Vilhjálmur telur Arnfríði vanhæfa til að dæma mál hans í Landsrétti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2020 06:56 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, telur einn dómara við Landsrétt vanhæfan vegna persónulegrar afstöðu dómarans í sinn garð. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, hefur krafist þess að Arnfríður Einarsdóttir, dómari við Landsrétt, víki sæti í tveimur málum sem bíða meðferðar fyrir réttinum og hann fer með fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Telur Vilhjálmur Arnfríði vanhæfa til þess að dæma í málunum vegna persónulegrar afstöðu dómarans í sinn garð. Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar kemur fram að um sé að ræða mál Oddnýjar Arnarsdóttur og Hildar Lilliendahl en þær voru dæmdar í héraði til að greiða tveimur skjólstæðingum Vilhjálms bætur vegna ummæla sem þær létu falla um þá í svokölluðu Hlíðamáli haustið 2015. Málunum var áfrýjað til Landsréttar síðasta haust og var úthlutað til dómara í sumar. Um miðjan júlí var Vilhjálmi tilkynnt að Arnfríður yrði einn þriggja dómara málsins en áður hafði verið tilkynnt um tvo þeirra. Arnfríður var skipuð dómari við Landsrétt í annað sinn í byrjun júlí. Að því er segir í Fréttablaðinu er í kröfu Vilhjálms vísað til Landsréttarmálsins en Vilhjálmur er lögmaður Guðmundar Andra Ástráðssonar, stefnanda í málinu. Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) komst að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að Arnfríður væri ekki lögmætur handhafi dómsvalds því skipun hennar uppfyllti ekki skilyrði Mannréttindasáttmálans um réttláta málsmeðferð fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstól. Eftir að dómur MDE var kveðinn upp tók Arnfríður ekki þátt í dómstörfum við Landsrétt en sótti svo um lausa stöðu við réttinn fyrr á þessu ári þótt hún ætti þá þegar sæti í réttinum. Í aðdraganda nýrrar skipunar hennar þann 1. júlí var henni veitt lausn frá embætti og svo var hún skipuð aftur. Í kröfum Vilhjálms til Landsréttar segir meðal annars, samkvæmt frétt Fréttablaðsins: „Afstaða Arnfríðar til mín persónulega vegna þessara lögmannsstarfa minna í þágu umbjóðanda míns, Guðmundar Andra Ástráðssonar, er að mínu mati ekkert leyndarmál enda hefur hún ekki farið leynt með þá skoðun sína og viðrað hana víða. Það sama á við um eiginmann Arnfríðar, Brynjar Níelsson.“ Af þessu leiði að Arnfríður sé vanhæf til að dæma í fyrrnefndum málum enda eigi stefnendur skýlausan og ótvíræðan rétt á því að mál þeirra fái réttláta málsmeðferð fyrir óhlutdrægum og sjálfstæðum dómstól. Málflutningur um kröfuna fer fram þann 28. september næstkomandi. Landsréttarmálið Dómstólar Tengdar fréttir Arnfríður skipuð í embætti landsréttardómara Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Arnfríði Einarsdóttur í embætti dómara við Landsrétt frá næstu mánaðamótum. 16. júní 2020 18:49 Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, hefur krafist þess að Arnfríður Einarsdóttir, dómari við Landsrétt, víki sæti í tveimur málum sem bíða meðferðar fyrir réttinum og hann fer með fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Telur Vilhjálmur Arnfríði vanhæfa til þess að dæma í málunum vegna persónulegrar afstöðu dómarans í sinn garð. Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar kemur fram að um sé að ræða mál Oddnýjar Arnarsdóttur og Hildar Lilliendahl en þær voru dæmdar í héraði til að greiða tveimur skjólstæðingum Vilhjálms bætur vegna ummæla sem þær létu falla um þá í svokölluðu Hlíðamáli haustið 2015. Málunum var áfrýjað til Landsréttar síðasta haust og var úthlutað til dómara í sumar. Um miðjan júlí var Vilhjálmi tilkynnt að Arnfríður yrði einn þriggja dómara málsins en áður hafði verið tilkynnt um tvo þeirra. Arnfríður var skipuð dómari við Landsrétt í annað sinn í byrjun júlí. Að því er segir í Fréttablaðinu er í kröfu Vilhjálms vísað til Landsréttarmálsins en Vilhjálmur er lögmaður Guðmundar Andra Ástráðssonar, stefnanda í málinu. Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) komst að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að Arnfríður væri ekki lögmætur handhafi dómsvalds því skipun hennar uppfyllti ekki skilyrði Mannréttindasáttmálans um réttláta málsmeðferð fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstól. Eftir að dómur MDE var kveðinn upp tók Arnfríður ekki þátt í dómstörfum við Landsrétt en sótti svo um lausa stöðu við réttinn fyrr á þessu ári þótt hún ætti þá þegar sæti í réttinum. Í aðdraganda nýrrar skipunar hennar þann 1. júlí var henni veitt lausn frá embætti og svo var hún skipuð aftur. Í kröfum Vilhjálms til Landsréttar segir meðal annars, samkvæmt frétt Fréttablaðsins: „Afstaða Arnfríðar til mín persónulega vegna þessara lögmannsstarfa minna í þágu umbjóðanda míns, Guðmundar Andra Ástráðssonar, er að mínu mati ekkert leyndarmál enda hefur hún ekki farið leynt með þá skoðun sína og viðrað hana víða. Það sama á við um eiginmann Arnfríðar, Brynjar Níelsson.“ Af þessu leiði að Arnfríður sé vanhæf til að dæma í fyrrnefndum málum enda eigi stefnendur skýlausan og ótvíræðan rétt á því að mál þeirra fái réttláta málsmeðferð fyrir óhlutdrægum og sjálfstæðum dómstól. Málflutningur um kröfuna fer fram þann 28. september næstkomandi.
Landsréttarmálið Dómstólar Tengdar fréttir Arnfríður skipuð í embætti landsréttardómara Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Arnfríði Einarsdóttur í embætti dómara við Landsrétt frá næstu mánaðamótum. 16. júní 2020 18:49 Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Arnfríður skipuð í embætti landsréttardómara Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Arnfríði Einarsdóttur í embætti dómara við Landsrétt frá næstu mánaðamótum. 16. júní 2020 18:49
Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00