Mig hefur alltaf langað að fara á einhver stað og mynda eldingu en ég held að sextíu prósent af þeim sem drepast í eldingu eru ljósmyndarar sem eru að taka myndir á þrífæti því eldingin fer alltaf í lægsta punkt,“ segir Ragnar nokkuð léttur.

Ragnar segist vera ánægður að börnin hans hafi ekki farið sömu leið og hann þar sem mikil hætta skapast oft í ljósmyndun.

„Þau fóru ekki í þetta og ég vona að barnabörnin mín geri það ekki heldur,“ segir RAX sem var starfandi á Morgunblaðinu í 44 ár. Hann byrjaði á íþróttadeildinni og hefur alltaf haft gaman af vinnunni. Hann hefur til að mynda farið margoft til Grænlands og myndað breytinguna sem hefur átt sér stað í því samfélagi.

RAX fer aldrei neitt án myndavélarinnar.

„Mér finnst ég í raun nakinn án hennar og er alltaf með hana með mér,“ segir Ragnar.

Hann segist ekki hafa toppað sig í ljósmyndun.

„Þetta er leit alla ævi, að ná að taka þessa fullkomnu ljósmynd. Kannski næ ég því, kannski ekki en ég stefni á það.“

Þættir RAX eru á Vísi og Stöð 2 Maraþon og kemur inn nýr þáttur alla sunnudaga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×