Fótbolti

Van de Beek samdi við Manchester United til fimm ára

Sindri Sverrisson skrifar
Donny van de Beek er þessa dagana með hollenska landsliðinu og mætti hjólandi á æfingu liðsins í gær.
Donny van de Beek er þessa dagana með hollenska landsliðinu og mætti hjólandi á æfingu liðsins í gær. VÍSIR/GETTY

Hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek er orðinn leikmaður Manchester United. Hann skrifaði undir samning til fimm ára við félagið.

United keypti Van de Beek frá Ajax fyrir 35 milljónir punda, eða um 6,5 milljarða króna, en við þá upphæð bætast 5 milljónir punda að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Van de Beek verður því klár í slaginn með United gegn Crystal Palace þegar liðið hefur keppni í ensku úrvalsdeildinni 19. september. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem United kaupir í þessum félagaskiptaglugga.

„Ég get ekki lýst því hversu ótrúlegt tækifæri það er að koma til félags með svona ótrúlega sögu. Ég tel mig núna tilbúinn að taka næsta skref á mínum ferli og spila á hæsta stigi íþróttarinnar, og það er ekki hægt að vera á hærra stigi en hjá Manchester United,“ sagði Hollendingurinn, sem er 23 ára gamall.

Van de Beek á að baki 175 leiki fyrir aðallið Ajax og skoraði í þeim 41 mark. Hann átti sinn þátt í að koma liðinu óvænt í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×