Kom út úr skápnum með kynhneigðina og geðsjúkdóminn í sama viðtalinu Stefán Árni Pálsson skrifar 3. september 2020 13:29 Sigursteinn fer um víðan völl í viðtali við Sölva Tryggvason. Fjölmiðlamaðurinn Sigursteinn Másson segir í viðtali við Sölva Tryggvason frá því þegar hann endaði á geðsjúkrahúsi í Danmörku eftir fréttaferð um Balkanskagann. Sigursteinn, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva fékk ungur mikla athygli fyrir öfluga frammistöðu í fréttum Stöðvar 2. Hann varð síðar fréttastjóri á Skjá Einum og röddin í Sönnum íslenskum Sakamálum. Í viðtalinu ræða Sölvi og Sigursteinn um það þegar Sigursteinn var að fjalla um Balkanstríðið og sá hræðilega hluti í Kósovó, sem enduðu með því að hann var settur á geðsjúkrahús á leiðinni heim til Íslands: „Ég fæ greiningu á geðhvarfasýki í október 1996 og hafði aldrei heyrt þetta orð og ég streittist bara á móti því og fór til Balkanskagans að gera tvær heimildarmyndir um stríðið sem var þar. Það var alls ekki besta hugmyndin eftir á að hyggja. Enda komst ég ekki lengur en til Kaupmannahafnar á leiðinni til baka og var settur inn á hæli í Danmörku og var þar inni á geðdeild í einn og hálfan mánuð.” Þeir á Skoda en Reuters á hertrukk Sigursteinn segir að í raun hafi verið kolruglað hvernig hann og félagar hans höguðu ferðinni. „Við vorum búnir að vera að flækjast um í Serbíu og hitta flóttafólk sem bjó við ömurlegar aðstæður, þegar við fáum þær fréttir að það séu byrjuð einhver læti niðri í Kósovó. Við drífum okkur af stað og leigjum rauðan Skoda Favorit og förum þarna eins og rautt skotmark niður til Kósovó, þar sem serbneski herinn var kominn og við vorum þarna á fyrstu dögum stríðsátakanna. Ég man alltaf að það var ein önnur fréttastöð þarna á meðan við vorum þarna. Reuters, sem var á brynvörðum hertrukk sem var merktur í bak og fyrir og við vorum þarna við hliðina á rauða Skódanum okkar. Þetta var í raun algjör geggjun,“ segir Sigursteinn. Klippa: Kom út úr skápnum með kynhneigðina og geðsjúkdóminn í sama viðtalinu Sigursteinn tók það sem gerðist í ferðinni svo mikið inn á sig að hann endaði á geðsjúkrahúsi í Danmörku í sex vikur á leiðinni heim til Íslands. Hann segir að eftir það hafi tekið við talsvert erfitt tímabil, en það urðu ákveðin kaflaskil eftir að hann fór í forsíðuviðtal í DV. „Ég hitti Mikael (Torfason) á Hótel Holti. Það var sniðugt hjá honum, af því að Holtið er góður vettvangur til að fá fólk til að opna sig og hann vissi það af því að hann er klár. Ég vissi ekki alveg hvað var að fara að gerast, en þarna opna ég mig bara og kem út sem maður með geðsjúkdóm og samkynhneigður, bæði í einu í sama viðtalinu sem kom á forsíðu á DV. Þetta var ótrúlega frelsandi eftir á að hyggja. Ég hafði ekki rætt það við neinn, en þetta var mjög frelsandi og ég fékk ótrúlega fín viðbrögð. Þetta var heilandi og ég held að ég hafi fyrir vikið náð betri tökum á mínum geðsjúkdómi og ég fann ekki fyrir neinum einkennum af honum næstu 11 árin. Þannig að ég held að ég geti þakkað Mikael Torfasyni fyrir að hafa sett mig í þessa óvæntu þerapíu og köldu sturtu.“ Erfitt að höndla athyglina Sigursteinn segir fólk kannski ekki alveg átta sig á því hve ólíkt andrúmsloftið var á þessum tíma varðandi bæði geðsjúkdóma og kynhneigð. „Ég fékk talsverða athygli og ég átti pínu erfitt með að höndla það og ég var í felum með sjálfan mig og var ekki alveg búinn að átta mig á minni kynhneigð þarna í kringum tvítugt. Ég var að reyna að vera í sambandi með stelpum til að vera venjulegur, en svo kemur Heimir Már (Pétursson) inn á Stöð 2 og það breytti miklu. Þá hafði ég allt í einu einhvern við hliðina á mér sem var ekki að skammast sín fyrir það hvernig hann var. Það var heilmikil hvatning fyrir mig. Þegar ég kom aftur heim frá París eftir stutta dvöl þar hafði ég kjarkinn að fara til fréttastjórans , sem að þá var Ingvi Hrafn Jónsson og segja við hann að ég væri samkynhneigður. Hann brást við með því að segja. „Og hvað ætlaðir þú að segja mér?” Ég kunni honum miklar þakkir fyrir þau viðbrögð, af því að ég hafði lent í einelti á Stöð 2 út af samkynhneigðinni og þótti þess vegna mjög vænt um þetta.” Í viðtalinu ræða Sölvi og Sigursteinn um fréttamennskuna á Íslandi í gegnum tíðina, erfiðustu tímabilin og þau bestu og einnig þá áhugaverðu tíma sem nú eru í gangi á Íslandi og heiminum öllum. Podcast með Sölva Tryggva Geðheilbrigði Hinsegin Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Fleiri fréttir Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Sigursteinn Másson segir í viðtali við Sölva Tryggvason frá því þegar hann endaði á geðsjúkrahúsi í Danmörku eftir fréttaferð um Balkanskagann. Sigursteinn, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva fékk ungur mikla athygli fyrir öfluga frammistöðu í fréttum Stöðvar 2. Hann varð síðar fréttastjóri á Skjá Einum og röddin í Sönnum íslenskum Sakamálum. Í viðtalinu ræða Sölvi og Sigursteinn um það þegar Sigursteinn var að fjalla um Balkanstríðið og sá hræðilega hluti í Kósovó, sem enduðu með því að hann var settur á geðsjúkrahús á leiðinni heim til Íslands: „Ég fæ greiningu á geðhvarfasýki í október 1996 og hafði aldrei heyrt þetta orð og ég streittist bara á móti því og fór til Balkanskagans að gera tvær heimildarmyndir um stríðið sem var þar. Það var alls ekki besta hugmyndin eftir á að hyggja. Enda komst ég ekki lengur en til Kaupmannahafnar á leiðinni til baka og var settur inn á hæli í Danmörku og var þar inni á geðdeild í einn og hálfan mánuð.” Þeir á Skoda en Reuters á hertrukk Sigursteinn segir að í raun hafi verið kolruglað hvernig hann og félagar hans höguðu ferðinni. „Við vorum búnir að vera að flækjast um í Serbíu og hitta flóttafólk sem bjó við ömurlegar aðstæður, þegar við fáum þær fréttir að það séu byrjuð einhver læti niðri í Kósovó. Við drífum okkur af stað og leigjum rauðan Skoda Favorit og förum þarna eins og rautt skotmark niður til Kósovó, þar sem serbneski herinn var kominn og við vorum þarna á fyrstu dögum stríðsátakanna. Ég man alltaf að það var ein önnur fréttastöð þarna á meðan við vorum þarna. Reuters, sem var á brynvörðum hertrukk sem var merktur í bak og fyrir og við vorum þarna við hliðina á rauða Skódanum okkar. Þetta var í raun algjör geggjun,“ segir Sigursteinn. Klippa: Kom út úr skápnum með kynhneigðina og geðsjúkdóminn í sama viðtalinu Sigursteinn tók það sem gerðist í ferðinni svo mikið inn á sig að hann endaði á geðsjúkrahúsi í Danmörku í sex vikur á leiðinni heim til Íslands. Hann segir að eftir það hafi tekið við talsvert erfitt tímabil, en það urðu ákveðin kaflaskil eftir að hann fór í forsíðuviðtal í DV. „Ég hitti Mikael (Torfason) á Hótel Holti. Það var sniðugt hjá honum, af því að Holtið er góður vettvangur til að fá fólk til að opna sig og hann vissi það af því að hann er klár. Ég vissi ekki alveg hvað var að fara að gerast, en þarna opna ég mig bara og kem út sem maður með geðsjúkdóm og samkynhneigður, bæði í einu í sama viðtalinu sem kom á forsíðu á DV. Þetta var ótrúlega frelsandi eftir á að hyggja. Ég hafði ekki rætt það við neinn, en þetta var mjög frelsandi og ég fékk ótrúlega fín viðbrögð. Þetta var heilandi og ég held að ég hafi fyrir vikið náð betri tökum á mínum geðsjúkdómi og ég fann ekki fyrir neinum einkennum af honum næstu 11 árin. Þannig að ég held að ég geti þakkað Mikael Torfasyni fyrir að hafa sett mig í þessa óvæntu þerapíu og köldu sturtu.“ Erfitt að höndla athyglina Sigursteinn segir fólk kannski ekki alveg átta sig á því hve ólíkt andrúmsloftið var á þessum tíma varðandi bæði geðsjúkdóma og kynhneigð. „Ég fékk talsverða athygli og ég átti pínu erfitt með að höndla það og ég var í felum með sjálfan mig og var ekki alveg búinn að átta mig á minni kynhneigð þarna í kringum tvítugt. Ég var að reyna að vera í sambandi með stelpum til að vera venjulegur, en svo kemur Heimir Már (Pétursson) inn á Stöð 2 og það breytti miklu. Þá hafði ég allt í einu einhvern við hliðina á mér sem var ekki að skammast sín fyrir það hvernig hann var. Það var heilmikil hvatning fyrir mig. Þegar ég kom aftur heim frá París eftir stutta dvöl þar hafði ég kjarkinn að fara til fréttastjórans , sem að þá var Ingvi Hrafn Jónsson og segja við hann að ég væri samkynhneigður. Hann brást við með því að segja. „Og hvað ætlaðir þú að segja mér?” Ég kunni honum miklar þakkir fyrir þau viðbrögð, af því að ég hafði lent í einelti á Stöð 2 út af samkynhneigðinni og þótti þess vegna mjög vænt um þetta.” Í viðtalinu ræða Sölvi og Sigursteinn um fréttamennskuna á Íslandi í gegnum tíðina, erfiðustu tímabilin og þau bestu og einnig þá áhugaverðu tíma sem nú eru í gangi á Íslandi og heiminum öllum.
Podcast með Sölva Tryggva Geðheilbrigði Hinsegin Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Fleiri fréttir Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Sjá meira